Lagning jarðstrengja í dreifbýli sumarið 2022

07. júlí 2022

Orkubú Vestfjarða áætlar samkvæmt venju að plægja niður jarðstrengi í sumar.  Líkt og undanfarin ár erum við í góðu samstarfi við Snerpu ehf.  um þessi verkefni við bæði þrífösun rafmagns og lagningu ljósleiðara. 

Nýverið fóru fyrirtækin í verðkönnun vegna nokkurra verkefna og tóku sex aðilar þátt en ákveðið hefur verið að leita til Þotunnar ehf. vegna verkefna á Ingjaldssandi og í Álftafirði, verktaki sem annast lagningu vatnslagnar fyrir Ísafjarðarbæ í Staðardal mun einnig annast verkefni OV og Snerpu í Staðardal.

Dæmi um samstarfsverkefni Snerpu og OV í ár er að gert ráð fyrir að fara frá Tungu í Valþjófsdal, Önundarfirði upp á Klúkuheiði og niður á Ingjaldssand. Einnig verður framkvæmt í Súgandafirði þar sem verður farið frá Suðureyri, út fyrir Spilli að bæjunum Stað og Bæ.

í Álftafirði verður farið með þrjá fasa frá Langeyri inn að Svarthamri.
Í Arnarfirði verður farið frá Hvestudal að Bakkadal.
Á ströndum verður haldið áfram með þrífösun í Árneshreppi og í ár verður farið frá Djúpuvík út Reykjafjörð, vonandi sem lengst áleiðis að Norðurfirði. Í Gufudalssveit er umfangsmikil vegagerð í gangi og þar er Orkubúið í samstarfi og leggur þriggja fasa streng í alla nýja vegi.

Þar sem Orkubú plægir þriggja fasa jarðstreng er ljósleiðari settur með í plóg. Samstarfsaðilar eru sveitarfélög og fjarskiptafyrirtæki og má þar nefna t.d. Mílu og Radíóver.

Á undanförnum árum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á að koma eins miklu í jörð eins og kostur er og víðast hvar á starfssvæði Orkubúsins hefur afhendingaröryggi aukist gríðarlega með lagningu jarðstrengja.
Á næstu árum verður haldið áfram í þessari vegferð því enn er verk að vinna þó að sannarlega séu margar loftlínur sem voru til trafala nú úr sögunni.

 Plæging

02. júní 2023

Úthlutun samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2023

Orkubú Vestfjarða hefur úthlutað samfélagsstyrkjum 2023.

30. maí 2023

Hagnaður af rekstri Orkubúsins

Orkubú Vestfjarða skilaði 196 millj. króna hagnaði á árinu 2022 í samanburði við 329 millj...

22. maí 2023

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða 2023

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði fimmtudaginn...