Fyrsta skóflustunga tekin að lagningu háspennustrengs vegna Dýrafjarðarganga

23. maí 2017

Í síðustu viku var fyrsta skóflustunga tekin að lagningu 11 kV háspennustrengs, sem til að byrja með mun þjóna verktökum við Dýrafjarðagöng. Gámþjónusta Vestfjarða sér um framkvæmd verksins og Tækniþjónusta Vestfjarða mun sinna eftirliti.

Um er að ræða 11.5 km langan jarðstreng sem sinnir mikilvægu hlutverki vegna vinnubúða og framkvæmda í Dýrafjarðargöngum. Eftir að framkvæmdum við göngin lýkur verður strengurinn nýttur til að flytja raforku frá Mjólká að Þingeyri.

201705-1-2.jpg

Í sömu framkvæmd verður sá hluti einfasa loftlínu, sem liggur frá Hvammi að Dýrafjarðarbrú fjarlægður, og nýr rafstrengur mun leysa loftlínuna af hólmi. Þá mun Neyðarlínan leggja ljósleiðara meðfram jarðstrengnum og því mun  íbúum á þessu svæði gefast kostur á tengingu við ljósleiðara innan tíðar. Áætluð verklok eru í ágústmánuði á þessu ári.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.

22. ágúst 2025

Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri...