Tilkynningar

02. okt. 2024 16:06 | Rafmagnslaust á Barðaströnd og Rauðasandi.

Vegna tengivinnu verður rafmagnslaust á Barðaströnd og Rauðasandslínu á morgun, 03.10.2024, milli klukkan 12:30 og 17:30, reiknað er með alla vega 4 tíma straumleysi.

02. okt. 2024 14:13 | Rafmagnsleysi í flutningskerfi Landsnets

Kl. 12:25 varð rafmagnslaust víða á Vestfjörðum vegna flutningskerfis Landsnets í mislangan tíma. Rafmagn er nú komið á allt og slökkt hefur verið á varaaflsvélum.

01. okt. 2024 20:33 | Hitaveitan í Bolungarvík

Tekist hefur að koma á heitu vatni á megnið af neðri bænum. Hafnargatan er enn útí og verður það væntanlega í nótt. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur.

01. okt. 2024 16:59 | Hitaveitan í Bolungarvík

Truflanir á hitaveitunni í Bolungarvík. Vegna bilunar má búast við truflunum á afhendingu heita vatnsins fram á kvöld. Á þetta við neðri bæinn aðallega.

26. sep. 2024 14:15 | Rafmagnslaust á Barðaströnd og Rauðasandi.

Vegna tengivinnu verður rafmagnslaust á Barðaströnd og Rauðasandslínu frá og með miðnætti, aðfaranótt 27.09.2024 fram til um klukkan 04:00.

26. sep. 2024 14:12 | Rafmagnslaust á Tálknafirði og sveit

Vegna tengivinnu verður rafmagnslaust á Tálknafirði, þéttbýli og sveit ásamt sveitinni utan við Bakkadal í Arnarfirði, rafmagn verður tekið af um klukkan 23:00 í kvöld, 26.09.2024 og verður rafmagnslaust fram til klukkan 03:00 í fyrramálið, 27.09.2024.

19. sep. 2024 16:44 | Rafmagnslaust á Patreksfirði.

Rafmagnsbilun er í Brunnagötu, Brunnar 1 og 3 eru rafmagnslausir og Hjallar 2 og 4 eru rafmagnslausir, mögulega hægt að hleypa á aftur um klukkan 17:20.

05. sep. 2024 21:36 | Viðgerð lokið á Breiðadalslínu

Starfsmenn Orkubúsins eru búnir að gera við bilun á Breiðadalslínu og er línan komin í rekstur og búið að slökkva á varaflsvélum.

05. sep. 2024 18:26 | Truflun í flutningskerfi

Rafmagn fór af meirihluta norðanverðra Vestfjarða kl. 16:45 þegar útleysing varð á Breiðadalslínu sem er flutningslína í eigu Landsnets. Línan er enn úr rekstri og er rafmagn framleitt með varaflsvélum og vatnsaflsvirkjunum.

31. ágú. 2024 23:43 | Rafmagnslaust á Bíldudal

Rafmagn fór af Bíldudal og sveitinni í Arnarfirði um klukkan 23:04 í kvöld, allir notendur komnir með rafmagn aftur eftir viðgerð um 23:38.

31. ágú. 2024 14:41 | Rafmagnsviðgerð lokið á Bíldudal

Viðgerð er lokið í aðveitustöðinni á Bíldudal um klukkan 14:30 eftir að bilun kom upp þar í morgun um klukkan 08:00.

31. ágú. 2024 08:19 | Rafmagnslaust á Bíldudal

Um klukkan 08:00 fór rafmagn af Bíldudal, bilanaleit er í gangi, varaafl verður keyrt á meðan.

30. ágú. 2024 22:20 | Straumleysi: Norðanverðir Vestfirðir

30.08.2024 22:17 Straumleysi Norðanverðir Vestfirðir. Útsláttur Ingjaldslína. Frekari ástæður eða upplýsingar: Bilun í loftlínu. Leit er hætt í kvöld. Farið verður strax aftur í fyrramálið.

30. ágú. 2024 07:19 | Rafmagnslaust á Patreksfirði.

Bilun kom upp í heimtaugarstreng á Brunnum á Patreksfirði, tengt múffukerfi fyrir 7 hús, rafmagn tekið af um klukkan 05:20 og rafmagn komið á aftur eftir viðgerð um klukkan 06:55, Brunnar 16-22 og 19-25 voru úti.

23. ágú. 2024 09:27 | Súðavíkurlína slær út

Súðavíkurlína fór út kl 9:15, Varaafl er keyrt fyrir Álftafjörð,

15. ágú. 2024 14:58 | Bilun í lágspennukerfi Suðureyri

Rjúfa þarf rafmagn af nokkrum húsum við Aðalstræti Suðureyri núna kl 3. Búast má við að viðgerð taki um hálfa klukkustund. Beðist er velvirðingar á óþægindum.

08. ágú. 2024 18:23 | Rafmagnsleysi Ísafirði

Rafmagnsleysi í Sundstætinu. Búast má við truflunum næstu klukkutímana vegna bilunar. Strengur er brunninn í sundur. Erum að grafa. Ekki verða allir notendur í Sundstræti varir við Rafmagnsleysi.

03. ágú. 2024 13:24 | Ísafjörður

Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn núna.

03. ágú. 2024 12:38 | Rafmagnsleysi Ísafirði

Bilun er í T-Múffu kerfi í Sundstrætinu Ísafirði. Unnið er að bilanagreiningu.

31. júl. 2024 08:53 | Hitaveitan Bolungarvík

Búast má við truflunum á hitaveitunni í dag. Teljum okkur vera búna að einangra svæðið þar sem lekinn er.

31. júl. 2024 08:40 | Bolungarvík rafmagnsleysi

Truflanir verða á afhendingu rafmagns í Völusteinsstræti og Höfðastig í dag.

30. júl. 2024 23:20 | Hitaveitan Bolungarvík

Loka þarf fyrir hluta hitaveitunnar. Traðarstígur og Holtastígur þurfa að vera án heitavatns í nótt. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu hlýst.

30. júl. 2024 22:06 | Bolungarvík Rafmagnstruflanir.

Rafmagnstruflanir í Völusteinsstræti.

30. júl. 2024 21:27 | Bolungarvík hitaveitan

Búast má við truflunum á hitaveitunni í kvöld. Mikill leki er á kerfinu og erum við að leita.

29. júl. 2024 22:09 | Bolungarvík hitaveitan

Minnum á að lokað verður fyrir hitaveituna i Bolungarvík frá klukkan 23.00 í kvöld þann 29.07og fram á þriðjudagsmorgun þann 30.07. Nánari upplýsingar í síma 4503202

17. júl. 2024 14:01 | Rafmagnslaust á Patreksfirði.

Vegna tengivinnu verður rafmagnslaust í nokkrum húsum við Aðalstræti í dag, 17.07.2024, milli klukkan 15:00 og 17:00, þetta eru hús númer 74 ti 90 fyrir neðan götu og númer 75 til 87 fyrir ofan götu.

17. júl. 2024 10:03 | Rafmagnsleysi Bolungarvík.

Bolungarvík. Vegna bilunar í spennistöð er rafmagnsleysi á hluta Skólastígs og Aðalstrætis. Unnið er að viðgerð.

11. júl. 2024 16:45 | Rafmagn komið á: Arnarfjörður

11.07.2024 16:43 Rafmagn komið á Arnarfjörð aftur eftir viðgerð

11. júl. 2024 09:19 | Rafmagnsleysi í Arnarfirði

Uppfært:

Bilunin er fundin og er viðgerð að hefjast. Búast má við að hún taki 3-5 klukkutíma.



Bilun er í dreifikerfinu í Arnarfirði fyrir utan Bíldudal. Vegna þess er rafmagnslaust í Hvestudal, Hringsdal og Bakkadal. Viðgerðarflokkur er á leiðinni á staðinn til bilanaleitar.

10. júl. 2024 13:51 | Straumleysi: Bolungarvík, Aðalstræti og Skólastígur

10.07.2024 13:46 Straumleysi Bolungarvík, Aðalstræti og SKólastigur vegna bilunar. Áætlað straumleysi 2 tímar

09. júl. 2024 19:50 | Bilun, Hitaveita Bolungarvík

09.07.2024 vegna bilunar verður heitt vatn tekið af dreifikerfi hitaveitu Bolungarvík, upp Vitastíg austanmegin og Traðarstíg vestanmegin. Gert er ráð fyrir að viðgerð ljúki um hádegisleitið á morgun.

09. júl. 2024 16:16 | Rafmagnslaust á Patreksfirði

Rafmagnslaust er í nokkrum húsum á Aðalstræti á Patreksfirði, fyrir innan númer 75 og að númer 90, strengbilun er í götunni og viðgerð stendur yfir, reikna með að allir verði komnir með rafmagn aftur fyrir klukkan 18:00.

09. júl. 2024 11:42 | Truflanir hitaveitu í Bolungarvík

Vegna vinnu við hitaveitukerfi má búast við truflunum á afhendingu á heitu vatni í Bolungarvík í dag.

26. jún. 2024 16:19 | Bilun Þingeyri afstaðin

Við bindum vonir við að bilun sé afstaðin á Þingeyri. Skipt var um öryggi fyrir háspennustreng milli spennistöðva og helst rafmagn á hjá notendum eftir því sem við best vitum. Ástæða útleysingar er ekki fyllilega kunn og verður skoðað betur.

26. jún. 2024 15:13 | Bilun á Þingeyri

En er rafmagnsleysi á hluta Þingeyrar. Bilun er í dreifikerfi út frá Vallargötu og Aðalstræti og nær straumleysi að Söndum og flugvelli. Bilanagreining gengur vel og setjum við nýja tilkynningu frá okkur þegar frekari fréttir berast.

26. jún. 2024 12:57 | Bilun í dreifikerfiÞingeyfi

Bilun er í dreifikerfi á Þingeyri, unnið er að greiningu og viðgerð

17. jún. 2024 17:05 | Rafmagnsleysi á Flateyri aðfaranótt miðvikudags

Vegna vinnu við dreifikerfi verður rafmagnslaust á hluta Flateyrar milli kl. 00:00 og 04:00 aðfaranótt miðvikudagsins 19. júní. Sjá má mynd af svæðinu sem um ræðir á facebook síðu OV: https://www.facebook.com/photo/?fbid=1194499835070671&set=a.759222818598377

13. jún. 2024 11:16 | Truflanir í hitaveitu á Ísafirði í dag

Vegna vinnu við hitaveitukerfi má búast má við skammvinnum truflunum á afhendingu á heitu vatni á eyrinni á Ísafirði í dag.

05. jún. 2024 18:03 | Rafmagn komið á Sveinseyrarlínu

Viðgerð er lokið á Sveinseyrarlínu fyrir Tálknafjörð, hleypt var aftur á línuna um klukkan 17:55 og þá allir notendur í Tálknafirði komnir aftur með rafmagn.

05. jún. 2024 13:07 | Rarfmagn komið á Þorpið í Tálknafirði og sveitina fyrir utan þorp

Rafmagnslaust er á Tálknafirði og sveitinni þar fyrir utan og Selárdal í Arnarfirði, búast má við rafmagnsleysi næstu 3 tímana en unnið er að viðgerð, reiknum með að hægt verði að hleypa á aftur upp úr klukkan 14:30.

05. jún. 2024 11:48 | Rafmagnslaust á Tálknafirði

Rafmagnslaust er á Tálknafirði og sveitinni þar fyrir utan og Selárdal í Arnarfirði, búast má við rafmagnsleysi næstu 3 tímana en unnið er að viðgerð, reiknum með að hægt verði að hleypa á aftur upp úr klukkan 14:30.

26. maí 2024 10:31 | Flateyri hitaveitan

Smá stöðufærla um hitaveituna á Flateyri. Það er enn vatnslaust á Flateyri og hitaveitan því svolítið viðkvæm. Erum samt með neyðarbirgir til næstu 10 tíma. Ísafjarðarbær áætlar að veitan verði komin í lag um 13.00. Vonum það besta

25. maí 2024 23:55 | Hitaveitan Flateyri

Truflanir á hitaveitunni. Þar sem ekkert kalt vatn er á Flateyri þurfum við að vera með neyðardælingu á vatni inná kerfið okkar. Vinsamlegast farið sparlega með heitavatnið þar til Ísafjarðarbær hefur komið á kerfinu sínu í eðlilegt horf. Það verður vonandi í fyrramálið.

22. maí 2024 15:52 | Stutt rafmagnsleysi í Steingrímsfirði

Bilun kom upp í spennistöð OV á Stakkanesi í Steingrímsfirði með þeim afleiðingum að rafmagnið fór af á milli Hólmavíkur og Stakkaness og í Staðardalnum í örskamma stund. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.

06. maí 2024 16:37 | Heitavatnslaust á Patreksfirði.

Vegna tengivinnu verður heitavatnslaust í húsum númer 4 og 6 við Sigtún og í húsum fyrir ofna götu á Hjöllum, þ.e. nr. 7,9,11,13,15,17,21,23 og 25, þetta verður á morgun, 07.05.2024, milli klukkan 10:00 og 12:00.

03. maí 2024 23:39 | Rafmagn komið á í Flatey

Rafmagn komst á dreifikerfið í Flatey í kvöld í kringum 21:30, reikna með frekari viðgerð á morgun, 04.05.2024.

03. maí 2024 19:21 | Rafmagnslaust í Flatey.

Rafmagn fór af í Flatey um klukkan 19:00, bilun er í vélbúnaði og/eða dreifikerfi og er áætlað að viðgerð geti orðið fyrri part dags á morgun.  Tilkynningin verður uppfærð.

29. apr. 2024 15:20 | Rafmagnslaust á suðursvæði

Um klukkan 14:08 fór rafmagn af á Tálknafirði, Bíldudal og sveitinni sunnan Patreksfjarðar vegna tjóns á háspennustreng eftir gröfuvinnu.  Allir komnir með rafmagn aftur um klukkan 14:25 nema fjarskiptahús á Mikladal sem verður straumlaust í 3-4 tíma á meðan gert er við strengbilunina.

25. mar. 2024 12:12 | Rafmagn komið á Aðalstræti

Viðgerð er lokið á stofnstreng fyrir Aðalstræti á Patreksfirði sem bilaði í morgun og var hleypt á aftur um klukkan 11:55, allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn aftur.

25. mar. 2024 09:38 | Rafmagnslaust á Patreksfirði

Bilun er í rafstreng á Patreksfirði, rafmagnslaust er á Aðalstræti milli númer 74 og 92, unnið er að viðgerð.

21. mar. 2024 13:57 | Rafmagnslaust á Patreksfirði

Vegna viðgerðar á rafstreng í dreifikerfi á Patreksfirði verður rafmangslaust í húsum við Aðalstræti nr 74 til nr 92 í dag, 21.03.2024, milli klukkan 15:00 og 15:30.

21. mar. 2024 13:54 | Heitavatnslaust á Patreksfirði

Viðgerð á dreifikerfi fjarvarma gekk vel í morgun og hiti ætti að hafa verið kominn í eðlilegt horf hjá flestum notendum um klukkan 10:00, ekki er von á frekari truflunum en bilun kom upp í kyndistöðinni í kjölfar þess að neysluvatnslaust varð í bænum í nótt.

21. mar. 2024 07:43 | Heitavatnslaust á Patreksfirði.

Billun er í neysluvatnskerfinu á Patreksfirði, búast má við hitaleysi á fjarvarmakerfinu næstu klukkutímana eða fram undir hádegi alla vega, upplýsingar verða uppfærðar eftir því sem klárst að gera við.

20. mar. 2024 16:47 | Rafmagnsmál í Flatey

Útlit fyrir að rafmagn komist á í eyjunni á næstu mínútum, unnið að lagfæringu á bilun sem kom upp í gær og ætti rafmagn að komast á hjá öllum notendum á næsta klukkutímanum.

20. mar. 2024 12:46 | Rafmagnslaust í Flatey

Rafmagn fór af í Flatey um klukkan 12:20, viðgerð er í undirbúningi og má reikna með að rafmagn verði komið á aftur seinni part dags, upplýsingar verða uppfærðar eftir því sem viðgerð miðar áfram.

25. feb. 2024 23:50 | Rafmagnsleysi út frá Keldeyri - Uppfært

Tálknafjarðarlína er komin aftur í rekstur og allir notendur eru komnir með rafmagn.

25. feb. 2024 23:12 | Rafmagnsleysi út frá Keldeyri

Vegna bilunar á Tálknafjarðarlinu Landsnets er rafmagnslaust á Bíldudal, Tálknafirði og sveitum út frá Patreksfirði. Sjálfvirkt varaafl fór í gang á Patreksfirði. Unnið er að uppkeyrslu á frekara varaafli.

22. feb. 2024 18:34 | Hitaveitan Ísafirði. Holtahverfi

Búast má við truflunum á hitaveitunni fram eftir kveldi. Förum sparlega með heitavatnið.

22. feb. 2024 17:18 | Hitaveita Ísafirði, Holtahverfi

Hitaveitan í Holtahverfinu er úti. Unnið er að viðgerð.

22. feb. 2024 17:01 | Rafmagnsleysi á norðanverðum Vestfjörðum

Rafmagn fór af norðanverðum Vestfjörðum vegna útsláttar á Mjólkárlínu Landsnets. Sjálfvirkt varaafl fór í gang á Flateyri og í Súðavík en ekki í Bolungarvík. Því tók lengri tíma en venjulega að koma rafmagni á. Allir notendur eru komnir með rafmagn að nýju fyrir utan Bolungarvík. Unnið er að því að koma rafmagni á þar.

