Gengið verður til samninga um sölu á hlut Orkubúsins í Landsneti

25. febrúar 2021

Orkubú Vestfjarða hefur samþykkt viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um sölu á 5,98% eignarhlut sínum í Landsneti til ríkisins.  Orkubússtjóri skrifaði undir yfirlýsinguna f.h. Orkubúsins á þriðjudaginn, 23. febrúar, í umboði stjórnar fyrirtækisins, en fyrir hönd ríkissjóðs voru það fjármálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem skrifuðu undir.

Á sama tíma voru undirritaðar sambærilegar viljayfirlýsingar af hálfu ríkisins við Landsvirkjun sem á 64,73% hlut, RARIK sem á 22,51% hlut og Orkuveitu Reykjavíkur sem á 6,78% hlut í Landsneti.

Breyting á eignarhaldi Landsnets hefur verið til skoðunar um langt skeið og er í góðu samræmi við nýsamþykkta orkustefnu fyrir Ísland, „Sjálfbær orkuframtíð, Orkustefna til ársins 2050“, en stefnan var kynnt í október 2020.  Breytingin sem þýðir að eignarhaldið er hlutlaust, er talin vera mikilvæg til að tryggja gegnsæi og jafnræði á raforkumarkaði.  Stefnt er að því að ljúka samningum síðar á þessu ári.

23. júní 2022

Verðkönnun á plægingu og jarðvinnu sumarið 2022

Orkubú Vestfjarða og Snerpa ehf óska eftir við jarðvinnuverktaka að þeir gefi einingaverð...

21. maí 2022

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða 2022

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn á Hótel Ísafirði miðvikudaginn 25. maí kl. 12:00

11. maí 2022

Orkubú Vestfjarða styður Skjaldaborgarhátíðina

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda og Orkubú Vestfjarða endurnýjuðu á dögunum...