Aðveitustöð Stórurð tekin úr rekstri

18. júlí 2014

Nú í morgun var spennir 1 aftengdur í aðveitustöðinni í Stórurð Ísafirði. 

Með þessari aðgerð verða þau tímamót að aðveitustöðin líkur störfum sem slík, eftir að hafa þjónað hlutverki sínu í tæp 55 ár, eða frá því að hún var spennusett 1960.

Rafmagnsveitur Ríkisins fengu leyfi árið 1959 til þess að reisa aðveitustöð í Stórurð. Í febrúar 1960 voru virkjanirnar í Engidal, Reiðhjallavirkjun í Bolungarvík, Mjólkárvirkjun í Arnarfirði og dísilstöðvar á svæðinu samtengdar og í maí sama ár var aðveitustöðin í Stórurð á Ísafirði tilbúin til notkunar.

Með tilkomu aðveitustöðvarinnar og tengingar við flutningskerfi rafmagnsveitunnar hófst nýr kafli í sögu rafvæðingar á Ísafirði og Rafveita Ísafjarðar byrjaði framkvæmdir við hringtengingu háspennustrengs um eyrina.

Orkubú Vestfjarða tók við rekstri aðveitustöðvarinnar við stofnun þess árið 1978. Árið 2005 var Landsnet stofnað og tók í framhaldinu við öllu 66kV kerfi stöðvarinnar. Orkubúið átti áfram aflspenna og 11 kV kerfi. Samstarf um rekstur stöðvarinnar hefur gengið vel.

Stöðin hefur tekið miklum breytingum frá því hún var byggð. Húsið hefur verið stækkað og lagfært. Hin síðustu ár hefur verið ljóst að húsnæðið hentar ekki lengur undir þá starfsemi sem því er ætlað og eins hefur borið á töluverðum og vaxandi gólfhalla sem erfitt hefur verið að ráða við.

Nú hefur ný og glæsileg aðveitustöð í eigu Landsnets og Orkubúsins verið tekin í notkun við Skeiði 7.

Fyrir liggur að byggðir verða ofanflóðagarðar neðan við húsið í Stórurð og því fátt í spilunum annað en að rífa húsið. Við hjá Orkubúinu vonumst til þess að geta viðhaldið vefmyndavél á svipuðum slóðum og nú er á þaki aðveitustöðvarinnar og nýtur mikilla vinsælda.

 

Ísafirði 18. júli 2014

 

Halldór V Magnússon

Framkvæmdastjóri Veitusviðs

201407-1-1.jpg

201407-1-2.jpg

01. desember 2022

Að virkja og vernda loftslag – hvar á að virkja ?

Orkuskiptin kalla á vangaveltur um hvort þörf sé á nýjum virkjunum.  Ef útrýma á jarðefnaeldsneyti...

28. nóvember 2022

Þrjár nýjar hleðslustöðvar

Nú hafa verið teknar í notkun þrjár nýjar hleðslustöðvar hjá Orkubúi Vestfjarða, tvær á Hvítanesi...

14. nóvember 2022

Ný kynslóð af raforkumælum í Súðavík

Árið 2005 hóf Orkubúið innleiðingu á snjallmælum fyrst veitna.