15. des. 2019 22:12
|
Rafmagn komið á í Geiradal og Hrútatungu
Búið er að spennusetja aftur að Geiradal og eru allir notendur því aftur komnir með rafmagn.
Milli klukkan 00:00 og 04:00 í nótt verður tengivirkið í Hrútatungu þrifið. Á meðan því stendur verður rafmagnslaust á Króksfjarðarnesi , í Gilsfirði, Gufudalssveit og Hrútafirði milli Hrútatungu og Borðeyrar.
Rafmagn verður skammtað í Reykhólum og í Reykhólasveit.
Varaafl mun sjá Hólmavík, Árneshrepp, Ísafjarðardjúpi, Drangsnesi og ströndum að Stóru-Fjarðarhorni fyrir rafmagni.
Gerð verður tilraun til að keyra varaafl frá Hólmavík að Borðeyri í Hrútatungu en ef það tekst ekki verður einnig rafmagnslaust frá Borðeyri að Broddanesi.