Nú líður senn að jólum og líkt og undanfarin ár mun Orkubúið leggja sitt af mörkum til að gera jólaundirbúninginn sem skemmtilegastan og í þetta sinn með skemmtilegum leik þar sem allir virkir viðskiptavinir Orkubúsins eru þátttakendur og glæsileg verðlaun í boði.
Þann 10. desember n.k. verða dregnir út 3 virkir viðskiptavinir, sem fá peningakort að upphæð kr. 50.000.-
Þann 14. desember verður dreginn út einn virkur viðskiptavinur, sem fær peningakort að upphæð kr. 100.000.-
Virkur viðskiptavinur telst vera viðskiptavinur sem kaupir orku af Orkubúi Vestfjarða óháð búsetu.
Undanskildir þátttöku í leiknum eru starfsmenn Orkubúsins og makar þeirra.
Orkubúið býður raforku á samkeppnishæfu verði. Þú getur keypt rafmagn af Orkubúinu hvar sem þú býrð á landinu og það er einfalt og fljótlegt að koma í viðskipti. Þú gætir sparað meira en þig grunar.
Skráðu þig í viðskipti hjá Orkubúinu fyrir 10. eða 14. desember n.k. og vertu með í jólapottinum.