Ný þjónusta - póstlisti tilkynninga

18. febrúar 2015

Vegna landfræðilegra aðstæðna á Vestfjörðum er mjög erfitt að koma í veg fyrir að truflanir eigi sér stað í flutnings- og dreifikerfi Orkubúsins. Orkubúið hefur á undanförnum árum verið að bæta til muna miðlun upplýsinga þegar truflanir verða, sem snerta viðskiptavini þess.

Nú hefur verið settur upp póstlisti fyrir tilkynningar. Þeir sem skrá sig á póstlistann fá sendar tilkynningar í tölvupósti um leið og þær eru birtar á vefsvæði Orkubúsins.

Einnig hefur verið bætt ferlið við birtingu tilkynninga á vefsvæði og Facebook síðu Orkubúsins til að þær berist til sem flestra á sem skemmstum tíma.

Viðskiptavinir Orkubúsins geta nú valið með hvaða hætti þeir fá upplýsingar þegar truflanir eiga sér stað hvort sem það er í gegnum vefsvæði Orkubúsins, Facebook, Twitter eða í tölvupósti. Einnig  geta viðskiptavinir valið hvort notuð er borðtölva, fartölva, spjaldtölva eða snjallsími til að nálgast þessar upplýsingar á sem fljótvirkastan máta.

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...