Bleikur föstudagur

19. október 2023

Á morgun er bleikur föstudagur - átaksverkefni tileinkað baráttu gegn krabbameini.

Í ár, líkt og árið í fyrra, ákvað Orkubú Vestfjarða að styrkja Krabbameinsfélagið Sigurvon um upphæð sem samsvarar andvirði einnar bleikrar slaufu fyrir hvern starfsmann fyrirtækisins.  Sigurvon veitir fólki búsett á Vestfjörðum í krabbameinsmeðferð og fjölskyldum þeirra stuðning í gegnum baráttu þeirra og vill Orkubúið styðja þetta góða málefni í okkar heimahéraði.

Við lýsum Orkubúið upp með bleikum ljósum og klæðumst bleiku á morgun.

19. febrúar 2024

Sumarstörf í boði 2024

Auglýst er eftir flokkstjóra og ungu fólki til starfa hjá Orkubúinu í sumar.

13. febrúar 2024

Orkubú Vestfjarða fær vottun samkvæmt ISO/IEC 27001

Þann 19. Janúar síðastliðinn hlaut Orkubú Vestfjarða vottun frá BSI, British Standards Institution,...

30. janúar 2024

Tilkynninga app

Orkubú Vestfjarða hefur gefið út nýja útgáfu af tilkynningar appinu “OV tilkynningar”.