20. feb. 2024 15:30 | Bolungarvík

Viðgerð lokið. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn aftur.

20. feb. 2024 14:23 | Rafmagnsleysi Bolungarvík

Taka þarf rafmagnið af á hluta Þuríðarbrautar í Bolungarvík. Straumleysið varir í 45 mínútur.

19. feb. 2024 11:21 | Stutt rafmagnsleysi í hluta Hnífsdals

Vegna vinnu í spennustöð þarf að taka rafmagn af hluta Hnífsdals í stutta stund núna fyrir hádegi. Um er ræða svæðið norðanmegin við Hnífsdalsá.

08. feb. 2024 10:12 | Rafmagnslaust á Barðaströnd og Rauðasandi

Rafmagnsleysið á Barðaströnd og Rauðasandi sem auglýst var í gær og átti að vera í dag, 08.02.2024 milli klukkan 13:00 og 16:30, verður ekki, frestast um óákveðinn tíma.

07. feb. 2024 14:21 | Rafmagnslaust á Barðaströnd og Rauðasandi.

Vegna tengivinnu verður rafmagnslaust á Barðaströnd, Rauðasandi og sveitinni sunnan Patreksfjarðar eftir hádegi á morgun, 08.02.2024, milli klukkan 13:00 og 16:30.  Reikna  með að straumlaust gæti orðið í allt að 3,5 klukkutíma.

05. feb. 2024 17:25 | Rafmagnsleysi á Barðaströnd og sveit

Vegna tengivinnu verður rafmagnslaust á Barðaströnd, Rauðasandi og sveitinni sunnan Patreksfjarðar á morgun, 06.02.2024, milli klukkan 13:00 og 15:30.

27. jan. 2024 14:11 | Rafmagnsleysi

Taka þarf af rafmagnið í spennistöð Funa. Við það dettur út Kirkjuból í Skutulsfirði og hesthúsin í Engidal.

25. jan. 2024 08:21 | Rafmagnslaust á afmörkuðu svæði í Bolungarvík

Ekið var á götuskáp við Víkurskálann í Bolungarvík í morgun. Rafmagnslaust er í nokkrum húsum í nágrenninu. Undirbúningur að viðgerð er hafinn.

22. jan. 2024 23:55 | Hitaveitan Suðureyri

Hitaveitan komin í lag. Kerfið er að keyra(hita) sig upp aftur.

22. jan. 2024 22:07 | Hitaveitan Suðureyri

Bilun í olíukatli Suðureyri. Unnið að viðgerð.

22. jan. 2024 15:32 | Truflun í flutningskerfi

Rafmagn fór af stórum hluta Vestfjarða um kl. 15:12 þegar truflun varð í flutningskerfi Landsnets. Rafmagn er komið á flesta staði.

22. jan. 2024 12:58 | Truflun í flutningskerfi

Rafmagn fór af stórum hluta Vestfjarða um kl. 12:35 þegar truflun varð í flutningskerfi Landsnets. Rafmagn er komið á flesta staði.

10. jan. 2024 14:35 | Heitavatnslaust á Patreksfirði.

Vegna bilunar í dreifikerfi fjarvarma á Patreksfirði má búast við hitafalli í húsum við Hjallagötu og Sigtúni 1 til 19 í dag um klukkan 14:45, gæti orðið í allt að einn og hálfan klukkutíma.

03. jan. 2024 11:16 | Heitavatnslaust á Patreksfirði.

Bilun er á dreifikerfi fjarvarma í húsum fyrir ofna götu á Hjöllum og á Sigtúni 4 og 6, búast má við hitafalli eitthvað fram yfir hádegi í dag, 03.01.2024.

28. des. 2023 13:02 | Rafmagnsleysi Suðureyri.

Taka þarf rafmagnið af götuskáp á Aðalgötu Suðureyri vegna tjóns. Nærliggjandi hús verða því rafmagnslaus í einhvern tíma.

21. des. 2023 10:15 | Heitavatnslaust á Patreksfirði.

Vegna tengivinnu veður heitavatnslaust í nokkrum húsum á Patreksfirði í dag, 21.12.2023, milli klukkan 10:15 og 12:00, þetta er í húsum við Hjalla 7,9,11 og 13 og við Sigtún 2.

20. des. 2023 09:00 | Heitavatnslaust á Patreksfirði.

Vegna tengivinnu verður heitavatnslaust í húsum fyrir ofan götu á Hjöllum og í Sigtúni númer 4 og 6 í dag, 20.12.2023, á tímabili milli klukkan 10:00 og 14:00.

19. des. 2023 14:48 | Rafmagnsleysi á Ísafirði í kvöld

Vegna vinnu í spennistöð verður rafmagn tekið af hluta eyrarinnar á Ísafirði á miðnætti í kvöld 19. desember. Um er að ræða svæði sem liggur frá frá grunnskólanum og sundhöllinni, niður í Sundstræti og upp að Fjarðarstræti 16. Sjá má mynd af svæðinu á facebook síðu Orkubúsins https://www.facebook.com/orkubu . Við reiknum með því að rafmagn verði komið aftur á fyrir kl. 01.

19. des. 2023 12:18 | Suðureyri Hitaveita.

Verið er að vinna að viðgerð á hitaveitunni. Búast má við lágum þrýstingi í Aðalgötu og svæðinu fyrir neðan.

07. des. 2023 16:46 | Heitavatnslaust á Patreksfirði

Bilun er i dreifikerfi fjarvarmans á Patreksfirði frá því klukkan 14:40 í dag, hiti er kominn á efri hluta bæjarins en bilanaleit í gangi fyrir neðan Aðalstræti 57, Þar er allt htialaust og niður á Vatneyri.

28. nóv. 2023 15:10 | Rafmagnsleysi í Breiðadal 29. nóvember

Vegna vinnu við háspennukerfi verður rafmagnslaust í Breiðadal í Önundarfirði frá kl. 10 á morgun 29. nóv. og fram eftir degi. Sjá loftmynd af svæðinu sem um ræðir á facebook síðu OV: https://www.facebook.com/orkubu/

22. nóv. 2023 16:24 | Rafmagnstruflun í Súðavík

Rafmagn fór af Súðavík um kl. 16:06. Sjálfvirk varaflsvél setti rafmagn aftur á bæinn. Verið er að greina truflunina.

09. nóv. 2023 09:24 | Straumleysi: Bjarnardalur

Vegna viðgerðar á Hólslínu verður rafmagn tekið af í dag í 2-3 tíma. Rafmagnslaust verður í Bjarnardal inn af Hóli.

07. nóv. 2023 11:58 | Rafmagn komið á í Syðridal

Viðgerð á háspennustreng í Syðridal er lokið og er rafmagn komið aftur á.

07. nóv. 2023 09:26 | Rafmagnsleysi í Syðridal og nágrenni

Vegna viðgerðar á háspennustreng þarf að taka rafmagn af svæðinu frá vararafstöðinni í Bolungarvík, inn í botn Syðridals og að Óshólavita. Reiknað er með að rafmagnið verði tekið af um kl. 10 í dag 7/11 og að rafmagnslaust verði eitthvað fram eftir degi.

01. nóv. 2023 10:13 | Vinna við Haukadalslínu í Dýrafirði

Vegna viðgerðar verður Haukadalslína í Dýrafirði tekin út um kl. 10:30. Áætlað er að rafmagn verði komið á aftur kl. 15.

23. okt. 2023 11:02 | Heitavatnslaust á Patreksfirði

Vegna tengivinnu má búast við hitafalli í nokkrum húsum í Urðargötu eftir hádegi í dag, 23.10.2023, eða milli klukkan 13:00 og 17:00, þetta eru hús númer 9 til 19 fyrir neðan götu og númer 18 til 26 fyrir ofan götu.

17. okt. 2023 19:25 | Rafmagnsleysi vegna viðhaldsvinnu í Áltafirði

Í kvöld milli 00:00 og 02:00 verður rafmagnið tekið af Álftafirði í stutta stund í 1-3 skipti vegna vinnu í aðveitustöð OV í Súðavík. Við bendum notendum á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.




Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

16. okt. 2023 14:11 | Rafmagnsleysi í Álftafirði

Miðvikudaginn 18.október á milli 00:00 og 02:00 (aðfaranótt miðvikudags) verður rafmagnið tekið af Álftafirði í stutta stund í 1-3 skipti vegna vinnu í aðveitustöð OV í Súðavík. Við bendum notendum á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

11. okt. 2023 16:37 | Rafmagnsleysi á Patreksfirði

Vegna tengivinnu dags: 12.10.2023, verður rafmagnslaust í húsum á Brunnum 1 til 19 fyrir ofan götu og Brunnum 2 til 14 fyrir neðan götu ásamt Aðalsstræti 77a.  Rafmagn verður tekið af fyrir neðan götuna milli klukkan 10:00 og 13:00 og fyrir ofna götuna milli klukkan 13:00 og 16:00.  Nánari tilkynning með sms boðum.

10. okt. 2023 08:08 | Rafmagn komið á: Dýrafjörður

10.10.2023 08:07 Rafmagn komið á Dýrafjörður.

10. okt. 2023 06:54 | Vesturlina komin inn, Unnið að viðgerð: Dýrafjörður

10.10.2023 06:51 Vesturlina kominn inn en straumlaust i Dyrafirdi, Unnið að viðgerð

10. okt. 2023 06:17 | Straumleysi: Byggðalína Landsnets

10.10.2023 06:16 Straumleysi Byggðalína Landsnets. Ástæða: Útsláttur á byggðalínu Landsnets. Næstu upplýsingar væntanlegar eftir 30 mínútur.

27. sep. 2023 14:21 | Rafmagnslaust á Barðaströnd og Rauðasandi

Vegna tengivinnu verður rafmagnslaust á Barðaströnd og Rauðasandslínu á morgun, 28.09.2023, milli klukkan 13:00 og 17:00.

26. sep. 2023 19:08 | Hitaveita Bolungarvík

Bilunin í hitaveitunni er afstaðin.

26. sep. 2023 17:29 | Hitaveita Bolungarvík

Bilun er í hitaveitu í Bolungarvík og því er lágur þrýstingur á kerfinu. Notendur eru beðnir um að fara sparlega með heita vatnið þangað til bilunin er afstaðin.

26. sep. 2023 16:42 | Rafmagnsleysi

Uppfært: Einnig fór stór hluti Bolungarvíkur út en er kominn inn aftur.

Vegna útsláttar á vélum í varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík fór rafmagnið af í stutta stund af Önundarfirði. Sjálfvirkt varaafl á Flateyri fór í gang og er rafmagn þar. Dýrafjörður var rafmagnslaus í stutta stund og Tálknafjörður er að koma inn á næstu mínútum.

20. sep. 2023 08:31 | Reykhólasveit

Kl ca 9:00 í klukkustund rafmagn verður tekið af frá Geiradal að Hríshól. Varaafl verður keyrt á Reykhólum gætu orðið truflanir í Gufudalssveit

19. sep. 2023 11:05 | Heitavatnslaust á Patreksfirði

Vegna viðgerðar á dreifikerfi fjarvarma á Patreksfirði í dag, 19.09.2023, verður heitavatnslaust hjá notendum á Hjöllum, Brunnum fyrir ofan götu og Sigtúni 1 til 23 milli klukkan 13:00 og 15:30.

17. sep. 2023 02:01 | Útsláttur Tálknafjarðarlínu

Útsláttur varð á Tálknafjarðarlínu um klukkna 00:18, varaafl komið skömmu síðar á Patreksfjörð, komið rafmagn á Bíldudal og Tálknafjörð um klukkan 00:36 en seinkun varð á innsetningu sveitalínu út frá Patreksfirði vegna bilunar þar í tengivirki. Allir notendur voru komnir með rafmagn um klukkan 01:04.

14. sep. 2023 15:30 | Heitavatnslaust á Patreksfirði

Vegna tengivinnu verður lokað fyrir hitaveituna í innanverðum bænum, það eru Sigtún, Hjallar, Brunnar fyrir ofan götu og númer 18 og 20, allir notendur fyrir innan Litladalsá.  Lokað verður fyrir upp úr klukkan 08:00 í fyrramálið, 15.09.2023 og reiknað með að hleypa á aftur upp úr klukkan 15:00 eða jafnvel fyrr.

01. sep. 2023 08:07 | Viðgerð lokið á Barðastrandarlínu

Viðgerð er lokið og búið að hleypa rafmagni aftur á Barðastrandarlínu og Rauðasandslínu um klukkan 07:51.

01. sep. 2023 07:32 | Rafmagnsleysi á Barðaströnd og sveit

Viðgerð er að ljúka á strengbilun í Patreksfirði og ætti að vera hægt að hleypa á aftur í kringum klukkan 8:00 en Barðastrandarlína og sveitin sunnan Patreksfjarðar hefur verið rafmagnslaus frá því klukkan 19:15 í gærkvöld.

31. ágú. 2023 19:44 | Rafmagnstuflanir á Patreksfirði og sveit

Rafmagnstruflun varð á Patreksfirði um klukkan 19:15 í kvöld, truflunin virðis vera frá Barðastrandarlínu og er bilanaleit í gangi.

16. ágú. 2023 10:21 | Straumleysi

Straumlaust varð kl. 09:12 í hluta Bolungarvíkur, Tálknafirði, Dýrafirði og Önundarfirði. Ástæða straumleysis er útleysing á varaaflsvélum Landsnets í Bolungarvík samhliða því að Geiradalslína Landsnets er úti vegna viðhalds. Rafmagn kom á í áföngum síðast í Dýrafirði kl. 10:05.

02. ágú. 2023 11:14 | Rafmagnstruflun á Tálknafirði í Túngötu

Vegna viðgerðar á dreifikerfi rafmagns í Túngötu á Tálknafirði verður rafmagnslaust í húsum númer 21 til 48, milli klukkan 13:30 og 14:00 í dag.

14. júl. 2023 10:04 | Rafmagnsleysi í Bolungarvík næstkomandi mánudag

Vegna vinnu við dreifikerfi verður rafmagnslaust á svæðinu frá vararafstöðinni í Bolungarvík, inn í botn Syðridals og að Óshólavita næstkomandi mánudag 17. júlí frá kl. 10-15.

12. júl. 2023 15:06 | Rafmagnslaust í Fjarðarstræti

Rafmagnslaust er í hluta Fjarðarstrætis á Ísafirði vegna bilunar í jarðstreng. Búist er við að rafmagn komist aftur á síðdegis.

10. júl. 2023 21:13 | Rafmagn komið á Rauðasandslínu frá Örlygshöfn að Hænuvíkurhálsi

Viðgerð er lokið á álmu í Rauðasandslínu frá Hnjóti í Örlygshöfn að Hænuvíkurhálsi og Kollsvík, hleypt var á línuna aftur eftir viðgerð um klukkan 20:26.

10. júl. 2023 18:18 | Rafmagnsbilun á Rauðasandslínu í Örlygshöfn uppfærsla

Vegna bilunar sem kom upp tengd Rauðasandslínu í Örlygshöfn, álmu milli Hnjóts og Hænuvíkurháls, þarf að taka rafmagn af fyrr en boðað var eða um klukkan 18:30 í kvöld.  Reiknað með að viðgerð geti tekið allt að 2 klukkutíma.

10. júl. 2023 18:13 | Rafmagnsbilun á Rauðasandslínu í Örlygshöfn

Bilun kom upp tengd Rauðasandslínu í Örlygshöfn í álmu frá Hnjóti og út að Hænuvíkurhálsi og þarf að taka rafmagn af álmunni um klukkan 19:00 í kvöld og gæti orðið rafmagnslaust í 1,5-2 klukkutíma á meðan gert er við.

26. jún. 2023 16:11 | Rafmagnslaust á Sellátralínu og Ketildalalínu

Vegna tengivinnu verður rafmagnslaust á Sellátralínu í Tálknafirði og Ketildalalínu í Arnarfirði á morgun, 27.06.2023, milli klukkan 13:00 og 19:00.

19. jún. 2023 02:28 | Straumleysi: Byggðalína Landsnets

19.06.2023 02:25 Straumleysi Byggðalína Landsnets. Ástæða: Bilun í línum Landsnets. Snjallnet vinnur ekki, sett inn handvirkt og allir komnir með rafmagn.

16. jún. 2023 11:48 | Rafmagn komið á: Önundarfjörður

16.06.2023 11:46 Rafmagn komið á Önundarfjörður. Viðgerð á jarðstreng er lokið og allir komnir með rafmagn.

16. jún. 2023 09:07 | Straumleysi: Önundarfjörður

16.06.2023 09:05 Straumleysi sveit Önundarfirði. Frekari ástæður eða upplýsingar: Bilun í jarðstreng. Unnið er að viðgerð

08. jún. 2023 13:28 | Rafmagnstruflun á Sellátralínu og Ketildalalínu

Vegna vinnu við jarðstreng má búast við rafmagnsleysi á Sellátralínu í Tálknafirði og Ketildalalínu í Arnarfirði í dag, 08.06.2023, tímamörk ekki vituð nákvæmlega en straumleysi styttra en 5 mínútur.

31. maí 2023 19:28 | Rafmagn komið á álmu að Bjargtöngum

Viðgerð er lokið við loftlínu frá Látravík að Bjargtöngum og allir notendur þar komnir með rafmagn upp úr klukkan 18:40.

30. maí 2023 19:50 | Rafmagnslaust á Bjargtöngum

Bilun er enn á álmu að Bjargtöngum en reiknað með að viðgerð verði lokið á morgun.  Bilunin hefur verið einangruð við Bjargtanga en rafmagnslaust er einnig á Brunnum í Látravík.

29. maí 2023 20:43 | Rafmagnslaust á Bjargtöngum

Bilun er í loftlínuálmu að Bjargtöngum frá Látravík, þar með er rafmagnslaust á Brunnum í Látravík og í Bjargtangavita.  Bilanaleit og viðgerð í undirbúningi.

11. maí 2023 10:47 | Urðargata Patreksfirði straumleysi 11-5-2023

Rafmagn verður tekið af Urðargötu á Patreksfirði kl 13 í dag 11.5.2023 og rafmagnslaust verður eitthvað fram eftir degi vegna endurnýjunar á götuskáp.

10. maí 2023 08:25 | Urðargata Patreksfirði straumleysi 10-5-2023

Rafmagn verður tekið af Urðargötu í dag kl 10 í dag vegna vinnu við heimtaug í Dælubrunni hitaveitu. Reiknað er með að straumleysi geti varað í 1-2 tíma.

21. mar. 2023 17:59 | Mjólkárlína 1 leysir út

Mjólkárlína Landsnets  leysir út kl 17:11, snjallnet virkar ekki.  Allir komnir með rafmagn.  Varaaflskeyrsla í Bolungarvík.

17. feb. 2023 12:33 | Rafmagnstruflun í Súgandafirði

Rafmagn fór af Suðureyri og utanverðum Súgandafirði kl. 12:22. Rafmagn komst á aftur kl. 12:26. Verið er að gera við bilun á Súgandafjarðarlínu og er varaafl keyrt á meðan.

10. feb. 2023 20:13 | Súðarvíkurlína slær út

Súðavíkurlína sló út kl 19:50.

Varaafl er keyrt í Súðavík.

10. feb. 2023 10:29 | Rafmagn komið á í Flatey

Rafmagn komst aftur á í Flatey fyrir um klukkustund og eyjan öll með rafmagn.

10. feb. 2023 08:25 | Rafmagnslaust í Flatey

Bilun kom upp í rafstöðinni í Flatey í morgun og er eyjan rafmagnslaus eins og er, unnið er að viðgerð.

05. feb. 2023 23:40 | Súðavíkurlína sló út

Súðavíkurlína sló út kl 23:23, varafl fór sjálfvirkt í gang.

05. feb. 2023 17:05 | Súðavíkurlína komin í rekstur

Súðavíkurlína var spennusett kl 16:30 og tekin í rekstur kl 17:00.

05. feb. 2023 11:28 | Súðavíkurlína slær út

Súðavíkurlína sló út kl 11:15 varafl fór sjálfvirkt í gang.

19. jan. 2023 17:37 | Rafmagn komið á í Álftafirði

Rafmagn komst aftur á í Álftafirði kl. 16:08. Verið var að hreinsa ís af Súðavíkurlínu og var vararafstöð keyrð á meðan línan var úr rekstri. Bilun kom upp í rafstöðinni sem olli rafmagnsleysi í öllum firðinum. Unnið er að því að greina orsök bilunarinnar.

19. jan. 2023 15:45 | Rafmagnsleysi Álftafirði

Díselvél bilaði í Súðavík í dag þegar unnið var að viðhaldi háspennulínu og olli rafmagnsleysi í Álftafirði.

Búist er við að allir verði komnir með rafmagn innan tíðar.

19. jan. 2023 13:13 | Rafmagnstruflun í Álftafirði

Rafmagn fór af öllum Álftafirði kl. 10:37 þegar bilun varð í rafstöð. Rafmagn var komið aftur á kl. 10:39.

06. jan. 2023 19:25 | Rafmagn komið á í Breiðadal

Bilun í háspennustreng hefur verið lagfærð og rafmagn komið á kl 19:15

06. jan. 2023 13:28 | Rafmagnsleysi Breiðadal

Vegna bilunar er rafmagnslaust í Breiðadal í Önundarfirði. Viðgerðarflokkur er á leiðinni á staðinn.

25. nóv. 2022 08:55 | Heitavatnslaust á Vatneyri á Patreksfirði

Vegna vinnu við dreifikerfi fjarvarma á Patreksfirði verður heitavatnslaust á allri Vatneyri fyrir neðan Aðalstræti 31 og þar fyrir neðan í Krók, Strandgötu.  Hitinn tekinn af á laugardag, 26.11.2022 um klukkan 10:00 og byrjað að hleypa á aftur um klukkan 16:00.

22. nóv. 2022 15:48 | Hitaveitubilun í Urðargötu á Patreksfirði

Bilun kom upp í stofnlögn fyrir hitaveitu í Urðargötu á Patreksfirði upp úr klukkan 14:00 í dag, unnið er að viðgerð, búast má við hitaleysi fram eftir degi.

15. nóv. 2022 10:01 | Heitavatnslaust Patreksfirði 15-11-2022

Vegna vinnu við hitaveituinntak verður heitt vatn tekið af Aðastræti 72-76 og Brunnum 2 frá kl 13 og fram eftir degi í dag þann 15-11-2022.

10. nóv. 2022 08:30 | Straumleysi Patreksfirði 10-11-2022

Rafmagn verður tekið af Strandgötu 7-22 í dag, 10-11-2022 frá kl 16:30 til kl 18:00 vegna tengivinnu við jarðstreng.

08. nóv. 2022 08:44 | Straumleysi Tálknafirði 8-11-2022

Í dag, þann 8-11-2022 verður rafmagn tekið af Strandgötu 36-45 vegna vinnu við tengiskáp. Rafmagn Verður tekið af kl 10. og verður stramlaust til kl 12. Strandgata 36-37 fær rafmagn eftir varaleið en missir straum í ca 30 mín.

07. nóv. 2022 13:09 | Straumleysi á Tálknafirði frestað til næsta dags

Fyrirhugað straumrof sem átti að verða á Tálknafirði í dag frestast til morguns og verður á sama tíma þann 08.11.2022.

07. nóv. 2022 10:15 | Sraumleysi Tálknafirði

Í dag, þann 7-11-2022 verður rafmagn tekið af Strandgötu 36-45 vegna vinnu við tengiskáp. Rafmagn Verður tekið af kl 13. og verður stramlaust til kl 17. Strandgata 36-37 fær rafmagn eftir varaleið en missir straum í ca 30 mín.

04. nóv. 2022 13:06 | Bolungarvík

Nú er dreifikerfið í Bolungarvík komið í eðlilegan rekstur eftir að klárað var að setja upp nýja háspennurofa í spennistöð við Grundarhól. Allri keyrslu díselvéla er því lokið.

03. nóv. 2022 10:40 | Sraumleysi Tálknafirði 03-11-2022

Vegna vinnu við götuskáp verður rafmagn tekið af Strandgötu 44-48 og Þinghól(kirkja, Fjarskiptamastur og bústaðir) frá kl 13-17 í dag þann 3-11-2022.

31. okt. 2022 21:57 | Bolungarvík

Nú ættu allir notendur að vera komnir með rafmagn að nýju í Bolungarvík eftir að bráðabirgðaviðgerð lauk. Nokkur hús fá rafmagn frá færanlegum díselrafstöðvum og mun það vera þannig þangað til að klárað verður að skipta um háspennurofa í spennistöðinni við Grundarhól.

31. okt. 2022 13:29 | Bolungarvík

Bolungarvík






Búið er að koma rafmagni á flest hús sem misstu rafmagn í morgun. Unnið er að því að koma rafmagni á stærri notendur með varaleið.

31. okt. 2022 11:04 | Heitavatnslaust í Bolungarvík

Vegna bilunar í spennistöð Grundarhól er truflun á hitaveitunni.

31. okt. 2022 10:24 | Bolungarvík

Rafmagnslaust er út frá spennistöðinni við Grundarhól. Við hana eru einnig tengdar spennistöðvarnar við Grundarstíg, Mávakamb og Hólsá. Grunur leikur á um að bilun sé í rofa og ekki er nákvæmlega hægt að segja um hversu langan tíma tekur að koma rafmagni aftur á. Nýjar upplýsingar verða veittar um leið og þær liggja fyrir.

31. okt. 2022 09:44 | Rafmagnsleysi Bolungarvík

Útsláttur varð í Bolungarvík fyrir nokkrum mínútum og er hluti bæjarins án rafmagns. Verið er að skoða ástæðu útleysingarinnar. Rafmagn ætti að komast á aftur innan skamms.

25. okt. 2022 10:50 | Rafmagnsleysi á Vestfjörðum

Rafmagnslaust varð í hluta Bolungarvíkur, öllum Önundarfirði, Dýrafirði, Súgandafirði og Tálknafirði vegna útsláttar í Mjólká. Þar sem verið var að keyra varaafl fyrir svæðið hafði þessi útsláttur þessi mikil áhrif. Enn er rafmagnslaust í Tálknafirði en verið er að vinna í að koma rafmagni á þar sem fyrst. Ástæða útsláttar er ekki þekkt.

05. okt. 2022 15:07 | Rafmagnsleysi á Suðurfjörðum

Rafmagn fór af öllum suðurfjörðunum fyrir um klukkustund vegna þess að grafið var í streng á Patreksfirði. Við það slóu varaaflsvélar út en þær eru að sjá svæðinu fyrir rafmagni vegna vinnu Landsnets við Tálknafjarðarlínu. Nú rétt í þessu komst rafmagn á Tálknafjörð að nýju , en þar á undan komst rafmagn á Patreksfjörð og Bíldudal. Rafmagnslaust er á Barðaströnd og verður fram á kvöld á meðan gert er við strenginn sem var grafið í.

02. okt. 2022 11:05 | Straumleysi Bíldudal

Vegna bilunar í Kalkþörungaverksmiðju fór rafmagn af bíldudal í 2-3 mínútur. Verið er að skoða hvað olli útslættinum.

28. sep. 2022 15:50 | Grafið í streng á Suðureyri

Grafið var í háspennustreng á Suðureyri og vegna þess er rafmagnslaust á Hjallavegi og Hlíðavegi. Viðgerð er að hefjast og er áætlað að hún standi fram á kvöld.

27. sep. 2022 08:21 | Bilun í Súðavík

Vegna bilunar í Súðavík fór allt rafmagnið af bænum klukkan 7:23. Rafmagn var komið aftur stærstan hluta bæjarins uppúr klukkan 8 en spennistöðin við Eyrardalsá er enn úti vegna bilunar. Unnið er að viðgerð.

23. sep. 2022 09:59 | Rafmagnsbilun í Mýrargötu á Patreksfirði

Bilun er í dreifikerfi rafmagns í Mýrargötu á Patreksfirði, búast má við rafmagnsleysi í ystu húsunum í götunni milli klukkan 10:15 og 12:00 á meðan viðgerð fer fram.  Þetta gætu verið hús númer 1-10.

13. sep. 2022 08:32 | Rafmagnstruflanir á Patreksfirði í Mýrargötu

Vegna tengivinnu verður rafmagnslaust í nokkrum húsum yst á Mýrargötu á Patreksfirði, þetta er í húsum númer 1-3 og númer 2-6, rafmagnslaust verður á tímabilinu kl. 09:00 til 11:00 í dag, 13.09.2022.

07. sep. 2022 03:36 | Útsláttur Tálknafjarðarlínu

Útslattur varð á Tálknafjarðarlínu um klukkan 00:33, suðursvæði Vestfjarða varð rafmagnslaust og einhverjir útslættir á norðursvæðinu líka.  Ekki vitað á þessari stundu hvað olli en rafmagn komst aftur á um klukkan 00:44.

28. ágú. 2022 01:31 | Rafmagnstruflun í Flatey

Vegna bilunar í díselvél í Flatey er rafmagnsskömmtun í gangi, notendur þar eru vinsamlegast beðnir um að lágmarka rafmagnsnotkun eins og mögulegt er, viðbúið að þetta ástand vari fram yfir helgina.

17. ágú. 2022 18:28 | Bilun Flatey

Vegna Bilunar í ljósavél verður rafmagn skammtað í flatey í dag og á morgun, 17.-18.8.2022.
Eftir viðhald á ljósavél í dag kom upp bilun og er sú ljósavél óvirk þar til varahlutir berast á morgun 18.8.2022. Rafmagn í Flatey er framleitt á annari minni vél sem ræður ekki við fulla notkun í eyjunni og því verður að skammta rafmagn meðan þetta ástand varir.

09. ágú. 2022 11:54 | Hitaveita Patreksfirði

9.8.2022 kl. 11:52 hitaveita patreksfirði er komin aftur í rekstur. Allir notendur ættu að vera komnir aftur með hita.

09. ágú. 2022 11:36 | truflanir hitaveita patró

9.8.2022 kl. 11:20 vegna bilunar er hitaveita patreksfirði stopp. unnið er að viðgerð

08. ágú. 2022 09:40 | Hrútafjörðu Borðeyri Bitrufjörður Kollafjörður að Stórafjarðarhorni

8.8.2022 kl. 9:37 Smá truflun vegna rofahreifinga um kl 9:45. Afsakið ónæðið. OV Hólmavík

07. ágú. 2022 14:43 | Hrútafjörður Bitrufjörður og Kollafjörður

7.8.2022 kl. 13:58 útsláttur Hrútatungu olli spennuleysi á þessu svæði. Rafmagni hleypt á frá Hólmavík að og með Borðeyri. Rafmagn komið að Borðeyri frá Hrútatungu. Afsakið ónæðið. OV Hólmavík

03. ágú. 2022 10:00 | Hrútafjörður Bitrufjörður og Kollafjörður

3.8.2022 Smávægileg rafmagnstruflun vegna rofahreyfinga verður um kl 10:30 á þessu svæði og líka á Borðeyri. OV Hólmavík.

21. júl. 2022 10:09 | Rafmagn komið á:

21.7.2022 kl.10:00. Rafmagn komið á: . Útsláttur Álftafjarðarlínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað.

19. júl. 2022 14:55 | Heitavatnslaust Balar 17-23 og Brunnar 8-12

Lokað verður fyrir hitaveitu á Bölum 17-23 og Brunnum 8-12 á miðvikudag 20.7.2022 kl 10:00 vegna vinnu við hitaveitulögn. Búist er við að vinnu verði lokið um hádegi.

11. júl. 2022 14:50 | Strandgata Tálknafirði

11.7.2022 kl. 14:49 viðgerð er lokið og eiga allir notendur að vera komnir með rafmagn.

11. júl. 2022 11:39 | Strandgata Tálknafirði

11.7.2022 kl. 11:36 Vegna bilunar þarf að gera við stofnstreng í Strandgötu Tálknafirði. Á meðan viðgerð stendur verður strandgata 2,3,4,5,6 og 8 rafmagnslaus fram eftir degi.

06. júl. 2022 22:40 | Ísafjarðardjúp

6.7.2022 kl. 22:24 fór rafmagn af Ögirsveit sett inn kl 22:34 og það tollir inni ástæða ekki vitað

04. júl. 2022 23:49 | Árneshreppur og Drangsnes.

4.7.2022 kl. 23:32 fór rafmagn af Drangsnesi Bjarnafirði og Árneshreppi í 10 mínútur allt virðist í lagi ástæða ekki vitað

27. jún. 2022 16:20 | Hitaveita Patreksfirði

27.6.2022 kl. 16:18 Vegna vinnu í hitaveitu verður heitavatnslaust við Brunna 8,10 og 12 einnig Bala 17,19,21 og 23 milli kl 10:00 og 12:00 á morgun 28.6.22

25. jún. 2022 16:38 | Hitaveita Ísafirdi

25.6.2022 kl. 16:33 Tafir hafa orđiđ á viðgerð hitaveitu á Suđurtanga Ísafirđi. Reiknađ er međ ađ viðgerð ljúki á milli kl 20 og 21 í kvöld. Beđist er velvirđingar á þessari seinkun.

24. jún. 2022 13:05 | Viðgerð í Mýrargögtu á Patreksfirði

24.6.2022 kl. 13:01 Búið er að hleypa á flesta notendur sem tengjast Spennistöð við Mýrargötu. Unnið að viðgerð á rafstreng í götunni.

24. jún. 2022 12:14 | Rafmagnsbilun á Patreksfirði

24.6.2022 kl. 12:12 Rafmagnsbilun er á Mýrum á Patreksfirði, bilanaleit í gangi.

24. jún. 2022 12:09 | Hitaveituframkvæmdir Ísafirdi

Á morgun, laugardaginn 25.júní verður fariđ í viðgerð á heitavatnslögn viđ Njarđarsund á Îsafirđi. Vegna þessa verður heitavatnslaust from Guđmundarbúđ og niđur fyrir Ásgeirsgötu from kl. 8-17 eða á međan viðgerð varir. Viðgerð biđjumst velvirđingar á óþægindum og þökkum biđlund.

15. jún. 2022 15:21 | Rafmagnsleysi í norðanverðum Dýrafirði 16. júní

Rafmagn verður tekið af norðaverðum Dýrafirði á morgun fimmtudaginn 16. júní klukkan 11:00 vegna vinnu við dreifikerfi. Notendur utan Lambadals að Lyngholti missa rafmagn í stutta stund við upphaf og í lok aðgerðar. Notendur utan Lyngholts verða án rafmagns á meðan vinnu stendur en gert er ráð fyrir að vinnu ljúki milli klukkan 14 og 15.
Þökkum skilninginn

02. jún. 2022 20:51 | Arnarfjörður/Laugarból

Viðgerð lokið á háspennustrengnum sem liggur frá Mjólká að Laugarbóli. Búið að spennusetja strenginn.02.6.2022 kl. 20:49

02. jún. 2022 10:56 | Staðardalur

2.6.2022 kl. 10:30 Spennulaust frá Stað að Kirkjubóli vegna tengivinnu fram eftir degi.

01. jún. 2022 00:53 | Straumleysi Arnarfirdi og Dýrafirði.

1.6.2022 kl. 0:45 Nokkrar truflanir urđu á rafmagni um miđnætti. Orsők er bilun í jarđstreng sem liggur frá Mjólká ađ Laugabóli í Arnarfirđi og er sá strengur nú úr rekstri vegna bilunnar.

26. maí 2022 04:54 | Útleysing Bíldudal

26.5.2022 kl. 4:51 Rafmagn leysti út kl 04:20 á Bíldudal. Búið er að spennusetja aftur og eiga því allir notendur að vera með rafmagn.

25. maí 2022 09:15 | Straumsleysi hluta Barðastrandar

Rafmagn verður tekið af hluta Barðastrandar frá Krossi að Auðshaug í dag 25.5.2022 frá kl 13 til kl 16 vegna tengivinnu við spennistöð.

24. maí 2022 21:04 | Mýrar Patreksfirði

24.5.2022 kl. 21:02 Bilun sem kom upp kl 20 í kvöld á mýrum er lokin. Eiga því allir notendur að vera með rafmagn.

24. maí 2022 20:42 | Mýrar Patreksfirði

24.5.2022 kl. 20:41 Bilun kom upp í rafmagni á ysta hluta mýra rétt um kl 8, unnið er að viðgerð. Notendur geta orðið varir við straumleysi á meðan skoðun er gerð.

24. maí 2022 15:45 | Gufudalssveit

24.5.2022 kl. 15:44 tengivinnu lokið og allir komnir með rafmagn takk fyrir þolinmæðina

24. maí 2022 08:50 | Gufudalssveit

24.5.2022 kl. 14:00 verður tekið rafmagn af frá Hríshól að Kletthálsi og Reykhólum. Varaafl verður keyrt fyrir Reykhóla vegna tengi vinnu

16. maí 2022 11:28 | Gufudalssveit

16.5.2022 kl. 11:25 Straumlaust verður í dag kl 13:30 frá Bjarkarlundi að Kletthálsi í ca eina klukkustund. Vegna tenginga.

16. maí 2022 11:20 | Gufudalssveit

16.5.2022 kl. 11:18 Straumlaust verður frá Bjarkarlundi að Kletthálsi í dag kl.14:30 ca eina klukkustund.

03. maí 2022 12:06 | Bilun í dreifikerfi rafmagns á Patreksfirði

3.5.2022 kl. 12:02 Bilun kom upp snemma í morgun í dreifikerfi rafmagns í Aðalstræti 10 til 50, bilun kemur fram í nokkrum húsum. Reiknað með að viðgerð ljúki fyrir kvöldið.

23. apr. 2022 13:32 | Bolungarvík

Viðgerð lokið í Bolungarvík. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn. 23 .4.2022 kl. 13:31

23. apr. 2022 11:30 | Rafmagnsleysi Bolungarvík

Rafmagnslaust er við Búðarkant í Bolungarvík. Unnið er að viðgerð. 23.4.2022 kl. 11:28

23. apr. 2022 07:37 | Ísafjarðardjúp

23.4.2022 kl. 7:53 fór rafmagn af frá Skeið á Hólmavík og allt Djúpið komið inn ástæða ekki vitað

17. apr. 2022 12:00 | Kvígindisdalslína

17.4.2022 kl. 11:57 Vegna bilunar þarf að taka rafmagn af kvígindisdalslínu í Patreksfirði Áætlað er að taka út milli 12:30-13:00 og að viðgerð geti tekið 3-4 klst

16. apr. 2022 11:05 | Útsláttur Tálknafjarðarlínu

Útsláttur varð á Tálknafjarðarlínu um klukkan 10:05 í morgun, varaafl keyrt upp fyrir Patreksfjörð og svet, rafmang komið á svæðið í áföngum upp úr klukkan 10:16.

13. apr. 2022 11:48 | Sellátra- og Ketildalalínur straumleysi

Í dag, 13.04.2022 verður Sellátralína í Tálknafirði tekin úr rekstri vegna bilanaleitar. Við þetta verða Ketildalir og Tálknafjörður utan Sveinseyrar straumlaus í ca 1 klukkutíma.

11. apr. 2022 11:23 | Straumleysi á Suðurtanga

Á miðnætti í kvöld verður rafmagnið tekið af stóru svæði neðarlega á Eyrinni vegna tengivinnu í allt að einn klukkutíma. Allir notendur á spennistöðvum OV í Njarðarsundi og Suðurtanga verða fyrir áhrfifum. Mögulega þarf að taka rafmagnið af aftur í stutta stund eftir að hleypt hefur verið á.

08. apr. 2022 14:02 | Hitaveita Patreksfirði

8.4.2022 kl. 14:01 Viðgerð lokið og ættu því allir að vera komnir aftur með heitt vatn.

08. apr. 2022 11:45 | Hitaveita Patreksfirði

8.4.2022 kl. 11:43 Vegna bilunar í hitaveitu á Patreksfirði þarf að loka fyrir hita á Aðalstræti 43-52 á meðan viðgerð stendur.

18. mar. 2022 16:08 | Viðgerð lokið á Rauðasandslínu

18.3.2022 kl. 16:05 Um klukkan 16:01 var hleypt á Rauðasandslínu eftir viðgerð, allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn.

18. mar. 2022 14:27 | Viðgerð á Rauðasandslínu

Viðgerð stendur yfir á Rauðasandslínu á Skersfjalli, stefnt er að því að henni ljúki fyrir klukkan 17:00.

17. mar. 2022 21:49 | Rauðasandslína enn úti

17.3.2022 kl. 21:45 Ekki tókst að klára viðgerð á Rauðasandslínu í kvöld vegna veðurs og ófærðar, haldið verður á með viðgerð í fyrramálið,

17. mar. 2022 16:39 | Útsláttur Rauðasandslínu

17.3.2022 kl. 16:24 Rauðasandslína leysti út rétt í þessu en tilkynningar um straumleysi voru komnar nokkru áður auk mælinga sem bendir til þess að línan sé slitin. Vinnuflokkur er farinn af stað í bilanaleit og viðgerð.

14. mar. 2022 19:28 | Standir Reykhólasveit og Djúp.

14.3.2022 kl. 18:30 varavélar hafa verið stoppaðar

14. mar. 2022 13:47 | Hólmavík, Strandir, Ísafjarðardjúp og Reykhólasveit

Vegna bilunar í Glerárskógarlínu er keyrt á varaafli á Hólmavík og nærsveitum

14. mar. 2022 12:57 | Bíldudalur útsláttur

14.3.2022 kl. 12:55 Bíldudalur sló út á undirtíðni þegar Vesturlína sló út. Allir notendur á suðursvæði ov eiga að vera komnir með rafmagn.

10. mar. 2022 12:59 | Hrútafirði og Bitru

10.3.2022 kl. 12:45 fór rafmagn af það er komið inn aftur fór út í Hrútatungu hjá Rarik

05. mar. 2022 18:43 | Bíldudalslína komin í rekstur

5.3.2022 kl. 18:41 Bíldudalslína komst í rekstur um klukkan 18:37, varaaflskeyrslu á Bíldudal lokið.

05. mar. 2022 16:09 | Bíldudalur

5.3.2022 kl. 16:08 Bíldudalslína sló út kl 15:45. Unnið er að því að ræsa varaafl og vinnuflokkur er að gera sig kláran í línuskoðun.

03. mar. 2022 10:25 | Hólmavík

3.3.2022 kl. 13:00 til ca 15:00 verður rafmagn tekið af lækjartúni 9-24 vegna tengivinnu .

01. mar. 2022 14:56 | Hitaveita Patreksfirði Hjallar, Sigtún

Vegna viðgerðar á hitaveitulögn verður heitavatnslaust á Sigtúni 4, 6 og efri hluta Hjalla í dag frá kl 15 og fram eftir degi.

01. mar. 2022 10:11 | Hitaveita Patreksfirði

1.3.2022 kl. 10:09 Í dag verður lekaleit í hitaveitunni á Patreksfirði. Notendur geta lent í skammtíma heitavatnsleysi á meðan hún stendur yfir.

28. feb. 2022 15:26 | Rafmagn komið á: Lína Landsnets á milli Mjólkárvirkjunar og Breiðadals

28.2.2022 kl.15:25. Rafmagn komið á: Lína Landsnets á milli Mjólkárvirkjunar og Breiðadals. Ástæða: Bilun í línum Landsnets. Sjálfvirk ræsing varaaflsstöðvar – snjallnet vinnur eðlilega – rafmagn komið á aftur.

28. feb. 2022 11:10 | Patreksfjörður og sveitir

28.2.2022 kl. 11:04 Vegna bilunar í rofabúnaði/stjórnbúnaði er keyrt varaafl á Patreksfirði en reynt verður að færa notendur af varaafli kl 12:30 í dag. vegna eðli bilunarinnar er möguleiki að straumur fari af Patreksfirði og sveitum í stuttan tíma frá kl 12:30 til 13:00.

28. feb. 2022 09:58 | Hitaveita Patreksfirði

28.2.2022 kl. 9:54 Bilun fannst í morgun í hitaveitunni efst í sigtúninu. Því mun í dag á hjallar 7,9,11,13,15,17,19,21,23,25 og Sigtún 4 og 6 verða heitavatnslaus um stund meðan viðgerð fer fram. Ekki er vitað hvenær hiti verður tekinn af eins og er.

28. feb. 2022 07:21 | Útleysing í flutningskerfi

Rafmagn fór af Vestjförðum um klukkan sex í morgun. Verið er að vinna í að koma rafmagni á þá staði sem enn eru án rafmagns.

28. feb. 2022 07:15 | Tálknafjörður og Vesturbyggð

28.2.2022 kl. 7:13 allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn.

25. feb. 2022 15:42 | Bilun Sveinseyrarlínu Tálknafirði

Ov fékk tilkynningu um brotinn staur í Sveinseyrarlínu á Tálknafirði. Þegar þetta er skrifað er línan undir spennu en farið verður í skoðun og viðgerð þegar veðri slotar.

25. feb. 2022 14:52 | Útsláttur Sveinseyrarlínu

25.2.2022 kl. 14:26 Sveinseyrarlína Tálknafirði sló út kl 14:26. Ástæða ókunn. Línan var spennusett aftur og virðist tolla inni.

24. feb. 2022 20:29 | Rauðasandslína komin í rekstur

Viðgerð er lokið á Rauðasandi og línan komin aftur í rekstur um klukkan 19:55, allir notendur á suðursvæði Vestfjarða eiga þar með að vera komnir með rafmagn.

24. feb. 2022 16:32 | Straumleysi á Rauðasandslínu

Vegna viðgerðar á Rauðasandslínu þarf að taka rafmagn af línunni í dag upp úr klukkan 17:30 og má búast við straumleysi fram undir klukkan 22:00.

24. feb. 2022 15:40 | Rafmagn komið á Barðastrandarlínu

Vinnu við viðgerð og straumrof á Barðastrandarlínu lokið, var aðeins á undan áætlun frá áður útgefnum tímasetningum en allir notendur á Barðaströnd eiga nú að vera komnir með rafmagn á ný.

24. feb. 2022 15:05 | Viðgerð á Barðastrandarlínu

Vegna viðgerðar á Barðastrandarlínu þarf að rjúfa straum á línunni í stutta stund í kringum klukkan 16:00 í dag.

23. feb. 2022 13:53 | Staða rafmagnsbilana á sunnanverðum Vestfjörðum

Uppfærsla á stöðu rafmagnsbilana á sunnanverðum Vestfjörðum.  Seint í gærkvöld kláraðist viðgerð á Rauðasandi þannig að hægt var að hleypa á línuna aftur og er einn notandi úti þar, stefnt að viðgerð strax og veður leyfir á morgun.  Hægt var að hleypa á jarðstreng inn á Barðaströnd um miðjan dag í gær en bilun er enn á álmu sem liggur frá Haukabergi að Siglunesi og bíður sú viðgerð einnig morguns og gert ráð fyrir að hægt verði að hleypa á álmuna um miðjan dag á morgun.

23. feb. 2022 00:33 | Hitaveita Patreksfirði

23.2.2022 kl. 0:31 Truflun afstaðin.

22. feb. 2022 23:36 | Rafmagn Ísafirði

Tunguhverfi Ísafirði. Viðgerð lokið. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn. Þökkum þolinmæðina. 22.02.2022 kl. 23:36

22. feb. 2022 23:31 | Hitaveita Patreksfirði truflun

22.2.2022 kl. 23:28 Vegna bilunar í olíukatli má búast við truflun á afendingu á heitu vatni.

22. feb. 2022 22:06 | Rafmagnsleysi Ísafirði

Bilun fundin í Tunguhverfinu Ísafirði. Unnið er að viðgerð.22.02.2022 kl. 22:04

22. feb. 2022 20:29 | Rafmagnstruflanir Ísafirði

Truflanir í Tunguhverfinu Ísafirði. Gætum þurft að taka rafmagnið af kvöld í einhvern tíma. 22.2022 kl. 20:27

22. feb. 2022 17:08 | Önundarfjörður

22.2.2022 kl. 17:06 Vegna vinnu við tengivirki OV og Landsnets í Breiðdal fór rafmagnið af sveitinni í Önundarfirði tvisvar í stutta stund. Beðist er velvirðingar á þessum truflunum.

22. feb. 2022 16:31 | Staðan á sunnanverðum Vestfjörðum

Bíldudalslína og Patreksfjarðarlína eru komnar aftur í rekstur og allri varaaflskeyrslu hætt.

Bilun fannst á Sigluneslínu á Barðaströnd og eru nokkur sumarhús þar straumlaus. Ekki er ljóst hvenær verður hægt að fara í viðgerð á henni en það verður gert við fyrsta tækifæri. Þegar búið var að einangra bilunina frá var hleypt á Barðastrandastrenginn og eru allir notendur þar komnir með rafmagn að nýju.

Bilun er á Rauðasandslínu og verður farið í viðgerðir á henni í kvöld og nótt.

22. feb. 2022 11:27 | Bilanir á sunnanverðum Vestfjörðum

22.2.2022 kl. 11:22 Uppfærsla á stöðu viðgerða, Patreksfjarðarlína er komin í rekstur, unnið að viðgerð á Bíldudalslínu, bilanaleit í gangi á Barðastrandarlínu og undirbúningur hafinn við viðgerð á Rauðasandslínu.

22. feb. 2022 05:18 | Varaafl keyrt á Bíldudal

22.2.2022 kl. 5:14 Bíldudalslína tollir ekki inni, varaafl er keyrt fyrir hálfan staðinn en allir notendur ættu að fá rafmagn fljótlega.

22. feb. 2022 04:30 | Útsláttur Bíldudalslínu

22.2.2022 kl. 4:25 Bíldudslína leysti út um klukkan 04:10, innsetning verður prófuð á næstu mínútum.

22. feb. 2022 03:52 | Rafmagnstruflun í Önundarfirði

Rafmagn fór af öllum Önundarfirði kl. 03:19 þegar útleysing varð á Ísafjarðarlínu Landsnets. Línan kom aftur inn kl. 03:32 og er rafmagn komið aftur á í firðinum.

22. feb. 2022 01:52 | Rafmagnstruflun í Engidal og Álftafirði

Rafmagn fór af Engidal og öllum Álftafirði kl. 01:20  þegar útleysing varð á Súðavíkurlínu. Sjálfvirkt varafl fór í gang í Súðavík. Allt var komið inn aftur kl. 01:30 og keyrslu varaafls hætt í Súðavík.

22. feb. 2022 00:49 | Rafmagnslaust á Barðaströnd og Rauðasandi

22.2.2022 kl. 0:42 Sveitin sunnan Patreksfjarðar sló út um klukkan 00:22, bilun er sunnan megin í Patreksfirði, tengt Rauðasandslínu og verður skoðað með viðgerð strax og fært er á staðinn.

22. feb. 2022 00:18 | Straumrof á sunnanverðum Vestfjörðum

22.2.2022 kl. 0:13 Rafmagn fór af sunnanverðum Vestfjörðum um klukkan 23:10, allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn aftur. Varaafl er keyrt fyrir Patreksfjörð og sveit.

21. feb. 2022 22:00 | Útleysing í flutningskerfi

Útleysing varð á Geiradalslínu Landsnets kl. 20:37. Allir notendur eru komnir með rafmagn en norðan- og sunnanverðir Vestfirðir eru enn frátengdir landskerfinu og eru þar keyrðar dieselvélar og vatnsaflsvirkjanir.

21. feb. 2022 21:12 | Tálknafjörður

21.2.2022 kl. 21:11 Rafmagn er komið á í Tálknafirði og eiga allir notendur þar að vera með rafmagn.

