Tilkynning um rafmagnstruflanir á Vestfjörðum

14. desember 2016

Vegna vinnu við prófanir og stillingar díselvéla í varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík, má búast við rafmagnstruflunum dagana 15. og 16. desember n.k. frá kl. 01:00 til kl. 05:00.

Varaaflsvélar Landsnets í Bolungarvík hafa ekki virkað eins og vera skildi í nokkrum útleysingum í haust og því hefur verið unnið að lagfæringum á þeim undanfarið. Vegna þessa er nú nauðsynlegt að fara í keyrsluprófanir vélanna með aðstoð uppsetningaraðila.

Umfang truflana (nokkur skammvinn rafmagnsleysi) verður mest í Bolungarvík, en einnig má búast við truflunum annarstaðar á Vestfjörðum.

Tilkynnt verður á heimasíðu Orkubús, ov.is um leið og prófunum næturinnar er lokið.

03. júlí 2025

Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í viðbyggingu á Ísafirði og nýbyggingu í Súðavík

2025-04 – Viðbygging Skeiði 7, Ísafirði og ný spennistöð Langeyri, Súðavík

15. maí 2025

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða 2025

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði föstudaginn 16. maí...

25. apríl 2025

70 samfélagsstyrkjum úthlutað í ár

Í dag, föstudaginn 25.apríl úthlutaði Orkubú Vestfjarða samfélagsstyrkjum 2025, en í ár bárust yfir...