Rafbílar og rafbílavæðing á Vestfjörðum

20. ágúst 2015

Nú er komið rúmlega eitt ár síðan Orkubúið skipti um rafbíl. Nýji rafbíllinn, sem er af Mitsubishi Miev gerð, hefur reynst mjög vel fyrir utan smávægilega bilun í stjórnbúnaði sem knýr fylgihluti bílsins.

Þó að ekki séu margir rafbílar komnir á Vestfirði þá hefur Orkubúið verið að undirbúa rafbílavæðingu á svæðinu.

Fljótlega tekur Orkubúið í notkun rafpóst á Stakkanesinu og þá geta rafbílaeigendur á svæðinu komið og „fyllt á“. Verið er að vinna að því í samvinnu við fleiri aðila að koma upp öðrum rafpósti á Eyrinni. Einnig er verið að skoða í samvinnu við innlenda og erlenda aðila uppsetningu á rafpóstum á Djúpvegi og hugsanlega fleiri stöðum.

Rafbílavæðingin á Íslandi fór rólega af stað í byrjun aldarinnar og árið 2011 voru aðeins 15 rafbílar skráðir en 27. maí 2015 voru í heildina 463 rafbílar á skrá. (sjá nánar í frétt mbl.is 15.06.2015).

Frá 1-15 ágúst var hlutfall rafbíla í nýskráningum örkutækja 1,37% en 14.52% í nýskráningum notaðra ökutækja samkvæmt Bifreiðatölum á vef Samgöngustofu þ. 20.8.2015.

Þó að þessar tölu séu ekki stórar í hlutfalli við heildarfjölda ökutækja á Íslandi (204.958 í árslok 2014) þá er samt sem áður ljóst að rafbílavæðingin er að hefjast af alvöru á Íslandi. Orkubúið mun að sjálfsögðu fylgjast með þróuninni og halda áfram að undirbúa þjónustu við rafbílaeigendur á Vestfjörðum.

201508-1-1.jpg

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...