21. feb. 2022 21:07 | Strandir og Reykhólasveit

21.2.2022 kl. 21:04 Fór allt svæðið út verið að ræsa varaafl.

21. feb. 2022 20:52 | Tálknafjörður

21.2.2022 kl. 20:50 Straumlaust er í Tálknafirði eftir að högg kom á kerfið. Unnið er að viðgerð.

18. feb. 2022 13:39 | Straumleysi í Bolungarvík

Vegna vinnu í spennistöð við Grundarstíg þarf að taka rafmagnið af á eftirfarandi götum á morgun þann 19.02 frá klukkan 09.00 - 14.00 Þær eru :Grundarstígur. Grundargarður, Þuríðarbraut, Mávakambur og Tjarnakambur. Tjarnarkambi. 18.02.2022 kl. 13:40

14. feb. 2022 11:09 | Ísafjarðardjúp

14.2.2022 kl. 11:06 rafmagn fór af unnið að innsetningu kemur eftir smá stund

10. feb. 2022 15:12 | Rafmagn komið á í Örlygshöfn

Viðgerð er lokið í Örlygshöfn í Patreksfirði, bilun var í spennistöð sem fæðir nokkur hús á Hvammsholti, allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn.

10. feb. 2022 13:29 | Rafmagnstruflanir á Rauðasandslínu

Vegna viðgerðar á Rauðasandslínu í Örlygshöfn má búast við truflunum á línunni í dag, stutt rafmagnsleysi.

10. feb. 2022 03:17 | Rafmagn komið á í Dýrafirði

10.2.2022 kl. 3:16 Allir notendur í Dýrafirði ættu að vera komnir með rafmagn að nýju.

10. feb. 2022 01:42 | Rafmagnsleysi Dýrafirði

10.2.2022 kl. 1:41 Bilun er í aðveitustöð á Skeiði í Dýrafirði. Unnið er að viðgerð.

10. feb. 2022 01:40 | Rafmagnsleysi Dýrafirði

10.2.2022 kl. 1:38 Bilun er í aðveitustöð á Skeiði í Dýrafirði. Unnin er að viðgerð.

10. feb. 2022 00:32 | Rafmagnsleysi í Dýrafirði

10.2.2022 kl. 0:23 Víðtækt rafmagnsleysi er í Dýrafirði. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvað veldur. Starfsmenn OV eru lagðir af stað í bilanaleit. Nýjar upplýsingar verða sendar út um leið og þær liggja fyrir.

09. feb. 2022 16:40 | Rafmagnsleysi í Örlygshöfn

Tilkynnt var um rafmagnsleysi í 2-3 húsum í Örlygshöfn í Patreksfirði í dag, viðgerðarmenn urðu frá að hverfa vegna ófærðar í Hafnarmúla en opnað verður úteftir á morgun, 10.02.2022 og farið í viðgerð starx og fært er yfir á Hvammsholt.

09. feb. 2022 16:09 | Örlygshöfn í Patreksfirði

9.2.2022 kl. 16:07 Bilun er á rafmagni í hluta Örygshafnar. Ekki er vitað hversu stór hluti er rafmagnslaus en ófærð er og erfitt að komast. unnið er að komast í viðgerð.

08. feb. 2022 01:17 | Flateyri

Búið er að gera við bilunina á Flateyri sem var í spennistöð. Nú eiga allir notendur að vera komnir með rafmagn. Njótið nætur. 08.02.2022 kl. 01:17

07. feb. 2022 22:47 | Flateyri

Bilun fundin og unnið að viðgerð. Búast má við að viðgerð taki 2-3 tíma í viðbót. 07.02.2022 kl. 22:45

07. feb. 2022 20:26 | Flateyri

Straumleysi er á hluta Flateyrar. Bilun í spenni. Ekki vitað hvenær straumur kemur á aftur. 2.2022 kl. 20:25

05. feb. 2022 23:17 | Ísafjarðardjúp

5.2.2022. Rafmagn fór af innanverðu Djúpi um kl 20:00 í kvöld. Grunur er um bilun í vatnsaflsvél. Keyrt er á varaafli í Reykjanesi.

05. feb. 2022 02:57 | Ísafjarðardjúp

5.2.2022 kl. 2:53 Innanvert Ísafjarðardjúp varð rafmagnslaust um kl 02:38. Unnið er að spennusetningu. Ástæða útsláttar ókunn.

30. jan. 2022 17:01 | Kerfið komið í eðlilegan rekstur

Mjólkárlína Landsnets kom aftur inn um kl. 15 og er kerfið á Vestfjörðum komið í eðlilegan rekstur.

30. jan. 2022 15:01 | Rafmagnsleysi á Bíldudal

30.1.2022 kl. 14:59 Rafmagn vantar enn á hluta af Bíldudal, unnið að viðgerð.

30. jan. 2022 14:08 | Útleysing í flutningskerfi

Mjólkárlína Landsnets sem liggur milli Geiradals og Mjólkárvirkjunar leysti út kl. 13:29. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir fá núna rafmagn frá varaflsvélum og virkjunum og er verið að vinna við að koma rafmagni á alla notendur.

30. jan. 2022 14:04 | Rafmagnsleysi á Bíldudal

30.1.2022 kl. 14:01 Vesturlína sló út um klukkan 13:29, Bíldudalslína tollir ekki inni í framhaldi, varaafl keyrt upp fyrir Bíldudal.

27. jan. 2022 22:12 | Árneshreppur

27.1.2022 kl. 22:09 rafmagn er komið á bilun fanst við Stakkanes.

27. jan. 2022 21:30 | Strandir

27.1.2022 kl. 21:26 rafmagnslaust er í Árneshrepp og það voru truflanir í Djúpinu Bjarnafirði og Drangsnesi vinnu flokkur farinn á stað.

27. jan. 2022 16:17 | Sigtún/Hjallar Hitaveita Patreksfirði - Vinnu lokið

Vinnu er lokið í bili við hitaveitulögn milli Sigtúns og Hjalla og eiga allir notendur að vera komnir aftur með heitt vatn.

27. jan. 2022 14:26 | Sigtún/Hjallar Hitaveita Patreksfirði

Vegna bilunar á hitaveitulögn milli Sigtúns og Hjalla verða truflanir á afhendingu hita næstu 2-4 klst vegna viðgerðar. Um er að ræða Sigtún 4 og 6 og Hjalla ofan götu hús 7-25.

25. jan. 2022 11:39 | Hitaveita Patreksfirði

25.1.2022 kl. 11:37 Vegna bilanaleitar í hitaveitu á Patreksfirði verður heitavatnslaust á hluta strandgötu milli kl 13:30 til 13:50.

21. jan. 2022 22:01 | Tálknafjarðarlína

21.1.2022 kl. 21:59 klukkan 21:43 leysti Tálknafjarðarlína út og fór rafmagn á sunnanverðum vestfjörðum. Ástæða er enn óvituð en allir notendur ættu að vera komnir aftur með rafmagn.

14. jan. 2022 21:01 | Hitaveitan á Flateyri

Kerfið komið í eðlilegt horf. Öll hús ættu að vera komin með hita aftur. Góða helgi öllsömul.14.1.2022 kl. 21:01

14. jan. 2022 20:39 | Rafmagn komið á Ketildalalínu

14.1.2022 kl. 20:38 viðgerð lokið á ketildalalínu og allir notendur komnir með rafmagn.

14. jan. 2022 19:39 | Hitaveitan á Flateyri

Staðan: Hitaveitukerfið er að taka sinn tíma í að jafna sig og ná upp eðlilegum þrýstingi. Við gerum okkar besta til að þrýsta á þrýstinginn. 14.1.2022 kl. 19:35

14. jan. 2022 18:50 | Hitaveitan á Flateyri

Erum byrjaði að keyra upp kerfið aftur. Það mun taka smá tíma að ná upp fullum þrýsting aftur en þetta lítur ágætlega út í augnablikinu. Næstu upplýsingar eftir 1/2 klst 14.01.2022 kl. 18:44

14. jan. 2022 17:49 | Hitaveitan Flateyri

Enn er hitavatnslaust á Flateyri vegna bilunar í Kyndistöð. Unnið er að viðgerð. Næstu upplýsingar eftir 1klst.14.01.2022 kl. 17:46

14. jan. 2022 14:23 | Hitaveitan Flateyri

Bilun er í kyndistöðinni Flateyri. Truflanir verða á hitaveitunni fram eftir degi. Unnið er að viðgerð.14.01.2022 kl. 14:21

14. jan. 2022 12:38 | Sellátralína Ketilalalína bilun fundin

14.1.2022 kl. 12:33 bilun var að finnast á Ketildalalínu en taka þurfti straum af Sveinseyrarlínu vegna þessa kl 12:25. Hleypt verður aftur á línuna þegar búið er að tryggja Ketildalalínu rofna.

13. jan. 2022 20:02 | Ketildalalína uppfærsla

13.1.2022 kl. 19:59 farið verður í frekari bilanaleit og viðgerð á ketildalalínu í fyrramálið en línan er sundur í sellátradal eða fífustaðadal.

13. jan. 2022 16:55 | Straumleysi Ketildalir

13.1.2022 kl. 16:51 Rafmagnslaust er í Ketildölum frá því um kl. 13. Vinnuflokkur er að bilanaleita línuna í þessum skrifuðu. Frekari upplýsinga er að vænta um kvöldmatarleytoð.

12. jan. 2022 20:45 | Mjólkárlína slær út

Mjólkárlína sló út.  Ekki reynd innsetning strax.  Norðanverðir Vestfirðir keyrðir á varaafli.

11. jan. 2022 11:07 | Bolungarvík/Syðridalur

Rafmagstruflanir. Rafmagstruflanir verða í Syðridal í dag. Nokkura mínútna straumleysi 2 svar sinnum vegna tengivinnu. 11.1.2022 kl. 11:04

10. jan. 2022 12:46 | Ógursveit

10.1.2022 kl. 12:45 rafmagn fór af í stutta stund ástæða ekki vitað virðist vera í lagi

03. jan. 2022 20:10 | Hrútafjörður og Bitra.

3.1.2022 kl. 20:09 viðgerð lokið allir komnir með rafmagn takk fyrir þolinmæði

03. jan. 2022 15:36 | Straumlaust er í Hrútafirði og Bitru að Stórafjarðarhorni

3.1.2022 kl. 15:15 fór rafmagn af líka á Borðeyri. Rafmagn komið á Borðeyri. Vinnuflokkur farinn af stað í bilunarleit.

24. des. 2021 15:59 | Rafmagn Bolungarvík

Rafmagnsleysi yfirstaðið. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn. Gleðileg jól til ykkar allra. 24.12.2021 kl. 15:57

24. des. 2021 15:34 | Rafmagnsleysi Bolungarvík

Traðarlandið er nú rafmagnslaust. Unnið er að viðgerð. Rafmagn ætti að vera komið á eftir 15 mín. kl. 15:31

24. des. 2021 15:11 | Rafmagnstruflanir Bolungarvík

Rafmagnstruflanir eru í Traðarlandi Bolungarvík. Verið er að athuga hvað veldur. Nánari upplýsingar eftir 30min. 24.12.2021 kl. 15:08

21. des. 2021 15:28 | Rafmagnsleysi á Suðureyri

Vegna vinnu við tengingar í spennistöð verður rafmagnslaust við Aðalgötu og á stærstum hluta eyrarinnar á Suðureyri milli kl. 00:00 og 01:00 í kvöld aðfaranótt miðvikudags.

14. des. 2021 10:07 | Ísafjarðardjúp

14.12.2021 kl. 11:00 verður tekið rafmagn af Ögursveit frá Skálavík að Hvítársíða í ca 1 til 2 tíma vegna tengi vinnu

10. des. 2021 11:34 | Hitaveita Aðalstræti Patreksfirði

10.12.2021 kl. 11:30 Áætlað er að vinna í hitaveitu á Aðalstræti 31-39 mánudaginn 13.12'21 ef veður leyfir. Hús 31 og 33 verða hitalaus milli kl 10-12, en 37 og 39 frá kl 10 og fram eftir degi.

06. des. 2021 14:11 | Steingrímfjarðarheiði og Djpið

6.12.2021 Á morgun 7.12 2021 kl 10:30 verður tekið rafmagn af Steingrímfjarðarheiði og Djúpið keyrt með varaafli vegna tengingar á hápennu í ca 5 til 6 tíma

02. des. 2021 10:17 | Hitaveitan Ísafirði

Truflun á hitaveitunni Ísafirði. Skrúfa þarf fyrir heitavatnið í Mánagötu og Mjallagötu í 90 mínútur frá 10.30 til 12.00 þetta er vegna tengivinnu. 12.2021 kl. 10:12

30. nóv. 2021 16:17 | Rafmagnstruflanir í Önundarfirði á morgun

Vegna tengivinnu verður rafmagnslaust á Ingjaldssandi milli kl. 10 og 15 á morgun. Einnig verður rafmagn tekið af tvisvar í stutta stund á svæðinu frá Þórustöðum að Valþjófsdal, fyrst kl. 10 og svo aftur þegar vinnu lýkur sem verður væntanlega á bilinu milli kl. 14 og 15.

26. nóv. 2021 08:47 | Hitaveita Patreksfirði

26.11.2021 kl. 8:45 Góðan dag. Vinna þarf í hitaveitu á Aðalstræti 1,1A, 3,5,7,9 og Þórsgötu 1. Lokað verður fyrir milli kl 13:00 og 13:30 í dag

24. nóv. 2021 08:19 | Gufudalssveit

24.11.2021 ca kl. 13:00 verður tekið rafmagn af Kollafjarðarlínu frá Bjarkalundi að Kletthálsi vegna vinnu á háspennulínunni í ca 2 tíma.

21. nóv. 2021 11:22 | Ísafjarðardjúp

21.11.2021 kl. 11:00 viðgerð lokið takk fyrir þolinmæðna

21. nóv. 2021 09:51 | Ísafjarðardjúp og frá Hólmavík að Stakkansi

21.11.2021 kl. 9:47 það er rafmagnslaust bilun fundin verið að gera við

16. nóv. 2021 15:52 | Rafmagn tekið af norðanverðum Dýrafirði

Rafmagn verður tekið af á hluta Dýrafjarðar miðvikudaginn 17. nóv kl. 10:00 vegna vinnu við dreifikerfi.

Notendur frá Hjarðardal að Felli missa rafmagn í stutta stund í upphafi og við lok aðgerðar.

Notendur utan við Fell verða án rafmagns á meðan aðgerð stendur sem verður vonandi ekki lengur en kl. 15:00

16. nóv. 2021 10:27 | Selströnd

16.11.2021 kl. 11:30 verur tekið rafmagn af Bæjar álmu vegna tengi vinnu í ca 3 tíma

14. nóv. 2021 14:48 | Rafmagn komið á sveit í Tálknafirði

14.11.2021 kl. 14:39 Um klukkan 14:30 komst rafmagn aftur á Sellátralínu og ættu allir notendur þar og yfir í Ketildali að vera komnir með rafmagn.

14. nóv. 2021 13:29 | Rafmagnslaust í sveit Tálknafirði

14.11.2021 kl. 13:24 Tilkynnt var um rafmagnsleysi í Ketildölum rétt fyrir klukkan 13 í dag, rafmagnslaust er frá spennistöð við skólann á Tálknafirði og þar með í Ketildölum. Leitað að bilun.

11. nóv. 2021 13:44 | Árneshreppur

11.11.2021 kl. 13:41 vinnu lokið við streng Trékyllisheiði og allir komnir með rafmagn takk fyrir þolinmæðina

10. nóv. 2021 11:48 | Árneshreppur

11.11.2021 kl. 10:00 veður tekið rafmagn af Árneshreppi vegna tengi vinnu á þriggja fasa streng til Djúpavíkur fram eftir degi

03. nóv. 2021 15:30 | Súðavíkurlína komin í rekstur

3.11.2021 kl.15:28. Súðavíkurlína komin í rekstur og keyrslu varaafls hætt

03. nóv. 2021 14:15 | Straumleysi: Súðavík

3.11.2021 kl.14:14. Straumleysi: Súðavík. Útsláttur Súðavíkurlínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Verið að keyra varaafl

03. nóv. 2021 12:19 | Rafmagn komið á: Súðavík

3.11.2021 kl.12:18. Rafmagn komið á: Súðavík. Útsláttur Súðavíkurlínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Varaafl fór ekki í gang

03. nóv. 2021 10:56 | Árneshreppur

3.11.2021 kl. 11:30 ca verður tekið rafmagn af Árneshrepp í 20 til 30 mínútur vegna tengi vinnu

03. nóv. 2021 10:54 | Rafmagn komið á Álftafjarðarlínu

3.11.2021 kl.10:52. Rafmagn komið aftur á Álftafjarðarlínu.

03. nóv. 2021 10:31 | Unnið að viðgerð: Álftafjarðarlína

3.11.2021 kl.10:27. Unnið að viðgerð: Álftafjörður. Útsláttur Álftafjarðarlínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Línubilun rafmagn verður komið aftur á fljótlega.

02. nóv. 2021 15:06 | hitaveita Patreksfirði

2.11.2021 kl. 15:04 Tengivinna á Hjöllum og Brunnum er lokin og eiga allir notendur að vera komnir með heitt vatn.

