Ný aðveitustöð á Skeiði spennusett að hluta

21. mars 2014

Í gær, 20. mars, var hleypt spennu á 11kV hluta nýrrar aðveitustöðvar á Skeiði á Ísafirði. Ragnar Emilsson, ábyrgðarmaður rafveitu Orkubúsins, spennusetti stöðina að viðstöddu starfsfólki Orkubúsins og Orkuvirkis.

Orkubú Vestfjarða og Landsnet eru að vinna að gerð nýrrar aðveitustöðvar á Skeiði.  Aðveitustöðin kemur í stað aðveitustöðvarinnar í Stórurð á Ísafirði, sem byggð var á árunum 1957-59. 

Í gær var spennusettur 11kV hluti stöðvarinnar, í honum eru m.a. 10 11kV rofaskápar af gerðinni Tryggvi 2000 sem eru hannaðir og framleiddir af Orkuvirki. Einnig eru 6 11kv aflrofar af gerðinni ABB SafePlus. Áætlað er að stöðin öll verði tekin í notkun í júní á þessu ári.

Þess má geta að allur búnaður aðveitustöðvarinnar verður innan dyra og fellur stöðin þannig vel að umhverfinu auk þess sem það eykur rekstraröryggi.

201403-5-1.jpg

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...