Orkubú Vestfjarða ohf. óskar eftir tilboðum í lagningu jarðstrengja og hitaveitulagna. Mjósund-Æðartangi
Útboðið felur í sér jarðvinnu vegna lagningar á jarðstrengjum, ídráttarrörum og hitaveiturörum, frágang lagna ofan í skurðstæði, söndun og frágang. Hífingar á hitaveiturörum og flutningur á efni frá lager Orkubús Vestfjarða að verkstað.
Helstu verkþættir eru:
• Söndun, gröftur og brottflutningur efnis
• Lagning jarðvírs
• Flutningur, útdráttur og niðurlagning jarðstrengja
• Flutningur og niðurlögn á hitaveitulögnum
• Lagning ljósleiðararöra og viðvörunarborða
• Yfirfylling
• Yfirborðsfrágangur
• Frágangur í samræmi við fyrirmæliverkgagna og eftirlitsaðila
Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá og með 8.apríl 2022. Hægt er að panta gögnin á netfangi: utbod@ov.is
Einnig er hægt að skila tilboðum inn rafrænt á ofangreint netfang eða í lokuðu umslagi til innkaupastjóra Orkubús Vestfjarða Stakkanesi 1 Ísafirði fyrir klukkan 11:00, 29.apríl 2022 og verða þau þá opnuð í fundarherbergi OV að viðstöddum þeim bjóðendum sem mættir eru og fulltrúum Orkubús Vestfjarða.