02. nóv. 2021 14:05 | Árneshreppur

2.11.2021 kl. 14:01 það verður ekki tekið rafmagn af Árneshrepp í dag vegna óviðráðanlegum aðstæðna.

02. nóv. 2021 12:08 | Árneshreppur

2.11.2021 kl. 14:00 verður tekið rafmagn af í Árneshreppi vegna tengi vinnu

02. nóv. 2021 08:57 | Hitaveita Patreksfirði

2.11.2021 kl. 8:55 Í dag verður unnið við tengivinnu við Brunna og Hjalla. vegna þess verður heitavatnslaust á Brunnum 19,21,23,25 og hjöllum 20 milli kl 14-17 í dag.

01. nóv. 2021 11:17 | Árneshreppur

1.11.2021 kl.13:00 í ca 3 tíma veður rafmagn tekið af í Árneshreppi vegna tengi vinnu

29. okt. 2021 14:54 | Hrafnseyrarlína sló út

29.10.2021 kl. 14:51 Grafið var í streng í Borgarfirði sem olli því að Hrafnseyrarlína sló út. Enginn varð rafmagnslaus vegna bilunarinnar. Starfsmenn OV í Mjólká eru á leiðinni á staðinn að skoða aðstæður.

25. okt. 2021 20:27 | Straumrof á Tálknafirði

Straumrof varð á Tálknafirði og sveitalínum um klukkan 19:57 en verið var að hleypa á nýjan spenni fyrir svæðið, búnaður kominn í lag og allir notendur komnir með rafmagn um 5-6 mínútum síðar.

20. okt. 2021 10:11 | Rafmagn komið á í Tálknafirði

Nú rétt í þessu kom rafmagnið á aftur í Tálknafirði. Beðist er velvirðingar á þessari truflun.

20. okt. 2021 09:38 | Straumleysi í Tálknafirði

Rafmagnið fór af Tálknafirði klukkan 9:28. Verið er að skoða hvað olli útleysingunni og koma rafmagni aftur á.

20. okt. 2021 03:08 | Útsláttur suðursvæði

20.10.2021 kl. 2:21 Sló Tálknafjarðarlína út en hún var spennusett aftur og þegar þetta er skrifað eiga allir notendur á suðursvæði OV að vera með rafmagn.

19. okt. 2021 09:51 | Kaldrananesreppur

19.10.2021 kl. 9:49 truflanir eru á línunni að Drangsnesi verið að gera við kemur eftir skamma stund

19. okt. 2021 03:34 | Truflanir í flutningskerfi

Tvær truflanir urðu í flutningskerfi Landsnets síðasta sólarhringinn sem ollu rafmagnsleysi á norðan- og sunnaverðum Vestfjörðum. Tálknafjarðarlína (TA1) fór út kl. 14:40 og Mjólkárlína (MJ1) fór út kl. 00:41. Línurnar eru enn úti og er varaafl keyrt ásamt vatnsaflsvirkjunum. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn.

18. okt. 2021 15:39 | Sunnanverðir Vestfirðir

18.10.2021 kl. 15:36 14:38 leysti út Tálknafjarðarlína og fór rafmagn á sunnanverðum vestfjörðum. Búið er að ræsa varaafl og eiga allir notendur að vera komnir með rafmagn.

18. okt. 2021 15:32 | Línan yfir í Staðardal komin inn

Línan yfir í Staðardal í Súgandafirði er komin inn eftir viðgerð.

18. okt. 2021 10:26 | Spennistöðin á Suðureyri komin inn

Rafmagn er komið á spennistöðina sem fór út á Suðureyri.

18. okt. 2021 09:18 | Rafmagnslaust í spennistöð á Suðureyri

Rafmagnslaust er í einni spennistöð á Suðureyri. Unnið er að viðgerð.

18. okt. 2021 09:02 | Rafmagn komið á Suðureyri - Staðardalur enn úti

Rafmagn er komið á Suðureyri. Bilun er á línunni yfir í Staðardal.

18. okt. 2021 08:38 | Rafmagnslaust í Súgandafirði

Rafmagnslaust er á Suðureyri og í Staðardal í Súgandafirði. Unnið er að því að koma rafmagni aftur á.

14. okt. 2021 16:44 | Hrútafirði og Bitru.

14.10.2021 Á milli kl17:30 til 18:30 verður rafmagnslaust í stutta stund vegna tengi vinnu á Ljótunarstöðum

13. okt. 2021 20:50 | Rafmagn komið á: Strandir, Borðeyri

13.10.2021 kl.20:41. Rafmagn komið á alla notendur í Hrútafirði og Bitru nema Ljótunnarstaði. ljósavél er á leiðinni þangað og verður tengd í kvöld.

13. okt. 2021 13:42 | Hrútafirði og Bitru

13.10.2021 kl. 13:38 rafmagnslaust er í Hrútafirði og Bitru að Broddanesi Borðeyri komið með rafmagn vinnuflkkur að fara á stað til að bilun

13. okt. 2021 13:09 | Borðeyri Hrútafjörður og Bitra

13.10.2021 kl. 13:07 rafmagn fór af verið að vinna í því hjá Rarik

11. okt. 2021 12:33 | Rafmagn komið í lag á Patreksfirði

11.10.2021 kl. 12:31 Hleypt var á Urðargötu eftir viðgerð um klukkan 12:25, allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn.

11. okt. 2021 11:17 | Rafmagnsbilun Patteksfirði

11.10.2021 kl. 11:14 Rafmagnsbilun er á Patreksfirði og þarf að rjúfa rafmagn fyrir Urðsrgötu á meðan gert er við. Rofið frá klukkan 11:20 um óákveðinn tíma, tilkynning verður uppfærð.

08. okt. 2021 11:27 | Bilun fundin í Staðardal í Súgandafirði

Búið er að finna bilun á línunni í Staðardal og er verið að undirbúa viðgerð.

07. okt. 2021 23:14 | Línan til Staðardals skoðuð á morgun

Bilun er á línunni sem liggur frá Suðureyri yfir í Staðardal. Vegna veðurs verður beðið með bilanaleit til morguns.

07. okt. 2021 22:29 | Rafmagn komið á aftur á Suðureyri

Rafmagn er komið á aftur á Suðureyri. Línan yfir í Staðardal er úti.

07. okt. 2021 22:17 | Önnur rafmagnstruflun í Súgandafirði og í Tungudal

Rafmagn fór af Súgandafirði og hluta Tungudals í Skutulsfirði. Rafmagn er komið á í Tungudal og í innanverðum Súgandafirði. Unnið er að því að koma rafmagni aftur á Suðureyri.

07. okt. 2021 20:33 | Rafmagn komið á stærstan hluta Suðureyrar

Rafmagn komst á stærstan hluta Suðureyrar um kl. 19:30. Rafmagnslaust er enn í spennistöð við Aðalgötu og í Staðardal. Bilanagreining er í gangi.

07. okt. 2021 18:50 | Rafmagnstruflun í Súgandafirði og í Tungudal

Rafmagn fór af Súgandafirði og hluta Tungudals í Skutulsfirði. Rafmagn er komið á í Tungudal og í innanverðum Súgandafirði. Unnið er að því að koma rafmagni aftur á Suðureyri og Staðardal.

06. okt. 2021 23:36 | Súðavíkurlína komin inn

Viðgerð er lokið á Súðavíkurlínu og er línan komin aftur í rekstur.

04. okt. 2021 09:34 | Borðeyri, Hrútafirði og Bitrufirði

5.10.2021 kl. 1:00 til 2:00 í nótt verður rafmagnslaust frá Hrútatungu að Stórafarðarhorni vegna vinnu hjá Landsneti í Hrútatungu

03. okt. 2021 21:15 | Súðavíkurlína leysti út

3.10.2021 kl. 21:13 Klukkan 21:08 sló Súðavíkurlína út og virðist vera sem um vírslit sé að ræða. Varaafl fór sjálfkrafa í gang og eru allir notendur með rafmagn. Línan verður skoðuð við fyrsta tækifæri.

02. okt. 2021 01:16 | Súðavíkurlína komin í lag

2.10.2021 kl. 1:12 Í kvöld lauk umfangsmiklum viðgerðum á Súðavíkurlínu eftir óveður liðinnar viku. Línan var spennusett rétt í þessu og álag tekið upp. Varaaflskeyrslu var í kjölfarið hætt.

01. okt. 2021 11:23 | Rafmagn komið á sveit út með Tálknafirði

Um klukkan 10:45 var búið að hleypa rafmagni á alla notendur í sveitinni út með Tálknafirði og þar með allir notendur á suðursvæði komnir með rafmagn.

30. sep. 2021 23:35 | Rafmagn komið á Sellátralínu og í Arnarfjörð

Hleypt var á Sellátralínu/streng um klukkan 23:10 og ættu allir notendur í Ketildölum í Arnarfirði að vera komnir með rafmagn.  Einhver tengivinna við heimtaugar út með Tálknafirði er eftir en verið er að taka nýjan háspennustreng í notkun milli Polls og Sellátra, sú tengivinna klárast á morgun.

29. sep. 2021 16:38 | Rafmagn komið á Rauðasandslínu

29.9.2021 kl. 16:35 Um klukkan 16:27 var hleypt rafmagni á Rauðasandslínu, allir notendur þar eiga að vera komnir með rafmagn.

29. sep. 2021 14:18 | Sellátra- og Ketildalalínur staðan 29.9.2021 kl 14

Þegar veður gekk niður í gærkvöldi var farið í skoðun á Sellátralínu sem reyndist mikið skemmd. Um 11 staurar eru brotnir og einhverjir fleiri skemmdir.

Ákveðið hefur verið að gera ekki við línuna og taka heldur í notkun jarðstreng sem settur var niður frá Polli að Sellátrum í Tálknafirði í sumar og er ætlað að leysa Sellátralínu af hólmi. Ljóst er að sú aðgerð mun taka meira en sólarhring en við munum setja inn reglulegar uppfærslur af gangi viðgerðar.  Verktakar að sunnan hafa verið fengnir til aðstoðar við tengivinnu.

29. sep. 2021 13:57 | Rauðasandslína staðan 29.9.2021 kl 14

Viðgerð stendur yfir á Rauðasandslínu en vinnuflokkur er einnig að skoða línuna. Búist er við að hægt verði að hleypa á línuna seinnipartinn í dag ef fleiri bilanir finnast ekki á línunni.

29. sep. 2021 13:17 | Rafmagn komið á í Staðardal

Rafmagn er komið á í Staðardal í Súgandafirði.

29. sep. 2021 13:03 | Árneshreppur

29.9.2021 kl. 14:00 veður tekið rafmagn af í Árneshreppi frá Djúpuvík og norður verið að reisa staur sem brotnaði i Kjós í ca 1 til 2 tíma

28. sep. 2021 22:43 | Bolungarvíkurlína 3

Bolungarvíkurlína 3 er komin aftur í rekstur. Gert var við bilunina til bráðabirgða. Fullnaðar viðgerð fer fram á morgun ef veður leyfir en aðstæður voru mjög erfiðar í kvöld. 28.09 2021 kl. 22:39

28. sep. 2021 21:33 | Beðið með bilanaleit á línunni yfir í Staðardal

Vegna ófærðar og snjóalaga verður að bíða með bilanaleit á línunni yfir í Staðardal í Súgandafirði. Staðan verður metin í fyrramálið.

28. sep. 2021 20:59 | Rafmagn komið á stærstan hluta Súgandafjarðar

Rafmagn er komið á í Súgandafirði að Staðardal undanskildum en línan þangað er biluð.

28. sep. 2021 20:25 | Rafmagnslaust í Súgandafirði

Rafmagnslaust er í Súgandafirði. Unnið er að því að koma rafmagni aftur á.

28. sep. 2021 19:06 | útsláttur Rauðasandslínu

28.9.2021 kl. 19:05 kl 1846 sló Rauðasandslína út. Línan verður skoðuð þegar veður lægir.

28. sep. 2021 18:09 | Bolungarvíkurlína 3

Bilun á Bolungarvíkurlínu 3 Viðgerðarflokkur er lagður af stað. Nánari upplýsingar eftir 60min. 9.2021 kl. 18:07

28. sep. 2021 17:53 | Rauðasandslína truflanir

28.9.2021 kl. 17:47 Melanes og Stakkar eru rafmagnslaus og vitað er af brotnum staur við Stakka. grunur er um svipaða bilun við Melanesálmu. Farið verður í viðgerð þegar veður lægir. Mikil ísing er á svæðinu.

28. sep. 2021 15:58 | Sellátra- og Ketildalalínur útsláttur

28.9.2021 kl. 15:52 milli kl 14 og 15 í dag fengum við tilkynningar um straumleysi í Ketildölum. Viðgerðarflokkur fer af stað þegar veður lægir.

28. sep. 2021 15:32 | Ísafjarðardjúp

28.9.2021 kl. 15:29 rafmagn fór af öllu Djúpinu kl 14:54 .rafmagnslaust er frá Reykjanesi og vestur úr.

28. sep. 2021 04:25 | Rafmagn komið á í Arnarfirði

28.9.2021 kl. 4:22 Viðgerð á Sellátralínu lauk um klukkan 04:03 og rafmagn komið á í Arnarfirði. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn.

27. sep. 2021 22:51 | Álftafjörður

27.9.2021 kl. 22:50 Viðgerð lokið á Álftafjarðarlínu og allir notendur komnir með rafmagn.

27. sep. 2021 21:10 | Önundarfjörður og Ingjaldssandslína

Rafmagn komið aftur á Ingjaldssandslínu. Bráðabirgðaviðgerð lokið. Allir notendur komnir með rafmagn. Eigið gott kvöld. 27.9.2021 kl. 21:06

27. sep. 2021 18:08 | Straumleysi: Sunnanverðir Vestfirðir

27.9.2021 kl.18:04. Straumleysi: Sunnanverðir Vestfirðir. Útsláttur Sellátralínu. Vinnuflokkur er farinn af stað til viðgerðar.

27. sep. 2021 15:55 | Álftafjörður

27.9.2021 kl. 15:53 Bilun er á Álftarfjarðarlínu. Viðgerðarflokkur er að leggja af stað.

27. sep. 2021 15:19 | Straumleysi: Súðavík

27.9.2021 kl.15:18. Straumleysi: Súðavík. Útsláttur Álftafjarðarlínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað. Næstu upplýsingar verða veittar eins fljótt og hægt er.

27. sep. 2021 14:42 | Árneshreppur

27.9.2021 kl. 14:35 komið rafmagn í Árneshreppi takk fyrir

27. sep. 2021 14:41 | Rafmagnsleysi í Önundarfirði

27.9.2021 kl. 14:39 Rafmagnslaust er á Ingjaldssandi og mögulega að hluta til í Valþjófsdal. Viðgerðarflokkur er lagður af stað að kanna aðstæður.

27. sep. 2021 13:41 | Rafmagn komið á: Sunnanverðir Vestfirðir

27.9.2021 kl.13:39. Rafmagn komið á: Sunnanverðir Vestfirðir. Útsláttur Sellátralínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað. Vinsamlegast fylgist með fréttum á vef ov.is

27. sep. 2021 11:47 | Drangsneslína

27.9.2021 kl. 11:45 það varð truflun á Drangsnesi og Bjarnafirði sennilega Lega samsláttur

27. sep. 2021 11:37 | Sellátra- og Ketildalalínur

Kl 11:21 í dag sló Sellátralína aftur út eftir að hafa verið undir spennu í ca 1 klukkutíma. Líklegt er að um samslátt sé á Sellátralínu sé að ræða og reynt verður að setja línuna aftur inn kl 13-13:30. Leiðinlegt veður er á svæðinu en samkv. veðurspá byrjar það að ganga niður eftir hádegi.

27. sep. 2021 11:24 | Straumleysi: Sunnanverðir Vestfirðir

27.9.2021 kl.11:23. Straumleysi: Sunnanverðir Vestfirðir. Útsláttur Sellátralínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað. Næstu upplýsingar væntanlegar eftir 20 mínútur.

27. sep. 2021 11:17 | Árneshreppur

27.9.2021 kl. 11:14 rafmagnslaust er í Árneshreppi verið að leita að bilun. Það fór líka af í Djúpinu en það er komið í lag

27. sep. 2021 10:41 | Rafmagn komið á: Sunnanverðir Vestfirðir

27.9.2021 kl.10:35. Rafmagn komið á: Sunnanverðir Vestfirðir. Útsláttur Sellátralínu. Líklega samsláttur en veður er vont á svæðinu.

27. sep. 2021 07:26 | Rafmagnslaust í Bakkadal

27.9.2021 kl. 7:24 Tilkynnt var um ragmagnsleysi í Bakkadal í Arnarfirđi frá því fyrir klukkan 07:00 í morgun, bilanaleit hafin.

26. sep. 2021 21:33 | Rafmagn komið á: Súðavík

26.9.2021 kl.21:32. Rafmagn komið á: Súðavík. Útsláttur Súðavíkurlínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað.

