Mjólká I stöðvuð í gær 15. ágúst

16. ágúst 2016

Á árinu 1956 hófust virkjunarframkvæmdir í Mjólká og tveimur árum seinna var 2,4 MW Pelton vél sett í gang.  Í gær var hafist handa við að rífa hluta af þessari öldnu vél frá 1958 svo hægt væri að breyta pípunni og tengja inná nýju vélina.  Fyrr í sumar var lokið við að steypa hana niður og eftir er að sjóða 4 metra beygjustykki frá henni til að tengja núverandi pípu sem verður notuð í einhver ár til viðbótar.  Sömuleiðis á eftir að leggja alla kapla að og frá vélinni. 

Stefnt er að ljúka allri grófri vinnu fyrir næstu mánaðarmót og að þurrprófun vélarinnar geti orðið um miðjan september.  Gangi þetta eftir, þá ætti nýja vélin að vera komin í fullan rekstur fyrir lok september.

201608-2-1.jpg

201608-2-2.jpg

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.

22. ágúst 2025

Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri...