Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

22. ágúst 2025

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri vinnsluholu á Patreksfirði, til viðbótar þeirri sem boruð var haustið 2024.  Væntingar hafa verið um að svæðið gefi nægilegt magn af volgu vatni sem hægt sé að nýta á varmadælur sem kæmu í stað rafkyntra katla fjarvarmaveitunnar á staðnum. Það er jarðborinn Freyja frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða sem notaður er í verkið, en ÍSOR staðsetti holuna og sér um boreftirlit.

Nú í morgun var skorin vatnsgæf æð á rúmlega 200 m dýpi og við fyrstu sýn lítur út fyrir að þar með sé kominn grundvöllur til að nýta þetta volga vatn með hjálp varmadæla fyrir þéttbýlið á Patreksfirði. Borað verður áfram næstu daga og verður borholan afkastamæld í borlok en þá fást nánari upplýsingar um vatnsmagn og hitastig vatnsins.

GE-14.jpg

Vinnsluholan GE-14 undir Geirseyrarmúla

16. október 2025

Lokað fyrir umferð á Skógarbraut vegna vinnu við hitaveitulögn

Lokað verður fyrir umferð um Skógarbraut á Ísafirði í dag og á morgun, 16. og 17. október.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.