Vel heppnaðir kynningarfundir á Hólmavík og Patreksfirði

02. júní 2017

Í síðustu viku voru í fyrsta sinn haldnir opnir kynningarfundir á Hólmavík og Patreksfirði í tengslum við ársfund Orkubúsins, sem haldinn var 16. maí sl. Góð mæting var á báðum stöðum og fundirnir tókust mjög vel. Almenn ánægja var meðal fundarmanna með þetta nýja fyrirkomulag.

201706-2-1.png

Stjórnarformaður og orkubússtjóri sögðu frá starfsemi félagsins á liðnu ári, nýjungum í þjónustu, stöðu orkuöflunar á Vestfjörðum og svöruðu ásamt stjórnendum Orkubúsins spurningum fundarmanna.

 201706-2-2.png

Nokkrar umræður voru m.a. um möguleika á jarðhita til kyndingar á Drangsnesi og Hólmavík og um jarðhitasvæðið á Reykhólum og möguleikum þar til atvinnuuppbyggingar því tengdu.

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...