Lagning jarðstrengja í dreifbýli sumarið 2022

07. júlí 2022

Orkubú Vestfjarða áætlar samkvæmt venju að plægja niður jarðstrengi í sumar.  Líkt og undanfarin ár erum við í góðu samstarfi við Snerpu ehf.  um þessi verkefni við bæði þrífösun rafmagns og lagningu ljósleiðara. 

Nýverið fóru fyrirtækin í verðkönnun vegna nokkurra verkefna og tóku sex aðilar þátt en ákveðið hefur verið að leita til Þotunnar ehf. vegna verkefna á Ingjaldssandi og í Álftafirði, verktaki sem annast lagningu vatnslagnar fyrir Ísafjarðarbæ í Staðardal mun einnig annast verkefni OV og Snerpu í Staðardal.

Dæmi um samstarfsverkefni Snerpu og OV í ár er að gert ráð fyrir að fara frá Tungu í Valþjófsdal, Önundarfirði upp á Klúkuheiði og niður á Ingjaldssand. Einnig verður framkvæmt í Súgandafirði þar sem verður farið frá Suðureyri, út fyrir Spilli að bæjunum Stað og Bæ.

í Álftafirði verður farið með þrjá fasa frá Langeyri inn að Svarthamri.
Í Arnarfirði verður farið frá Hvestudal að Bakkadal.
Á ströndum verður haldið áfram með þrífösun í Árneshreppi og í ár verður farið frá Djúpuvík út Reykjafjörð, vonandi sem lengst áleiðis að Norðurfirði. Í Gufudalssveit er umfangsmikil vegagerð í gangi og þar er Orkubúið í samstarfi og leggur þriggja fasa streng í alla nýja vegi.

Þar sem Orkubú plægir þriggja fasa jarðstreng er ljósleiðari settur með í plóg. Samstarfsaðilar eru sveitarfélög og fjarskiptafyrirtæki og má þar nefna t.d. Mílu og Radíóver.

Á undanförnum árum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á að koma eins miklu í jörð eins og kostur er og víðast hvar á starfssvæði Orkubúsins hefur afhendingaröryggi aukist gríðarlega með lagningu jarðstrengja.
Á næstu árum verður haldið áfram í þessari vegferð því enn er verk að vinna þó að sannarlega séu margar loftlínur sem voru til trafala nú úr sögunni.

 Plæging

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...