Í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna þann 19. júní n.k. hefur Ríkisstjórn Íslands hvatt vinnuveitendur til að gefa starfsmönnum frí frá hádegi þann dag. Af því tilefni hefur Orkubú Vestfjarða ákveðið að starfsstöðvar fyrirtækisins verði lokaðar frá kl. 12:00 og starfsmönnum gefið frí. Nauðsynlegri bakvaktaþjónustu verður viðhaldið á vegum fyrirtækisins.