24. sep. 2021 21:27 | Reykhólasveit

24.9.2021 kl. 21:27 viðgerð lokið takk fyrir

24. sep. 2021 21:26 | Reykhólasveit

24.9.2021 kl. 21:20 viðgerð lokið takk fyrir

24. sep. 2021 19:35 | Reykhólasveit

24.9.2021 kl. 19:33 rafmagns truflanir eru í Reykhólasveit vestan við Geiradal viðgerð stendur yfir

23. sep. 2021 10:15 | Bjarnafjörður

23.9.2021 kl. 11:00 verður tekið rafmagn af í Bjarnafirði og Bessastöðum vegna tengi vinnu

22. sep. 2021 23:02 | Rafmagn komid í lag á Bíldudal

22.9.2021 kl. 22:59 Viđgerđ á rafmagnsbilun í dreifikerfinu á Bíldudal lauk rétt fyrir klukkan 23:00, allir notendur eiga ađ vera komnir međ rafmagn.

22. sep. 2021 20:23 | Rafmagnsbilun á Bíldudal

22.9.2021 kl. 20:20 Ragmagnsbilun er á Bíldudal, bilađur strengur í dreifikerfi, unniđ er ađ viđgerđ.

21. sep. 2021 11:20 | Rafmagnstruflanir á Vestfjördum, sudursvædi

21.9.2021 kl. 11:14 Rafmagnstruflanir eru vegna útsláttar Vesturlínu frá klukkan 10:42, Bíldudalur varđ rafmagslaus í tvígang en allir notendur eiga ađ vera komnir međ rafmagn núna.

21. sep. 2021 11:00 | Straumleysi: Lína Landsnets á milli Mjólkárvirkjunar og Geiradals

21.9.2021 kl.10:59. Straumleysi: Lína Landsnets á milli Mjólkárvirkjunar og Geiradals. Ástæða: Útsláttur á byggðalínu Landsnets. Sjálfvirk ræsing varaaflsstöðvar – snjallnet vinnur eðlilega – rafmagn komið á aftur.

16. sep. 2021 09:48 | Reykhólasveit

16.9.2021 kl. 9:46 Gufudalssveit rafmagnslaust verður í klukkustund vegna tengi vinnu

15. sep. 2021 15:14 | Útsláttur á Patreksfirdi og sveit

15.9.2021 kl. 15:12 Um klukkan 14:52 varđ útsláttur í ađveitustöđinni á Patreksfirđi, varaafl keyrt.

12. sep. 2021 23:18 | Rafmagnsleysi Patreksfirdi og nærsveitum

12.9.2021 kl. 21:44 sló út spennir í ađveitustöđ Patreksfirđi. Varaafl verđur keyrt á Patreksfirđi međan gert er viđ bilun.

09. sep. 2021 11:10 | Rafmagnstruflanir Patreksfirdi og nærsveitum

9.9.2021 kl. 10:45 Vegna vinnu í ađveitustöđ leysti út rofi í ađveitustöđ á patreksfirđi kl 10:02. Varaaflsvélar fóru sjálfvirkt í gang en leystu aftur út viđ samsetningu viđ landsnetiđ. Beđist er velvirđingar à þessu.

07. sep. 2021 14:04 | Hitaveitan Bolungarvík

Vegna viðgerðar á stofnlögn hitaveitu í Bolungarvík má búast við smá truflunum á Hlíðarvegi, Holtastíg og Völusteinsstræti í dag frá kl. 14.15 til 15.15 07.9.2021 kl. 14:01

03. sep. 2021 14:44 | Gufudalssveit

3.9.2021 rafmagn verður tekið af vegna bilunar í Gufudalssveit vestan Ódrjúgsháls kl. 14:45 og reiknað með að viðgerð taki 1,5- 2 klst

26. ágú. 2021 09:09 | Rafmagn komið á: Dýrafjörður

26.8.2021 kl.9:09. Rafmagn komið á: Dýrafjörður. Útsláttur Hrafnseyrarlínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað.

18. ágú. 2021 20:31 | Rafmagn verður tekið af Dýrafirði og Arnarfirði

18.8.2021 kl. 20:28 Vegna bilunar í aflrofa verður rafmagn tekið af í stutta stund í kvöld

18. ágú. 2021 14:11 | Viðgerð á hitaveitunni á Patreksfirði að ljúka

Verið er að hleypa á dreifikefi fjarvarma á Patreksfirði eftir viðgerð upp úr klukkan 14:10 en lokað var fyrir efri hluta bæjarins í hádeginu.  Hiti fer að komast í eðlilegt horf á næstu 1-2 klukkutímum

17. ágú. 2021 11:21 | Heitavatnslaust á Patreksfirði breyting

Af óviðráðanlegum orsökum frestast hitaveituviðgerð sem vera átti í dag um sólarhring eða til 18.08.2021 milli klukkan 12:30 og 15:00, sjá fyrri tilkynningu um svæði.

16. ágú. 2021 15:05 | Heitavatnslaust á Patreksfirði

Vegna tengivinnu á fjarvarmakerfinu á Patreksfirði þann 17.08.2021 verður heitavatnslaust hjá notendum fyrir innan Hlíðarveg og frá og með Aðalstræti 72, Brunnar, Hjallar, Sigtún og allir notendur þar fyrir innan.  Hiti tekinn af um klukkan 12:30 og áætlað að hiti komist aftur á um og upp úr klukkan 15:00.

13. ágú. 2021 23:33 | Rafmagnsleysi í Bolungarvík

Rafmagnslaust er á hluta Hlíðarstrætis Búið er að finna bilunina og unnið er að viðgerð. Rafmagn ætti að vera komið aftur á eftir 90 mínútur. 2021 kl. 23:32

12. ágú. 2021 09:02 | Straumleysi Bíldudal, Langahlíð og Tjarnarbraut

Straumlaust verður í dag 12.08.2021 í Tjarnarbraut 1-9 og Lönguhlíð 1-12 frá kl 10-11 vegna viðgerða á dreifikerfi.

29. júl. 2021 11:09 | Reykhólasveit

29.7.2021 kl. 24:00 verður rafmagnslaust frá Miðhús, Bjarkalundur að Kletthálsi vegna tengi vinnu í ca 2 tíma

27. júl. 2021 14:47 | Hitaveitan Suðureyri

Búast má við truflunum næstu 2klst vegna tengivinnu.7.2021 kl. 14:45

23. júl. 2021 09:59 | Rafmagnsleysi hafnarsvæði Patreksfirði

23.7.2021 kl. 9:57 milli kl 12:00-13:00 verður rafmagnslaust á hluta hafnarinnar á Patreksfirði vegna tengivinnu.

21. júl. 2021 14:41 | Ísafjörður-skipulagt straumleysi í Hafraholti

21.7.2021 kl. 14:35 Á morgun fimmtudag kl 13 þarf að taka rafmagn af Hafraholti frá húsi nr.2-30 þ.e öllum raðhúsum. Fyrirhugað er að skipta út þremur götuskápum vegna endurnýjunar dreifikerfis í Hafraholti og reiknað er með að þetta taki 4-5 klukkustundir. Afsakið óþægindin.

21. júl. 2021 09:27 | Skipulagt straumleysi Önundarfjörður

21.7.2021 kl. 9:25 Á morgun fimmtudag kl 10 verður rafmagn tekið af í Önundarfirði á nokkrum bæjum- Vöðlum,Mosvöllum,Tröð og Kirkjubóli í Bjarnadal. Einnig inn að Hóli og Kirkjubóli í Korpudal. Áætlað er að rafmagn verði komið aftur á eftir klukkustund.

20. júl. 2021 10:29 | Suðureyri Rafmagnsleysi

Taka þarf rafmagnið af Aðalgötu 21-59 nú á eftir vegna tengivinnu. Áætlað straumleysi er um 1klst. Biðjumst velvirðingar á ónæðinu en þetta eru nauðsynlegar aðgerðir vegna endurbóta 20.7.2021 kl. 10:23

15. júl. 2021 13:24 | Hitaveitan á Suðureyri

Tengingu lokið á Aðalstræti. Allt á að vera komið í eðlilegt horf. 15.07.2021 kl. 12:11

15. júl. 2021 10:53 | Hitaveitan Suðureyri

Vegna tengivinnu þá verða smá truflanir á heitavatninu hjá íbúum Aðalgötu Suðureyri næsta klukkutímann .07.2021 kl. 10:50

13. júl. 2021 09:57 | Rafmagn komið á: Dýrafjörður

13.7.2021 kl.9:50. Rafmagn komið á: Dýrafjörður. Útsláttur Hrafnseyrarlínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað.

07. júl. 2021 22:18 | Hitaveitan Bolungarvík

Viðgerð lokið. Allir notendur komnir með heitt vatn og kerfið búið að jafna sig. Takk fyrir í kvöld. 07.07.2021 kl. 22:14

07. júl. 2021 19:37 | Hitaveitan Bolungarvík

Loka þarf fyrir heitavatni á hluta Völusteinsstræti, Hlíðarvegi og Holtastíg. Búnir að staðsetja lekann og erum að grafa niður á lögnina. Næstu upplýsingar klukkan 22.00. 07.07.2021 kl. 19:37

07. júl. 2021 16:50 | Hitaveitan Bolungarvík

Búast má við einhverjum truflunum á hitaveitunni í Bolungarvík fram eftir kvöldi vegna mikils leka. Leit stendur yfir. 07.07.2021 kl. 16:50

29. jún. 2021 11:08 | Hafraholt Ísafirði

29.6.2021 kl. 11:05 Vegna vinnu í götuskápum þarf að taka rafmagn af stórum hluta Hafraholts í dag þriðhudag klukkan 13:30 Reikna má með rafmagnsleysi í rúma klukkustund

25. jún. 2021 18:32 | Ketildalalína komin í lag

Viðgerð er lokið á Ketildalalínu og var rafmagni hleypt á línuna um klukkan 18:20.

25. jún. 2021 14:05 | Rafmagnsleysi selárdal

25.6.2021 kl. 14:03 Rafmagnsleysi er í Selárdal í Arnarfirði. Vinnuflokkur er á leið á staðinn að skoða ástæðu.

24. jún. 2021 13:39 | Rafmagn komið á Barðastrandarlínu

Vinnu á Barðastrandarlínu lauk um klukkan 13:28 og allir notendur komnir með rafmagn.

24. jún. 2021 10:20 | Straumleysi á Barðastrandarlínu

Vegna tengivinnu verður rafmagnslaust á Barðaströnd í dag, 24.06.2021, milli klukkan 13:00 og 15:00.

18. jún. 2021 09:21 | Ísafjarðardjúp

Rafmagn verður tekið af frá Nauteyri, um Langadal að Múla í Ísafirði  kl. 10:00 vegna tengivinnu.

16. jún. 2021 18:41 | Viðgerð lokið í Bolungarvík

Viðgerð á jarðstreng Syðridal lokið.  Við þökkum þolinmæðina og óskum ykkur gleðilegs þjóðhátíðardags á morgun....

16. jún. 2021 11:36 | Rafmagnsleysi Bolungarvík - Bilun fundin

Búið er að finna hvað olli rafmagnsleysi í hluta Bolungarvíkur í morgun.  Verktaki gróf í jarðstreng í sandnámu í Syðridal.  Unnið er að viðgerð.

16. jún. 2021 10:19 | Rafmagnsleysi Bolungarvík

Rafmagn fór af hluta Bolungarvíkur í morgun kl. 9:50.  Rafmagnslaust er í Syðridal og er leitað bilunnar.  Einnig fór rafmagn af hluta Flateyrar.

28. maí 2021 17:56 | Strandir og Ísafjarðardjúp

28.5.2021 kl. 17:05 viðgerð lokið á Hólmavíkurlína afsakið ónæðið

28. maí 2021 14:58 | Strandir og Ísafjarðardjúp

28.5.2021 kl. 14:53 bilun fundin á Hólmavíkurlínu 2 laus 1 vírinn viðgerð er hafinn allir með rafmagn frá varaafli.

28. maí 2021 13:35 | Straumleysi: Ísafjarðardjúp, Árneshreppur, Drangsnes, Hólmavík

28.5.2021 kl.13:31. Straumleysi: Ísafjarðardjúp, Árneshreppur, Drangsnes, Hólmavík. Útsláttur Hólmavíkurlínu. Bilun er á Hólmavíkurlínu 2 yfir Tunguheiði unnið er að koma varaafli á

27. maí 2021 09:11 | Hitaveita Patreksfirði

27.5.2021 kl. 9:05 Mánudaginn 31.5.2021 verður tengivinna í hitaveitunni á Patreksfirði. Því verður engin afhending á heitu vatni í Sigtúni, Hjöllum, Mikladalsveg, Aðalstræti 97-129 og Brunnum 1,3,5,7,9,11,13,15,17,19,21,23 og 25. Frá kl 10 til 17

26. maí 2021 15:49 | Rafmagnsleysi Bolungarvík

Vegna færslu á spennistöð má búast við rafmagnsleysi og rafmagntruflunum við Grundarstíg, Grundargerði, Mávakambi og Tjarnarkambi aðfaranótt 27.05. Byrjum á miðnætti og verðum eitthvað fram eftir nóttu.5.2021 kl. 15:40

26. maí 2021 14:55 | Hitaveita Patreksfirði

26.5.2021 kl. 14:54 Búið er að stöðva leka og koma heitu vatni til allra notenda á Patreksfirði.

26. maí 2021 13:50 | Hitaveita Patreksfirði

26.5.2021 kl. 13:48 bilun kom upp núna í hitaveitunni á Patreksfirði, unnið er að braðabirgðarviðgerð en notendur á Geirseyri geta búist við truflunum

25. maí 2021 14:38 | Hitaveitan á Ísafirði

Vegna viðgerðar þarf að taka af heitavatnið á Eyrinni Ísafirði í um 1klst. 25 .5.2021 kl. 14:33 Notendur eru beðnir afsökunar á þessum óþægindunum.

22. maí 2021 13:09 | Flatey

22.5.2021 kl. 13:07 Bilun kom upp um kl 13 og því er rafmagnslaust í Flatey, unnið er að komast að orsök.

18. maí 2021 12:57 | Gufudalssveit Skálanes Kollafjörður

18.5.2021 kl. 12:50 Rafmagn tekið af í stutta stund frá Bjarkalundi og vestur á Klettsháls. Sett inn aftur en rafmagnslaust frá Skálanesi að Klettshálsi fram eftir degi vegna línuvinnu. Aftur tekið út frá Bjarkalundi seinnipartinn er tengt verður aftur. Afsakið truflunina, takk fyrir.

15. maí 2021 10:39 | Rafmagn Patreksfirði, Rauðasandi og Barðaströnd

15.5.2021 kl. 10:37 kl 10:08 sló út rafmagn fyrir Patreksfjörð og nærsveitir, rafmagn ætti að vera komið á alla notendur aftur.

14. maí 2021 15:06 | Viðgerð á hitaveitu Aðalstræti Ísafirði

14.5.2021 kl. 15:04 Einnig þarf að loka fyrir heitt vatn í Skaganum 3x og Bílaverkstæði SB vegna bráðabirgðaviðgerðar í Aðalstræti næsta klukkutímann

14. maí 2021 14:49 | Viðgerð á hitaveitu Aðalstræti Ísafirði

14.5.2021 kl. 14:49 Vegna bráðabirgðaviðgerðar á hitaveitu í Aðalstræti þarf að loka fyrir heitt vatn í Aðalstræti hús nr 8-16 Einnig Sindragötu 2 og 4 og Sundstræti 11 Reiknað er með að notendur verði heitavatnslausir næsta klukkutímann.

12. maí 2021 12:51 | Hitaveita Patreksfirði

12.5.2021 kl. 12:47 Búin er lekaleit í hitaveitunni á Vatneyri og eiga því allir notendur á Patreksfirði að vera með heitt vatn. Þeir sem nota varmaskipta mega búast við því að meiri tíma taki en venjulega fyrir neysluvatn að hitna fyrst um sinn.

12. maí 2021 09:09 | Hitaveita Patreksfirði

12.5.2021 kl. 9:06 í dag frá kl 10:00 til 17:00 verður hitaveitan á Patreksfirði lekaleituð, því verða truflanir til notenda á Eyrargötu, Oddagötu, Þórsgötu ,Túngötu, Strandgötu, Bjarkargötu Urðargötu og Aðalstræti 1-52.

03. maí 2021 10:19 | hitaveita Patreksfirði

3.5.2021 kl. 10:18 áframhald verður í lekaleit í dag, því geta notendur tekið eftir skammtímatruflunum í dag.

30. apr. 2021 12:39 | Hitaveita komin í lag

30.4.2021 kl. 12:35 Veriđ er ađ hleypa aftur á dreifikerfiđ eftir viđgerđ og hiti ađ komast á hús fyrir ofan götu á Hjöllum og Sigtúni 1 til 23.

30. apr. 2021 08:56 | bilun hitaveitu Patreksfirði

30.4.2021 kl. 8:51 Bilun kom upp um 8:40 í hitaveitunni á patreksfirði, unnið er að viðgerð.

29. apr. 2021 08:37 | Hitaveita Patreksfirði

29.4.2021 kl. 8:35 Milli klukkan 10 til 17 í dag verður lekaleit í hitaveitu Patreksfirði. Notendur geta búist við skammtíma truflunum á meðan.

23. apr. 2021 11:33 | þorpalina

Mánudaginn 26.4.2021 verður tekið rafmagn af kl 10:00 í stutta stund og aftur ca kl 14:00. Það verður rafmagnslaus á Þorpum og Smáhörum vega vinnu við spennistöð Þorpum.

