500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

20. desember 2024

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska Kalkþörungafélagsins undirrituðu í gær samning um lagningu jarðstrengs frá Ísafirði til Súðavíkur. Þessi strengur mun tengja nýja verksmiðju Íslenska Kalkþörungafélagsins, auk þess mun strengurinn auka afhendingaröryggi rafmagns í Súðavík verulega. Í tilefni þessa tímamóta var Björgunarsveitinni Kofra í Súðavík afhentur 500 þúsund króna styrkur, 250þ. frá hvoru fyrirtæki, sem fer upp í kaup á björgunarskipinu Þór sem kom til hafnar í Súðavík í vikunni.

Bæði strengurinn og nýja skipið mun verða mikið framfaraskref hvað varðar öryggi byggðarinnar.

IMG_5727.jpeg

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...