Mjólká I komin í rekstur

04. nóvember 2016

Nú er helstu prófunum lokið og vélin farin að framleiða á fullu. Síðast liðna nótt var sú fyrsta sem vélin framleiddi án viðveru tæknimanna. Væntanlega verður síðasti fulltrúi frá vélframleiðanda farin í næstu viku. Fyrsta kWst var framleidd 1. nóvember.

201611-4-1.jpg

Seinkun var um einn mánuð að koma vélinni í rekstur. Vélin sjálf reyndist mjög góð og stenst allar væntingar. Tafir voru hinsvegar vegna hjálparkerfanna sem tók tíma að bæta. Hámarks afl vélarinnar er 2,8 MW sem er 0,4 MW meira en sú gamla. Vélin er stærri eða 3 MW. Núverandi pípa er orðin tæplega 60 ára gömul og innan ekki of margra ára verður hún endurnýjuð með trefjaplast pípu, sem hefur mun minna viðnám en hrjúf stálpípa. Hönnunarforsendur vélarinnar taka mið af nýrri pípu og það er ekki fyrr en að þeirri endurnýjun lokinni að hægt verður að komast í 3 MW.

Orkusvið 4. nóvember
Sölvi R Sólbergsson

22. janúar 2025

Skipta virkjanir og staðsetning þeirra máli?

Virkjun vatnsafls og jarðhita á Íslandi hefur skilað Íslandi óumdeildu forskoti í orkuskiptum yfir...

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...