Góð mæting á opinn ársfund Orkubús Vestfjarða

17. maí 2017

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða var haldinn 16. maí í tengslum við aðalfund félagsins sama dag.

Á fundinum fór formaður stjórnar Orkubúsins Viðar Helgason yfir málefni félagsins frá sjónarhóli stjórnar, en Elías Jónatansson, orkubússtjóri greindi frá helstu verkfefnum síðasta rekstrarárs og þeim verkefnum sem eru á döfinni hjá Orkubúinu á árinu 2017.  Góð mæting var á fundinn en fundarmönnum var boðið upp á hádegismat undir umræðum.  Að framsögum loknum var opnað á fyrirspurnir frá fundarmönnum og urðu nokkrar umræður í kjölfarið. Ársskýrsla Orkubús Vestfjarða árið 2016 er komin á vefinn og er þar að finna gott yfirlit um reksturinn og starfsemina á árinu.

Hagnaður af rekstri Orkubús Vestfjarða var 96,5 milljónir króna á árinu 2016,  en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði  (EBITDA) var 487  milljónir króna.  Veltufé frá rekstri var 502 milljónir króna.  Heildareignir Orkubús Vestfjarða nema 8,2 milljörðum króna, en skuldir og skuldbindingar 2,4 milljörðum.  Eigið fé félagsins er 5,8 milljarðar eða 71% og eiginfjárstaðan er því sterk.

201705-3-2.jpg

Í máli orkubússtjóra kom fram að helstu áskoranirnar sem Orkubúið stendur frammi fyrir eru aukin arðsemi félagsins og aukning á eigin orkuöflun.

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...