Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða 2022

21. maí 2022

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn á Hótel Ísafirði miðvikudaginn 25. maí kl. 12:00.

Á fundinum munu þeir Illugi Gunnarsson, stjórnarformaður Orkubúsins og Elías Jónatansson orkubússtjóri fara yfir þau mál sem eru í brennidepli hjá fyrirtækinu þessa stundina, helstu framkvæmdir og afkomutölur ársins 2021.  Þá mun Sölvi R. Sólbergsson framkvæmdastjóri Orkusviðs kynna hugmyndir fyrirtækisins um Vatnsfjarðarvirkjun.

Fundarmönnum verður gefinn kostur á að koma með fyrirspurnir til framsögumanna.

Ársfundurinn er öllum opinn og verður fundargestum boðið upp á súpu á staðnum.

Áætlað er að fundurinn standi til kl. 13:30.

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...