Forsetahjónin í heimsókn á Hólmavík

24. mars 2014

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú eru í heimsókn á Hólmavík og nágrenni. Í gær, 23. mars, kynntu forsetahjónin sér starfsemi Hundabjörgunarsveitar Íslands og fylgdust með þjálfun björgunarhunda. Dorrit er verndari sveitarinnar.

Í dag, 24. mars, heimsækja forsetahjónin stofnanir, söfn og fyrirtæki á staðnum og kynntu sér m.a.  starfsemi Orkubús Vestfjarða.  Heimsókninni lýkur í dag í Sauðfjársetrinu á Ströndum þar sem þau m.a. skoða sýninguna Sauðfé í sögu þjóðar.

Meðfylgjandi myndir eru frá heimsókn forsetahjónanna í Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

201403-4-1.jpg

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.

22. ágúst 2025

Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri...