Í ljósi vondrar veðurspár má búast við truflunum á rafmagni í kvöld og til morguns. Spáð er ofsaveðri eða jafnvel fárviðri og er vaxandi vindálag á línur í Vestfjörðum í kvöld og viðvarandi til morguns. Hjá Orkubúi Vestfjarða hefur verið farið yfir allan viðbúnað og er hann eins góður og kostur er.
Gangi veðurspá eftir geta línur slitnað og staurar brotnað. Í þéttbýli er nægjanlegt varaafl fyrir raforkukerfið en bili rafmagnslínur í dreifbýlinu mega notendur búast við að vera án rafmagns þar til unnt er að komast til viðgerða, sem samkvæmt veðurspá verður vart fyrr en síðdegis á morgun.
Orkubúið mun birta upplýsingar um truflanir í raforkukerfin á heimasíðu sinni www.ov.is, Facebook og Twitter svo fljótt sem kostur er. Einnig verður hægt að fá upplýsingar í síma OV 450-3211 meðan veðrið geysar.
Förum varlega og höldum okkur innanhúss. Vonandi fer allt á besta veg.