Ársfundur Orkubús Vestfjarða 2019

13. maí 2019

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn á Hótel Ísafirði þriðjudaginn 21. maí kl. 12:00

Illugi Gunnarsson stjórnarformaður Orkubúsins og Elías Jónastansson, orkubússtjóri munu ræða málefni fyrirtækisins, kynna helstu stærðir í ársreikningi 2018 og það sem er á döfinni hjá fyrirtækinu.

Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs flytur erindi um loftlagsmál, orkuskipti og rafbíla.

Fundarmönnum gefst kostur á að koma með fyrirspurnir til framsögumanna.

Ársfundurinn er öllum opinn og verður fundargestum boðið upp á súpu á staðnum.

Áætluð fundarlok eru um kl. 13:30

Stjórn Orkubús Vestfjarða ohf

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...