Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða

08. maí 2018

Opinn Ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn í Félagsheimilinu í Bolungarvík þriðjudaginn 15. maí kl. 17:00.

Stjórnarformaður Orkubúsins Viðar Helgason og Elías Jónatansson orkubússtjóri munu fara yfir rekstur Orkubúsins á síðasta ári og önnur mál sem tengjast rekstri og málefnum Orkubúsins.

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur verður með sögulegt yfirlit um stofnun fyrirtækisins og fyrstu ár þess, en þann 1. janúar sl. voru liðin 40 ár frá því að það hóf rekstur.

Þá mun Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri flytja erindi um raforkumál Vestfirðinga í nútíð og framtíð.

Fundarmönnum mun gefast kostur á að koma með fyrirspurnir til framsögumanna.

Að framsögunum loknum verða bornar fram léttar veitingar sem gestir fá að njóta við létta og seiðandi tónlist Baldurs Geirmundssonar og félaga.

Fundurinn er öllum opinn.

16. október 2025

Lokað fyrir umferð á Skógarbraut vegna vinnu við hitaveitulögn

Lokað verður fyrir umferð um Skógarbraut á Ísafirði í dag og á morgun, 16. og 17. október.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.