Ný 150 kW. hraðhleðslustöð í Bjarkalundi

28. júlí 2022

Í dag var tekin í notkun hjá Orkubúi Vestfjarða sjöunda hraðhleðslustöðin, það er 150 kW. stöð í Bjarkalundi. Stöðin er með tvö CCS tengi og getur einn bíll hlaðið á 150 kW. en ef tveir bílar eru samtímis í hleðslu geta þeir hlaðið á 75 kW. hvor um sig.

Í Bjarkalundi er einnig 50 kW. stöð með CCS og CHAdeMO tengi ásamt 22 kW. AC tengi.

Á Hólmavík eru samskonar stöðvar og eru í Bjarkalundi.

Á Ísafirði er 150 kW. stöð með tvö CCS tengi, á Patreksfirði og í Flókalundi eru 50 kW. stöðvar með CCS og CHAdeMO tengi ásamt 22 kW. AC tengi.

Við Reykjanes í Ísafjarðardjúpi er 22 kW. AC stöð.

20220728_094905.jpg

22. janúar 2025

Skipta virkjanir og staðsetning þeirra máli?

Virkjun vatnsafls og jarðhita á Íslandi hefur skilað Íslandi óumdeildu forskoti í orkuskiptum yfir...

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...