Rafmagnsleysi í sveitum Dýrafjarðar í dag

07. október 2020

Í dag verður að taka rafmagnið af sveitalínunum í Dýrafirði einni af annarri. Byrjað verður um klukkan 10 með því að taka út Haukadalslínu í 3-4 klst. Á milli 13 og 14 verður svo Lambadalslína tekin út í 3 klst og að lokum milli 15 og 17 verður Núpslína tekin út í um 1 klst. Í öllum svona stórum aðgerðum getur tímaplan riðlast en reynt verður eftir fremsta megni að halda áætlun. Sendar verða út tilkynningar reglulega yfir daginn með upplýsingum um framgang verksins. Þökkum þolinmæði Dýrfirðinga.

16. október 2025

Lokað fyrir umferð á Skógarbraut vegna vinnu við hitaveitulögn

Lokað verður fyrir umferð um Skógarbraut á Ísafirði í dag og á morgun, 16. og 17. október.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.