Starf svæðisstjóra á Hólmavík

18. mars 2025

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar á Hólmavík. Starfssvæðið er stórt, allt frá Hrútafjarðarbotni, norður Strandir í Árneshrepp, Reykhólahreppur og Ísafjarðardjúp að hluta.

Viðkomandi mun stýra samhentum vinnuflokki veitusviðs Orkubús Vestfjarða sem hefur sínar höfuðstöðvar á Hólmavík. Fram undan eru stór verkefni á svæðinu. Orkubúið stefnir að byggingu nýrrar virkjunar í Selárdal í Steingrímsfirði á næstu árum, auk þess sem áfram er unnið að því að færa dreifikerfi Orkubúsins úr loftlínum í jarðstrengi.

Starfið er mjög fjölbreytt og kemur svæðisstjóri að skipulagningu allra verkefna á svæðinu sem snúa að nýframkvæmdum, viðhaldi og endurnýjun í dreifikerfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun verkefna.
  • Gerð framkvæmdaáætlunar í samráði við framkvæmdastjóra veitusviðs.
  • Verkefnastjórnun og samskipti við hagaðila.
  • Stjórnun vinnuflokks veitusviðs.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf í rafvirkjun.
  • Rafmagnstæknifræðingur, eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af veitustarfssemi er mikill kostur.
  • Reynsla af verkefnastýringu.
  • Leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, jákvæðni og metnaður í starfi.  
  • Færni í skipulagningu verka ásamt skipulögðum vinnubrögðum.
  • Geta til að vinna sjálfstætt sem og í hópi. 
  • Góð almenn tölvukunnátta.
25. apríl 2025

70 samfélagsstyrkjum úthlutað í ár

Í dag, föstudaginn 25.apríl úthlutaði Orkubú Vestfjarða samfélagsstyrkjum 2025, en í ár bárust yfir...

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025