Vatnið er heitt

11. júní 2024

Við erum ótrúlega ánægð með það heita vatn sem hefur fundist í Tungudal. Það er gaman að sjá áhugann og spenninginn hjá bæjarbúum, gestum og gangandi. Fólk stoppar og virðir fyrir sér borinn, heitu vatnsbununa, svarfið og heita lækinn sem rennur frá verkstaðnum. Það er spennandi að velta því fyrir sér hvernig best sé að nýta vatnið til framtíðar og það er líka spennandi að fá að njóta þess núna, dýfa höndunum í vatnið eða jafnvel baða sig í því.

Það ber þó að hafa varann á því engin hitastýring er á vatninu. Vatnið í borholunni mælist í kringum 58°C en hitastigið á frárennslinu er breytilegt. Hitastigið á frárennslinu er aðallega háð því hversu miklu vatni er dælt upp úr borholunni en einnig því magni af köldu vatni sem dælt er niður í holuna hverju sinni. Borunin stendur enn yfir og því má einnig búast við því að hitastig heitu uppsprettunnar geti breyst.

Hitastigsbreytingar á vatninu geta verið skjótar og það borgar sig þess vegna að fara varlega í kringum frárennslið. Við biðjum því fólk að gæta sérstaklega að börnunum.

22. janúar 2025

Skipta virkjanir og staðsetning þeirra máli?

Virkjun vatnsafls og jarðhita á Íslandi hefur skilað Íslandi óumdeildu forskoti í orkuskiptum yfir...

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...