Ný 150 kW. hraðhleðslustöð í Bjarkalundi

28. júlí 2022

Í dag var tekin í notkun hjá Orkubúi Vestfjarða sjöunda hraðhleðslustöðin, það er 150 kW. stöð í Bjarkalundi. Stöðin er með tvö CCS tengi og getur einn bíll hlaðið á 150 kW. en ef tveir bílar eru samtímis í hleðslu geta þeir hlaðið á 75 kW. hvor um sig.

Í Bjarkalundi er einnig 50 kW. stöð með CCS og CHAdeMO tengi ásamt 22 kW. AC tengi.

Á Hólmavík eru samskonar stöðvar og eru í Bjarkalundi.

Á Ísafirði er 150 kW. stöð með tvö CCS tengi, á Patreksfirði og í Flókalundi eru 50 kW. stöðvar með CCS og CHAdeMO tengi ásamt 22 kW. AC tengi.

Við Reykjanes í Ísafjarðardjúpi er 22 kW. AC stöð.

20220728_094905.jpg

28. júlí 2022

Úthlutun samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2022

Orkubú Vestfjarða hefur úthlutað samfélagsstyrkjum 2022.

07. júlí 2022

Lagning jarðstrengja í dreifbýli sumarið 2022

Orkubú Vestfjarða áætlar samkvæmt venju að plægja niður jarðstrengi í sumar.  Líkt og undanfarin...

23. júní 2022

Verðkönnun á plægingu og jarðvinnu sumarið 2022

Orkubú Vestfjarða og Snerpa ehf óska eftir við jarðvinnuverktaka að þeir gefi einingaverð...