Orkuvinnsla virkjana

01. desember 2015

201512-3-1.jpgOrkuvinnsla virkjana OV hefur gengið vel það sem af er ári.  Nú þegar einn mánuður er eftir af árinu, þá er framleiðslan komin í 87 GWh, sem er meira en allt árið 2013 og 2014 sem voru óvenju slök.  Varlega áætlað þá má búast við 93 GWh ársframleiðslu, sem er met.  Mesta framleiðslan fram að þessu var 2012 eða 90 GWh og 2007 89 GWh.

Í sjálfu sér segir þessi upptalning langt aftur í tímann ekki mikla sögu.  Nýjar virkjanir eins og Tungudalsvirkjun 2004 og Mjólká III 2010 bætast við framleiðsluna þegar þær taka til starfa óháð góðu eða slæmu vatnsári.  Síðan hefur endurbygging starfandi virkjana eins og Mjólká II frá 2011 skilað sér í framleiðslu að fullu frá 2012.  Gamla vélin var minni og í góðu vatnsári fór meira vatn á yfirfall en nú.

Hástökkvari ársins er Þverárvirkjun.  Nú þegar er vinnsla virkjunarinnar komin í 7,8 GWh, en var 5 GWh allt árið í fyrra sem var það slakasta frá því virkjunin var endurbyggð og tekinn í rekstur fyrir árslok 2001.  Meðaltalsframleiðslan þessi 13 ár er 6,3 GWh og metið er frá 2007 eða 8,7 GWh.  Góð vatnastaða er í lóninu og það á eftir að koma í ljós hvað mikið af forðanum verður nýtt í desember.  Hvort met verður slegið þar á eftir að koma í ljós.

Orkusvið 1. Des 2015
Sölvi R Sólbergsson

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...