Orkuvitund

04. september 2020

Orkubú Vestfjarða hefur unnið að því, síðustu mánuði, að færa reikningagerðina fyrr í mánuðinn, allir viðskiptavinir eru því með sama gjalddaga og eindaga í byrjun mánaðar. Einnig hefur verið unnið að því að að færa allar veitur í uppgjör í september og október. Viðskiptavinir eiga því von á að fá uppgjörsreikning til greiðslu í október og nóvember.

Það sem við höfum séð, hingað til, er að það sem af er af árinu 2020 er mun líkara árinu 2018 hvað varðar notkun hjá viðskiptavinum. Hins vegar var árið 2019 ögn hlýrra og því minni notkun það ár. Einhverjir viðskiptavinir geta því búist við að fá uppgjör í ár og í framhaldi mun áætlun hækka að einhverju leyti.

Við hvetjum viðskiptavini til að fylgjast með notkuninni sinni. Það er alveg óþarfi að eyða meira en maður notar þegar kemur að þessum málum. Orkubúið hefur unnið, síðustu ár, að því að gera gögn aðgengileg með "mínum síðum" inn á minarsidur.ov.is og þar er hægt að fylgjast með notkun.

09. október 2020

Jafnlaunavottun Orkubús Vestfjarða

Orkubú Vestfjarða hefur hlotið jafnlaunavottun. Jafnlaunastefna Orkubúsins var unnin og samþykkt...

17. september 2020

Tilkynning frá Landsneti og Orkubúi Vestfjarða

Alvarlegt slys í tengivirki í Breiðadal. Rétt fyrir klukkan þrjú í dag varð alvarlegt rafmagnsslys...

29. maí 2020

Aðalfundur Orkubús Vestfjarða 2020

Aðalfundur Orkubús Vestfjarða fór fram í gær 28. maí.  Fundurinn var að því leyti óvenjulegur...