Framkvæmdir við Fossárvirkjun

21. nóvember 2014

Uppsteypa stöðvarhússins hefur gengið ágætlega síðustu vikur og er reiknað með að allar steypur verði yfirstaðnar fyrir næstu mánaðarmót.  Í desember verða bitar undir brúarkrana  settir upp, krananum síðan komið fyrir og húsinu lokað.

Vélamaður frá Kössler kemur 12 janúar til að stilla af  vélina og að því loknu verður hægt að steypa umhverfis rafala og vatnahverfil.  Eftir það verður unnið við innanhússfrágang á það stig að allir veggir, kapalrennur og  gólf verði rykbundið í það minnsta.  Búið er að grunna o.þ.h. Ekki er búið að tímasetja næsta áfanga, sem er uppsetning á stjórnskápum, spenni og  útdráttur kraft- og stýristrengja.  Virkjunin verður ekki gangsett fyrr en næsta sumar.  Spennistöð er áföst stöðvarhúsinu og verður hún tilbúin, vonandi í byrjun janúar.   

Pípuframkvæmdir uppí  Fossárdal hafa verið í gangi þótt verður hafi verið risótt.  Í næstu viku verður steypt síðasta beygjan og þaðan liggur nýja pípan samsíða þeirri gömlu,  sem unnið verður næsta sumar.  Þó er ætlunin að fleyga klöpp o.þ.h.  á meðan veður leyfir til að undirbúa framkvæmdir á næsta ári.  Hafin er lagning  neðsta hluta pípunnar sem er 200 metra langur kafli ásamt einum beygju-festli.  Að þessu loknu verður nýlögn pípunnar komin í 900 metra og 800 metrar verða lagðir á næsta ári.

201411-1-1.jpg

201411-1-2.jpg

201411-1-3.jpg

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...