Vatnið er heitt

11. júní 2024

Við erum ótrúlega ánægð með það heita vatn sem hefur fundist í Tungudal. Það er gaman að sjá áhugann og spenninginn hjá bæjarbúum, gestum og gangandi. Fólk stoppar og virðir fyrir sér borinn, heitu vatnsbununa, svarfið og heita lækinn sem rennur frá verkstaðnum. Það er spennandi að velta því fyrir sér hvernig best sé að nýta vatnið til framtíðar og það er líka spennandi að fá að njóta þess núna, dýfa höndunum í vatnið eða jafnvel baða sig í því.

Það ber þó að hafa varann á því engin hitastýring er á vatninu. Vatnið í borholunni mælist í kringum 58°C en hitastigið á frárennslinu er breytilegt. Hitastigið á frárennslinu er aðallega háð því hversu miklu vatni er dælt upp úr borholunni en einnig því magni af köldu vatni sem dælt er niður í holuna hverju sinni. Borunin stendur enn yfir og því má einnig búast við því að hitastig heitu uppsprettunnar geti breyst.

Hitastigsbreytingar á vatninu geta verið skjótar og það borgar sig þess vegna að fara varlega í kringum frárennslið. Við biðjum því fólk að gæta sérstaklega að börnunum.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.

22. ágúst 2025

Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri...