Gengið verður til samninga um sölu á hlut Orkubúsins í Landsneti

25. febrúar 2021

Orkubú Vestfjarða hefur samþykkt viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um sölu á 5,98% eignarhlut sínum í Landsneti til ríkisins.  Orkubússtjóri skrifaði undir yfirlýsinguna f.h. Orkubúsins á þriðjudaginn, 23. febrúar, í umboði stjórnar fyrirtækisins, en fyrir hönd ríkissjóðs voru það fjármálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem skrifuðu undir.

Á sama tíma voru undirritaðar sambærilegar viljayfirlýsingar af hálfu ríkisins við Landsvirkjun sem á 64,73% hlut, RARIK sem á 22,51% hlut og Orkuveitu Reykjavíkur sem á 6,78% hlut í Landsneti.

Breyting á eignarhaldi Landsnets hefur verið til skoðunar um langt skeið og er í góðu samræmi við nýsamþykkta orkustefnu fyrir Ísland, „Sjálfbær orkuframtíð, Orkustefna til ársins 2050“, en stefnan var kynnt í október 2020.  Breytingin sem þýðir að eignarhaldið er hlutlaust, er talin vera mikilvæg til að tryggja gegnsæi og jafnræði á raforkumarkaði.  Stefnt er að því að ljúka samningum síðar á þessu ári.

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...