Stafsstöðvar OV lokaðar öðrum en starfsmönnum

24. mars 2020

Til að draga úr líkum á smiti starfsmanna af COVID 19 veirunni hefur starfsstöðvum Orkubúsins verið lokað fyrir öðrum en starfsmönnum fyrirtækisins.  Viðskiptavinir geta að sjálfsögðu verið í síma- og tölvusambandi við fyrirtækið áfram.  Aðalnúmer fyrirtækisins er 450-3211 en bilanir tilkynnist í síma 450-3200.  Ýmsar þjónustubeiðnir er einfalt að senda inn í gegnum heimasíðuna www.ov.is .

Starfsemi Orkubús Vestfjarða hefur á undaförnum vikum tekið mið af viðbragðsáætlun fyrirtækisins vegna farsóttar.  Viðbragðsstigið hefur færst af óvissustigi á hættustig.  Þann 9. mars var aðgerðarstigið svo uppfært á neyðarstig.  Reynt er að halda áhrifum þessa á viðskiptavini fyrirtækisins í algjöru lágmarki, en ýmsum verkefnum sem ekki eru talin brýn verður frestað um einhverjar vikur.  Áhrifin á starfsemina innan fyrirtækisins eru margvísleg.  Starfsmönnum hefur verið skipt upp í aðskilda hópa sem ekki hittast og lokað hefur verið á milli deilda innan starfsstöðva þar sem því verður við komið.  Hluti starfsmanna vinnur heima hverju sinni og fundir eru haldnir með fjarfundabúnaði.   

16. október 2025

Lokað fyrir umferð á Skógarbraut vegna vinnu við hitaveitulögn

Lokað verður fyrir umferð um Skógarbraut á Ísafirði í dag og á morgun, 16. og 17. október.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.