Orkubú Vestfjarða skrifar undir nýjan styrktarsamning við knattspyrnudeild Vestra

11. mars 2024

Á dögunum skrifaði Orkubú Vestfjarða undir nýjan styrktarsamning við knattspyrnudeild Vestra. Þar er um að ræða fjögurra ára samning við meistaraflokk kvenna, meistaraflokk karla og yngri flokka starf deildarinnar. Meistaraflokkur karla spilar nú í efstu deild, ný stofnaður meistaraflokkur kvenna leikur í annarri deild og hefur verið mikið og gott starf unnið í grasrótinni síðustu ár.

Orkubú Vestfjarða hefur lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð og hefur stutt við góð málefni í nærsamfélaginu til margra ára. Blómlegt og öflugt íþróttastarf á svæðinu er mikilvæg og góð fjárfesting og því vill fyrirtækið leggja sitt af mörkum.

16. október 2025

Lokað fyrir umferð á Skógarbraut vegna vinnu við hitaveitulögn

Lokað verður fyrir umferð um Skógarbraut á Ísafirði í dag og á morgun, 16. og 17. október.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.