Verðkönnun á plægingu og jarðvinnu sumarið 2022

23. júní 2022

Orkubú Vestfjarða og Snerpa ehf óska eftir við jarðvinnuverktaka að þeir gefi einingaverð í plægingu á jarðstrengjumog jarðvinnu árið 2022.

Um er að ræða plægingu jarðstrengja á eftirtöldum stöðum.

• Frá Tungu í Valþjófsdal að Ingjaldssandi 11-14km.
• Frá Langeyri í Álftafirði að Svarthamri 4,5 km.
• Arnarfjörður frá Hvestudal að Feigsdal um 9 km
• Staðardalur í Súgandafirði 1,5 2km.
• Önnur smærri verkefni í dreifbýli.

Um er að ræða lagningu á 50q 11KV háspennustreng um 4,5cm í þvermál og ljósleiðarastreng 1,4cm í þvermál á stofnleiðum. Heimtaugar 400 volt eru um 2cm í þvermál og alla jafna lagðir frá dreifispennum að afhendingarstað rafmagns en með heimtaug er lagt ljósleiðararör sem er allt að 2cm eða jarðstrengur með ljósleiðurum. Næst dreifispennum er jarðvír 25q sem er 70-200 metra langur plægður með strengjumVerktaki þarf ekki að bjóða í tiltekið magn en getur tilgreint magn eða einstök verkefni eða hluta verkefna ef óskað er.

Nánari upplýsingar eru að finna í lýsingu á verðkönnuninni. Óski verktaki eftir gögnum eða frekari upplýsingum skal hafa samband á netfangið utbod@ov.is í síðasta lagi 30. júní 2022. 

Skilafrestur þessarar verðkönnunar er til og með 3.júlí 2022 og skal gögnum skilað á netfangið utbod@ov.is.

01. desember 2022

Að virkja og vernda loftslag – hvar á að virkja ?

Orkuskiptin kalla á vangaveltur um hvort þörf sé á nýjum virkjunum.  Ef útrýma á jarðefnaeldsneyti...

28. nóvember 2022

Þrjár nýjar hleðslustöðvar

Nú hafa verið teknar í notkun þrjár nýjar hleðslustöðvar hjá Orkubúi Vestfjarða, tvær á Hvítanesi...

14. nóvember 2022

Ný kynslóð af raforkumælum í Súðavík

Árið 2005 hóf Orkubúið innleiðingu á snjallmælum fyrst veitna.