Gjaldskrárhækkun hitaveitu um 2,5 til 7%

01. júní 2017

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest breytingar á gjaldskrá Orkubús Vestfjarða fyrir hitaveitur, bæði rafkyntar hitaveitur og jarðvarmaveitur.  Hækkanirnar taka gildi frá og með deginum í dag 1. júní.

Hækkunin nemur 7% á alla taxta hitaveitunnar að undanskildum taxta fyrir rúmmetragjald hitaveitu á Reykhólum sem hækkar um 2,5%.

Verðskrá hitaveitunnar hefur verið óbreytt frá 1. september 2015. 

Rétt er að taka fram að hækkunin hefur ekki áhrif á notendur sem eru með beina rafhitun.

Orkubú Vestfjarða

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.

22. ágúst 2025

Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri...