Ný 150 kW. hraðhleðslustöð í Bjarkalundi

28. júlí 2022

Í dag var tekin í notkun hjá Orkubúi Vestfjarða sjöunda hraðhleðslustöðin, það er 150 kW. stöð í Bjarkalundi. Stöðin er með tvö CCS tengi og getur einn bíll hlaðið á 150 kW. en ef tveir bílar eru samtímis í hleðslu geta þeir hlaðið á 75 kW. hvor um sig.

Í Bjarkalundi er einnig 50 kW. stöð með CCS og CHAdeMO tengi ásamt 22 kW. AC tengi.

Á Hólmavík eru samskonar stöðvar og eru í Bjarkalundi.

Á Ísafirði er 150 kW. stöð með tvö CCS tengi, á Patreksfirði og í Flókalundi eru 50 kW. stöðvar með CCS og CHAdeMO tengi ásamt 22 kW. AC tengi.

Við Reykjanes í Ísafjarðardjúpi er 22 kW. AC stöð.

20220728_094905.jpg

01. desember 2022

Að virkja og vernda loftslag – hvar á að virkja ?

Orkuskiptin kalla á vangaveltur um hvort þörf sé á nýjum virkjunum.  Ef útrýma á jarðefnaeldsneyti...

28. nóvember 2022

Þrjár nýjar hleðslustöðvar

Nú hafa verið teknar í notkun þrjár nýjar hleðslustöðvar hjá Orkubúi Vestfjarða, tvær á Hvítanesi...

14. nóvember 2022

Ný kynslóð af raforkumælum í Súðavík

Árið 2005 hóf Orkubúið innleiðingu á snjallmælum fyrst veitna.