Staðan á Vestfjörðum kl 12:00

11. desember 2019

Ekki fæst rafmagn frá byggðalínunni vegna þess að ekki er hægt að spennusetja tengivirkið í Hrútatungu. Orsökin er sennilega snjór og selta í tengivirkinu en unnið hefur verið að hreinsun á virkinu síðan í morgun. Ekki er hægt að segja til um hvenær hægt verðu að spennusetja tengivirkið og þar með Vesturlínu.

Norðanverðir Vestfirðir:

Allir notendur eru með rafmagn frá varastöðinni í Bolungarvík nema hluti Önundarfjarðar en þar er bilun á sveitalínu. Viðgerðaflokkur er kominn á staðinn og unnið er að viðgerð.
Einnig er rafmagnslaust í Staðardal í Súgandafirði og er viðgerðarflokkur á leiðinni.

Ísafjarðardjúp:

Rafstöð í Reykjanesi ásamt vatnsaflsvirkjunum heldur uppi rafmagni í Djúpinu að Langadal og austanverðum Ísafirði undanskildum.

Hólmavík, Strandir, Reykhólasveit og nágrenni:

Bilun er á Drangsneslínu og er varaafl keyrt fyrir þéttbýlið á Drangsnesi. Díselvél á Hólmavík og Þverárvirkjun halda rafmagni á Hólmavík og nágrenni og suður að Stórafjarðarhorni. Nokkrir bæir í Steingrímsfirði eru án rafmagns. Rafmagnslaust er frá Broddanesi suður að Hrútatungu. Rafmagnslaust er í Árneshreppi. 
Vinnuflokkar frá Hólmavík eru að leggja af stað í bilanaleit á Hólmavíkurlínu, Drangsneslínu og í Steingrímsfirði.

Rafstöð er keyrð á Reykhólum fyrir þéttbýlið og sveitina að Geiradal en skammta þarf rafmagn þar.

Sunnanverðir Vestfirðir og Dýrafjörður:

Allir notendur eru með rafmagn frá Mjólkárvirkjun fyrir utan Rauðasandslínu. Þar var að koma inn tilkynning um bilun á Hænuvíkurhálsi og í Kollsvík og er bilanaleit hafin.

02. júní 2023

Úthlutun samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2023

Orkubú Vestfjarða hefur úthlutað samfélagsstyrkjum 2023.

30. maí 2023

Hagnaður af rekstri Orkubúsins

Orkubú Vestfjarða skilaði 196 millj. króna hagnaði á árinu 2022 í samanburði við 329 millj...

22. maí 2023

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða 2023

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði fimmtudaginn...