Samið um uppsetningu á nýrri kynslóð af löggiltum varmaorkumælum á Ísafirði

16. apríl 2015

Orkubú Vestfjarða ohf. óskaði nýlega eftir verðtilboðum í mælaskipti á 849 varmaorkumælum á Flateyri, Ísafirði, Patreksfirði, Suðureyri og í Bolungarvík. Mælaskiptunum á að vera lokið fyrir 31.12.2015.

Hægt var að gera verðtilboð í öll mælaskiptin í heild eða fyrir tiltekin svæði sem skiptast þannig:

  1. Ísafjörður 452 mælar
  2. Bolungarvík 129 mælar
  3. Patreksfjörður 117 mælar
  4. Suðureyri 85 mælar
  5. Flateyri 66 mælar


Vestfirskir Verktakar áttu lægsta tilboð í mælaskiptin á Ísafirði og var skrifað undir verksamning við þá  miðvikudaginn 15. apríl 2014.

Verið er að semja um mælaskipti á öðrum stöðum.

Með þessu átaki er verið að skipta út eldri varmaorkumælum, sem settir voru upp á árunum 1992-98, og setja upp nýja kynslóð löggilta fjarálesanlegra mæla framleiddum af Kamstrup í Danmörku.  Orkubúið rekur innra eftirlitskerfi með varmaorkumælum sem er viðurkennt af Neytendastofu.

Á þessu ári er einnig verið að skipta út eldri raforkumælum og í árslok 2015 verða allir raforkumælar af nýrri kynslóð löggiltra sölumæla.

201504-1-1.jpg

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...