Ný tækni við samsetningu hitaveituröra

28. febrúar 2017

Nú í febrúar mánuði tóku starfsmenn vinnuflokks á svæði 1 , nánar tiltekið í kyndistöðinni á Ísafirði, í notkun nýja tækni við samsetningu hitaveituröra.  Hingað til hefur ýmist verið rafsoðið eða logsoðið en með nýju tækninni eru stálhólkar pressaðir uppá stálrörin.

Mikill tímasparnaður vinnst með tilkomu nýju tækninnar við samsetningu hitaveituröra. Það felst meðal annars í því að ekki þarf að grafa djúpar holur þar sem starfsmaðurinn þarf ekki að komast undir lögnina til að raf-eða logsjóða. Einnig þarf ekki að tæma lögnina og þurrka áður en byrjað er.

Ein samsetning sem hingað til hefur kannski tekið 30 mín tekur nú einungis 2-3 mínútur.

Þetta er líka stórbætt þjónusta við viðskiptavini OV þar sem heildartími lokunar á heitavatninu minnkar til muna.

201702-1-1.jpg

201702-1-2.jpg

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.

22. ágúst 2025

Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri...