Bilun Flatey

30. mars 2017 kl. 18:06

Vegna bilunar í stjórnbúnaði stöðvaðist framleiðsla raforku í Flatey eitthvað fyrir kl 16 í dag og er þegar þetta er skrifað kl 18 er enn bilað. Viðgerðarteymi er farið af stað frá Patreksfirði og von stendur til að hægt sé að koma rafmagni á í kvöld.

Rafmagnsleysi í Dýrafirði - Komið á aftur

27. mars 2017 kl. 14:36

Útleysing varð á Hrafnseyrarlínu kl. 14:24 sem olli rafmagnsleysi í öllum Dýrafirði. Línan var sett inn aftur og komst rafmagn aftur á kl. 14:30. Orsök útleysingarinnar er ókunn en línan verður skoðuð í dag.

Króksfjaðarnes

24. mars 2017 kl. 18:42

Um kl 18:45 var komið rafmagn á Króksfjarðarnes og Gilsfjörð og það tollir ástæða ókunn

Króksfjaðarnes

24. mars 2017 kl. 17:39

Rafmagn fór af Króksfjarðarnesi og Gilsfirði kl 17:25 og tollir ekki inni viðgerðar menn farnir á stað

Viðgerð lokið á Rauðasandslínu

24. mars 2017 kl. 17:21

Um kl. 17:19 var rafmagni hleypt aftur á Rauðasandslínu eftir viðgerð.

Eldri færslur