Ársreikningur 2018  samþykktur

22. maí 2019

Ársreikningur Orkubús Vestfjarða ohf fyrir árið 2018 var samþykktur á aðalfundi félagsins í gær 21. maí.  Hagnaður eftir skatta nam 244 milljónum króna, en veltufé frá rekstri var 711 milljónir.  Fjárfest var fyrir 682 milljónir á árinu 2018.  Heildartekjur félagsins voru 2800 milljónir króna og jukust um 9% á milli ára, en gjöld hækkuðu um 6,5%.  Heildareignir nema nú um 8,8 milljörðum króna en eigið fé Orkubús Vestfjarða er 6,1 milljarður króna eða 69% af heildarfjármagni.

Heildarorkuöflun var 267 GWst og hafði aukist um 3% frá fyrra ári.  Eigin raforkuframleiðsla Orkubúsins nam 95 GWst, en jarðhitavinnsla nam 17 GWst. 
Raforkukaup frá öðrum námu 152 GWst, þar af voru raforkukaup hitaveitu 87 GWst. 

Á fundinum vorku kjörin í stjórn félagsins þau Illugi Gunnarsson, Friðbjörg Matthíasdóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Gísli Jón Kristjánsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Fjölmenni sótti ársfund Orkubúsins sem haldinn var strax í kjölfar aðalfundarins.  Þar voru kynntar helstu stærðir í ársreikningi auk þess sem farið var yfir starfsemi félagsins á árinu 2018 og verkefnin framundan.  Ennfremur var á fundinum flutt fróðlegt erindi um loftslagsmál og orkuskipti.

13. maí 2021

Friðlýsingarskilmálar þjóðgarðs – þörf á upplýstri umræðu

Orkubú Vestfjarða (OV) hefur ritað sveitarfélögum á Vestfjörðum ásamt Vestfjarðastofu, bréf vegna...

30. mars 2021

Úthlutun samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2021

Alls bárust 78 umsóknir og að þessu sinni voru veittir 53 styrkir samtals að fjárhæð kr. 5.000.000.

25. febrúar 2021

Gengið verður til samninga um sölu á hlut Orkubúsins í Landsneti

Orkubú Vestfjarða hefur samþykkt viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um sölu á 5,98% eignarhlut...