Ný þjónusta - póstlisti tilkynninga

18. febrúar 2015

Vegna landfræðilegra aðstæðna á Vestfjörðum er mjög erfitt að koma í veg fyrir að truflanir eigi sér stað í flutnings- og dreifikerfi Orkubúsins. Orkubúið hefur á undanförnum árum verið að bæta til muna miðlun upplýsinga þegar truflanir verða, sem snerta viðskiptavini þess.

Nú hefur verið settur upp póstlisti fyrir tilkynningar. Þeir sem skrá sig á póstlistann fá sendar tilkynningar í tölvupósti um leið og þær eru birtar á vefsvæði Orkubúsins.

Einnig hefur verið bætt ferlið við birtingu tilkynninga á vefsvæði og Facebook síðu Orkubúsins til að þær berist til sem flestra á sem skemmstum tíma.

Viðskiptavinir Orkubúsins geta nú valið með hvaða hætti þeir fá upplýsingar þegar truflanir eiga sér stað hvort sem það er í gegnum vefsvæði Orkubúsins, Facebook, Twitter eða í tölvupósti. Einnig  geta viðskiptavinir valið hvort notuð er borðtölva, fartölva, spjaldtölva eða snjallsími til að nálgast þessar upplýsingar á sem fljótvirkastan máta.

16. október 2025

Lokað fyrir umferð á Skógarbraut vegna vinnu við hitaveitulögn

Lokað verður fyrir umferð um Skógarbraut á Ísafirði í dag og á morgun, 16. og 17. október.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.