Forsetahjónin í heimsókn á Hólmavík

24. mars 2014

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú eru í heimsókn á Hólmavík og nágrenni. Í gær, 23. mars, kynntu forsetahjónin sér starfsemi Hundabjörgunarsveitar Íslands og fylgdust með þjálfun björgunarhunda. Dorrit er verndari sveitarinnar.

Í dag, 24. mars, heimsækja forsetahjónin stofnanir, söfn og fyrirtæki á staðnum og kynntu sér m.a.  starfsemi Orkubús Vestfjarða.  Heimsókninni lýkur í dag í Sauðfjársetrinu á Ströndum þar sem þau m.a. skoða sýninguna Sauðfé í sögu þjóðar.

Meðfylgjandi myndir eru frá heimsókn forsetahjónanna í Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

201403-4-1.jpg

03. júlí 2025

Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í viðbyggingu á Ísafirði og nýbyggingu í Súðavík

2025-04 – Viðbygging Skeiði 7, Ísafirði og ný spennistöð Langeyri, Súðavík

15. maí 2025

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða 2025

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði föstudaginn 16. maí...

25. apríl 2025

70 samfélagsstyrkjum úthlutað í ár

Í dag, föstudaginn 25.apríl úthlutaði Orkubú Vestfjarða samfélagsstyrkjum 2025, en í ár bárust yfir...