Gjaldskrá Orkubús Vestfjarða 1. janúar 2023

13. janúar 2023

Gjaldskrá Orkubús Vestfjarða hækkar frá og með 1. janúar 2023.

Ástæða hækkunarinnar er 9,4% hækkun á öllum rekstrarkostnaði Orkubúsins vegna verðlagsbreytinga. Innifalið í hækkuninni er breytingar vegna 9,9% hækkunar á flutningsgjaldi Landsnets sem tók gildi 1. janúar 2023.

Dreifing og flutningur raforku

  • Gjaldskrá í þéttbýli hækkar um 8%
  • Gjaldskrá í dreifbýli hækkar um 11%
  • Fastagjald hækkar um 8% og aðrir liðir 10%

Orkubú Vestfjarða starfar undir eftirliti Orkustofnunar þar sem dreifing á rafmagni er sérleyfisstarfssemi og reiknar Orkustofnun árlega leyfðar tekjur Orkubús Vestfjarða og ber saman við raunverulegar tekjur af rekstri dreifiveitustarfseminnar. Orkubúið hefur ekki nýtt sér að fullnýta þann tekjuramma sem Orkustofnun úthlutar fyrirtækinu.

Hitaveitu gjaldskrá

  • Gjaldskrá fyrir heitt vatn hækkar um 11% fyrir fjarvarmaveitur.

Orkubúið hækkar verð á hitaveitu til þess að mæta auknum kostnaði í rekstri fjarvarmaveitna en innkaupaverð raforku frá Landsvirkjun hefur hækkað um 11% frá 2022.

  • Gjaldskrá jarðvarmaveitu á Reykhólum hækkar um 5% - rúmmetragjald fellur út og verður nú eingöngu rukkað fyrir KWh en ekki rúmmetra eins og hefur verið gert.

Formbreyting á gjaldskrá jarðvarmaveitna er ekki talin hafa veruleg áhrif á neytendur.

Almenn þjónustu- og tengigjöld hækka um 10 - 11%

 

Nýjar gjaldskrár fyrir bæði Hitaveitu og drefingu má finna á www.ov.is/thjonusta/upplysingar/verdskrar

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...