Hitaveita Patreksfirði Sigtún og Hjallar

26. febrúar 2018 kl. 14:24

Vegna vinnu við hitaveitulagnir á Patreksfirði verða truflanir á hitaveitu á Sigtúni 1-19 og efri helmingi Hjalla(húsnúmer í oddatölu) í dag 26.02.2018 frá 14:30 til 16:00.

Bíldudalslína komin í lag

24. febrúar 2018 kl. 09:02

Aðgerðum við Bíldudalslínu er lokið. Farið var með línunni og í ljós kom að hún var að brjóta af sér ísingu á þeim tíma sem útslættirnir áttu sér stað. Línan var hinsvegar orðin hrein og að mestu laus við ísingu þegar þetta er skrifað. Keyrslu varaaflsvéla hefur verið hætt og allir notendur komnir með rafmagn.

Rafmagnstruflanir Bíldudal

24. febrúar 2018 kl. 07:45

Rafmagn verður tekið af bíldudal í stutta stund þar sem stöðva þarf varaaflsvélar. Straumrofið er áætlað milli 07:50 og 08:10. Beðist er velvirðingar á þessu.

Bíldudalslína útsláttur

24. febrúar 2018 kl. 06:47

Kl 04:00 sló Bíldudalslínu út, allir notendur ættu að vera komnir með rafmagn núna. Keyrt er á varaafli og Hvestuvirkjun á meðan skoðun stendur yfir á línu.

Ketildalalína Selárdalur rafmagn komið

22. febrúar 2018 kl. 13:36

Við eftirgrennslan í Selárdal kom í ljós að þar er rafmagn og hefur komið aftur í gær þegar viðgerð lauk á Sellátralínu. Bilun í eftirlitsbúnaði gerði það hinsvegar að verkum að einn notandi taldi neysluveitu straumlausa. Beðist er velvirðingar á þessu.

Eldri færslur