Ný tækni við samsetningu hitaveituröra

28. febrúar 2017

Nú í febrúar mánuði tóku starfsmenn vinnuflokks á svæði 1 , nánar tiltekið í kyndistöðinni á Ísafirði, í notkun nýja tækni við samsetningu hitaveituröra.  Hingað til hefur ýmist verið rafsoðið eða logsoðið en með nýju tækninni eru stálhólkar pressaðir uppá stálrörin.

Mikill tímasparnaður vinnst með tilkomu nýju tækninnar við samsetningu hitaveituröra. Það felst meðal annars í því að ekki þarf að grafa djúpar holur þar sem starfsmaðurinn þarf ekki að komast undir lögnina til að raf-eða logsjóða. Einnig þarf ekki að tæma lögnina og þurrka áður en byrjað er.

Ein samsetning sem hingað til hefur kannski tekið 30 mín tekur nú einungis 2-3 mínútur.

Þetta er líka stórbætt þjónusta við viðskiptavini OV þar sem heildartími lokunar á heitavatninu minnkar til muna.

201702-1-1.jpg

201702-1-2.jpg

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...