Raforkumál á Vestfjörðum í ársskýrslu Landsnets

26. apríl 2016

Nýlega var birt ársskýrsla Landsnets fyrir árið 2015. Þar koma fram nokkur atriði sem tengjast raforkumálum á Vestfjörðum.

Varaflskeyrsla Landsnets hefur tífaldast á þremur árum og var stór hluti varaaflskeyrslu  á síðasta ári vegna óveðursins í desember á Vestfjörðum og Norðausturlandi. Flutningskerfið er víða yfirlestað og snjallnetið og aukin keyrsla varaafls eru tímabundnar lausnir sem hvorki auka flutningsgetu eða áreiðanleika til langs tíma.

201604-2-1.jpg

2015 var fyrsta heila árið sem varaaflstöðin í Bolungarvík var í rekstri. Straumleysismínútur á Vestfjörðum til forgangsnotenda voru 64,5 en hefðu verið 117 mínútur ef snjallnetsins, sem stýrir ræsingu vélanna, hefði ekki notið við. Sem dæmi er nefnt í ársskýrslunni að skerðing vegna útsláttar á Mjólkárlínu 12.2.2014 var metin um 25 MWst en skerðing vegna sambærilegrar truflunar 11.3.2015 var einungis 0,36 MWst vegna hraðvirkni snjallnetsstýringa. Hinsvegar hefur straumleysi notenda með ótrygga orku aukist.

Þess má geta að á þessu ári bætir Landsnet við einum 132/66 kV spenni við tengivirkið í Mjólká þar sem núverandi spennir er flöskuháls í flutningi raforku til Vestfjarða.

Fyrir þá sem áhuga hafa á raforkumálum þá er ársskýrsla Landsnets hafsjór af fróðleik um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi og efni því tengdu og inniheldur mikið myndefni. Árskýrslan er aðgengileg  á þessari vefslóð.

Varaaafl og snjallnet á Vestfjörðum from Landsnet on Vimeo.

29. desember 2021

Virkjun í Vatnsfirði veitir meira öryggi en tvöföldun flutningslínu

Í nýrri skýrslu „Áreiðanleiki afhendingar á Vestfjörðum“ sem verkfræðistofan EFLA hefur unnið fyrir...

14. desember 2021

Vilja vera fyrirmynd þegar kemur að orkuskiptum í sjávarútvegi

Vestfirðingar ætla sér að verða leiðandi í orkuskiptum í sjávarútvegi. Það á að gera með því...

19. nóvember 2021

Orkubúið ræktar vottaðan kolefnisskóg í Arnarfirði

Orkubú Vestfjarða hefur gert verksamning við Skógræktina um ráðgjöf vegna þróunar...