21. apr. 2021 15:54 | Hitaveitan Bolungarvík

Búið er að gera við lekann og allt á að vera komið í eðlilegt horf. 4.2021 kl. 15:53

21. apr. 2021 14:22 | Hitaveitan Bolungarvík

Loka þarf fyrir heitavatnið á Höfðastíg og Skólastíg nú þegar vegna viðgerðar á stofnlögn. Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu hljótast. Næstuupplýsingar um 15.30 4.2021 kl. 14:16

06. apr. 2021 10:39 | Rafmagnstruflanir á Sellátralínu og Ketildalalínu

6.4.2021 kl. 10:36 Vegna tengivinnu verður rafmahnslaust á Sellátralínu og Ketildalalínu í dag, 06.04.2031, milli klukkan 13:00 og 15:00.

30. mar. 2021 13:47 | Drangsnes

30.3.2021 kl. 13:44 rafmagnslaust er á Kvíabala og Aðalbraut fyrir ofan Forvaða brann götuskápur viðgerð stendur yfir

24. mar. 2021 17:17 | Rafmagnsleysi Barðastrandarlínu og Rauðasandslínu

24.3.2021 kl. 17:12 Á morgun 25.3.2021 verður rafmagnslaust á milli kl 10-11 vegna vinnu í aðveitustöð Patreksfirði. Rafmagnslaust verður á Barðaströnd, Rauðasandi og sveitum Patreksfirði

23. mar. 2021 20:05 | Viðgerð lokið á rofabúnaði fyrir Barðastrandarlínu og Rauðasandslínu

23.3.2021 kl. 20:00 Hleypt var á Barðastrandarlínu og Rauðasandslínu um kl. 19:56 eftir viðgerð og eiga allir notendur að vera komnir með rafmagn.

23. mar. 2021 19:00 | Tafir á spennusetningu fyrir Barðaströnd og Rauðasand

23.3.2021 kl. 18:54 Bilun kom upp í rofabúnaði fyrir Barðastrandarlínu og Rauðasandslínu þegar átti að spennusetja í kvöld, unnið er að viðgerð.

23. mar. 2021 17:31 | Rafmagnstruflanir á Barðastrandarlínu og Rauðasandslínu

23.3.2021 kl. 17:27 Vinna tefst eitthvað en stefnt að spennusetningu um klukkan 18:30.

23. mar. 2021 09:02 | Rafmagnstruflanir á Barðastrandarlínu og Rauðasandslínu

23.3.2021 Vegna vinnu í aðveitustöð verður rafmagnslaust á Barðastrandarlínu og Rauðasandslínu í dag, 23.03.2021, milli klukkan 13 og 17.

07. mar. 2021 13:31 | Línubilun Ketildölum

Vegna viðgerða á brotnum línustaur í Austmannsdal í Ketildölum verður rafmagnslaust í Ketildölum austan Fífustaða í dag meðan viðgerð stendur yfir. Búist er við að viðgerð verði lokið fyrir kvöldið.

05. mar. 2021 00:14 | Aðgerðum lokið á Flateyri

Aðgerðum er lokið í kvöld á Flateyri og allir notendur eru komnir með rafmagn að nýju. Þökkum þolinmæðina.

04. mar. 2021 17:49 | Rafmagnsleysi á Flateyri 4.3.2021

Í kvöld klukkan 23:00 verður rafmagnið tekið af stórum hluta eyrarinnar á Flateyri í um klukkustund vegna tengivinnu við nýja varaafsvél.

Rafmagnsleysið nær að Brimnesvegi 28, Ránargötu og Melgötu og öllum húsum neðar á eyrinni. Á facebook síðu Orkubúsins má sjá mynd af svæðinu sem um ræðir.

03. mar. 2021 10:31 | Rafmagnsleysi á Flateyri frestað um sólarhring

Fyrirhuguðu rofi á Flateyri í kvöld hefur verið frestað um einn sólarhring. Það mun því verða á morgun 4.3.2021 klukkan 23:00.

02. mar. 2021 16:40 | Rafmagnsleysi á Flateyri 3.3.2021

Á morgun , miðvikudaginn 3.mars klukkan 23:00, verður rafmagnið tekið af stórum hluta eyrarinnar á Flateyri í um klukkustund vegna tengivinnu við nýja varaafsvél.

Rafmagnsleysið nær að Brimnesvegi 28, Ránargötu og Melgötu og öllum húsum neðar á eyrinni. Á facebook síðu Orkubúsins má sjá mynd af svæðinu sem um ræðir.

02. mar. 2021 13:34 | Rafmagnsleysi Sigtúni, Bölum og Aðalstræti Patreksfirði

Truflun verður á afhendingu rafmagns frá spennistöð Sigtúni Patreksfirði á morgun, 3. mars 2021 kl 10:30 vegna viðhalds í spennistöð. Truflanirnar standa yfir í 5 til 10 mínútur en húsin sem um ræðir er Sigtún 37-67, Balar 4 og 6, Aðalstræti 98 og 100.

25. feb. 2021 15:33 | Viðgerð lokið á Sandafelli

Búið er að skipta um spenni á Sandafelli í Dýrafirði og er rafmagn komið á aftur.

23. feb. 2021 20:40 | Rafmagnslaust á Sandafelli í Dýrafirði

Rafmagnslaust er á Sandafelli í Dýrafirði. Talið er að bilun sé í spenni uppi á fjallinu.

23. feb. 2021 07:15 | Straumleysi: Árneshreppur

23.2.2021 kl.6:40. Rafmagnslaust er í Árneshreppi unnið er að viðgerð

22. feb. 2021 12:43 | Strandir og Ísafjarðardjúp

22.2.2021 kl. 12:42 við gerð lokið varaafl stoppað takk fyrir

22. feb. 2021 11:49 | Rafmagnstruflanir í Flatey

22.2.2021 kl. 11:45 Vegna viðhaldsvinnu við díselvélar í Flatey má búast við rafmagnstruflunum í dag, 22.02.2021. Búast má við rafmagnsleysi upp úr klukkan 13:00 í allt að hálfa klukkustund.

22. feb. 2021 07:54 | Standir og Ísafjarðardjúp

22.2.2021 kl. 7:53 Allir komir með rafmagn með varaafli

22. feb. 2021 06:47 | Strandir og Ísafjarðardjúp

22.2.2021 kl. 6:35 Á að vera komið rafmagn allt með varaafli mema Hátungur og Kúlufjall á Steingrímfjarðarheiði

22. feb. 2021 06:18 | Strandir og Ísafjarðardjúp

22.2.2021 kl. 5:00 fór rafmagn af öllu svæðinu kl 6:06 komið inn á Ströndum með varaafli bilun er í aðveitustöð.Djúp er ennþá úti verið að ræsa varaafl

15. feb. 2021 11:25 | Straumleysi í Önundarfirði

Vegna vinnu við varnarliða í Breiðadal fór rafmagnið af Önundarfirði í stutta stund. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta olli.

09. feb. 2021 09:02 | Straumrof Barðaströnd 10. feb 2021

Rof sem átti að verða 9. Feb frestast vegna aukaferðar Baldurs og verður því seinkað um einn dag. Rafmagnslaust verður á Barðaströnd innan Haga þann 10. febrúar 2021 frá kl 11:00 til 17:00 vegna tengivinnu við háspennustreng. Tvö stutt straumrof verða í tengslum við þetta á allri Barðaströndinni, annað kl 11 en hitt ca frá 15-17.

09. feb. 2021 08:49 | Ísafjarðardjúp

9.2.2021 kl. 8:43 Gert var við bilun í Kaldalóni í gær og það voru allir komnir með rafmagn kl 20:00 í gærkveldi, Nú virðast allt vera í lagi.

08. feb. 2021 10:54 | Straumrof Barðaströnd 9. feb 2021

Rafmagnslaust verður á Barðaströnd innan Haga þann 9. febrúar 2021 frá kl 11:00 til 17:00 vegna tengivinnu við háspennustreng. Tvö stutt straumrof verða í tengslum við þetta á allri Barðaströndinni, annað kl 11 en hitt ca frá 15-17.

08. feb. 2021 09:57 | Árneshreppur

8.2.2021 ca kl. 11:30 verður tekið rafmagn af í Árneshreppi í ca 1 klukkutíma vegna vinnu við háspennulínu í Reykjafirði

07. feb. 2021 17:14 | Ísafjarðardjúp

7.2.2021 kl. 17:00 staðan núna það er fundin bilun í Kaldalóni og það er rafmagnslaust á Snæfjallastrónd truflunum lokið í dag takk fyrir

07. feb. 2021 13:28 | Ísafjarðardjúp

7.2.2021 kl. 13:22 staðan núna er þannig að vinnuflokkur er í bilunarleit á Snæfjallaströnd og það má við truflunum í Djúpinu

06. feb. 2021 21:35 | Ísafjarðardjúp

6.2.2021 kl. 20:35 fór Djúpið út komið rafmagn á allt nema Ármúla og Snæfjallaströnd Vinnu flokkur farinn af stað kl 21:30

03. feb. 2021 11:56 | Hitaveita Patreksfirði

3.2.2021 kl. 11:55 Lokað verður fyrir hitaveitu á morgun 4.2.2021 milli kl 14-15 vegna viðgerðar. Ekkert heitt vatn verður því á meðan í Bjarkargötu 4 og Urðargötu 5,7,8,9,11,12,15,17,18,19,20,22 og 26.

02. feb. 2021 15:31 | Vatnskrókur Patreksfirði Straumleysi

Straumlaust verður í Vatnskrók Patreksfirði vegna vinnu við dreifikerfi frá kl 11 til 17 þann 3. Febrúar 2021. Við þetta verður Trébryggja Patrekshafnar straumlaus sem og olíudæling smábáta í Vatnskróknum og því ekki víst að hægt sé að dæla olíu á þessum tíma.

25. jan. 2021 20:07 | Súðavíkurlína komin inn

Viðgerð lauk á Súðavíkurlínu síðdegis og er línan komin aftur í rekstur.

24. jan. 2021 16:25 | Viðgerð lokið í Engidal

Uppúr klukkan 14 í dag lauk viðgerð á spennistöð í Engidal. Hleypt var á strenginn klukkan 14:24 og eru allir notendur komnir með rafmagn að nýju.

24. jan. 2021 03:18 | Engidalur

Bilun fannst í jarðspennistöð í Engidal sem útskýrir rafmagnsleysið þar. Farið verður af stað í viðgerð í fyrramálið.

24. jan. 2021 00:49 | Rafmagnslaust í Engidal

Klukkan 00:19 fór rafmagnið af Engidal þegar rofi í spennistöð í Hafraholti opnaðist. Gerð var tilraun til að spennusetja strenginn að nýju en það tókst ekki. Rafmagnslaust verður í Engidal í nótt og verður málið skoðað á morgun.

23. jan. 2021 11:13 | Staðan í Súðavík

Ekki verður farið af stað í dag til að gera við Súðavíkurlínu vegna veðurs. Vegna óvissu um hvenær hægt verður að opna veginn um Súðavíkurhlíð viljum við biðja Súðvíkinga að fara sparlega með rafmagn í dag og á morgun.

22. jan. 2021 13:29 | Útleysing á Súðavíkurlínu

Klukkan 13:19 sló Súðavíkurlína út. Varaaflsvél í Súðavík fór sjálfkrafa í gang og eru allir notendur í Álftafirði með rafmagn. Svo virðist vera sem vír sé slitinn á línunni. Ekki vitað hvenær verður hægt að fara í skoðun og viðgerð.

21. jan. 2021 02:35 | Flateyri

Tengivinnu lokið vegna uppsetningar á nýrri spennistöð á Flateyri. Klukkan 01.55 var hleypt á nýju spennistöðina á Flateyri. Þar með eiga allir notendur að vera komnir með rafmagn aftur. 21.01 2021 kl. 02:40

18. jan. 2021 15:33 | Rafmagnsleysi á Flateyri 20.1.2021

Næstkomandi miðvikudag, 20.1.2021 klukkan 19:00, verður rafmagnið tekið af spennistöðvum OV við Hafnarstræti og á Flateyrarodda á Flateyri vegna tengivinnu. Við það fer rafmagnið af allri höfninni neðan Túngötu, fyrir utan Túngötu 7. Áætlað er að vinna standi fram á nótt og verður komið rafmagn aftur á svæðið í síðasta lagi kl 08:00 fimmtudaginn 22.1.

16. jan. 2021 20:42 | Útsláttur á Súðavíkurlínu og í Engidal.

16.1.2021 kl. 20:39 Súðavíkurlína slær út. Ástæða ókunn, sett inn aftur.

03. jan. 2021 22:30 | Útsláttur Bíldudal

3.1.2021 kl. 22:25 kl 21:40 í kvöld sló út aflrofi í aðveitustöð á Bíldudal. Ástæður útsláttarins er að rekja til truflana á línum Landsnets.

03. jan. 2021 22:26 | Rafmagn komið á: Ísafjarðardjúp

Rafmagn fór af djúpi um kl 21:45 var komið aftur á um kl 22:00

03. jan. 2021 22:22 | Rafmagn komið á: Strandir

Rafmagn fór af frá Hrútatungu að Broddanesi um kl:21:45 komið aftur á kl:22:19

03. jan. 2021 21:55 | Straumleysi: Bíldudalur

3.1.2021 kl.21:54. Straumleysi: Bíldudalur. Útsláttur Bíldudalslínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað. Næstu upplýsingar væntanlegar eftir 20 mínútur.

03. jan. 2021 01:25 | Útleysing á Súðavíkurlínu

Útleysing varð á Súðavíkurlínu kl. 00:50. Sjálfvirk varaaflsstöð í Súðavík kom rafmagni aftur á allan Álftafjörð. Línan er komin inn aftur og hefur keyrslu varaflsstöðvarinnar verið hætt.

28. des. 2020 18:23 | Bilun afstaðin Flatey

28.12.2020 kl. 18:20 Búið er að koma rafmagni aftur á í Flatey og ættu allir notendur þar að vera komnir með rafmagn.

28. des. 2020 15:15 | Rafmagnstruflanir Flatey

28.12.2020 kl. 15:13 Rafmagnslaust er í Flatey. Bilanagreining stendur yfir.

25. des. 2020 12:30 | Súðavíkurlína tekin í notkun

Snemma í morgun fór viðgerðarflokkur OV af stað til viðgerðar á Súðavíkurlínu. Viðgerðin gekk vel og var línan spennusett og álag tekið upp skömmu eftir hádegi. Varaaflskeyrslu var í kjölfarið hætt.

24. des. 2020 05:55 | Súðavíkurlína leysir aftur út

Klukkan 05:35 sló Súðavíkurlína aftur út. Varaafl fór aftur sjálfvirkt í gang og allur Álftafjörður er með rafmagn. 

Að öllum líkindum hefur slitnað vír á Súðavíkurlínu og verður staðan metin með morgninum.

Bolungarvíkurlína 1 , sem er í eigu Landsnets, sló einnig út á nánast sama tíma. Enginn varð rafmagnslaus vegna rofsins.

24. des. 2020 03:16 | Útleysing á Súðavíkurlínu

Rétt fyrir klukkan 3 í nótt sló Súðavíkurlína út. Sjálfvirkt varaafl fór í gang og var komið rafmagn á allan Álftafjörð tveimur mínútum síðar. Línan var spennusett að nýju og álag tekið upp. Varaaflskeyrslu var í kjölfarið hætt. Líklegast er að línan hafi verið að slá af sér ís.

23. des. 2020 19:49 | Selströnd

23.12.2020 kl. 19:00 slitnaði línan út í Bæ og Bakkagerði verið er að gera við hana.

23. des. 2020 00:29 | Rafmagnstruflun á Bíldudal

23.12.2020 kl. 0:21 Útsláttur varð á Bíldudal um klukkan 00:13 þegar nýr búnaður var tekinn í notkun í aðveitustöðinni. Rafmagn komið á staðinn aftur eftir um 2 mínútur.

20. des. 2020 22:29 | Ísafjarðardjúp

20.12.2020 kl. 22:05 fór rafmagn af allt komið inn kl 22:20 ástæða ekki vitað

17. des. 2020 13:33 | Drangsneslína Selströnd.

17.12.2020 kl. 13:30 Unnið við tengingar á Drangsnesstreng við höfnina. Truflanir geta orðið þess vegna í nokkrar mínútur.

16. des. 2020 13:13 | Drangsneslína og Norðurlína

16.12.2020 kl. 13:05 rafmagn fór af komið á aftur virðist vera í lagi

14. des. 2020 11:51 | Straumleysi Ingjaldssandslína

Vegna viðhaldsvinnu verður rafmagnslaust frá Þórustöðum út á Ingjaldssand í dag frá klukkan12.30 til 16.00.12.2020 kl. 11:45

09. des. 2020 14:37 | Drangsnes

9.12.2020 kl. 14:36 vinnu lokið á Drangsnesi 👍 kv julli og mundi joh

09. des. 2020 11:16 | Drangsnes

9.12.2020 kl. rafmagn verður tekið af Holtagötu, Kvíabala og Grundagötu kl 12:15 í ca tvær klst. ca 13:30 verður frystihús og hluti Aðalbrautar tekin út í skamma stund, díselvél verður keyrð á skóla og hitavatnsdælu, svo ættu allir að vera komnir með rafmagn fljótlega uppúr 14:00. kv Júlli og Mundi Jóh

04. des. 2020 10:10 | Reykhólasveit

4.12.2020 kl. 10:05 Viðgerð á Reykhólalínu lokið og rafkerfið komið í hefðbundinn rekstur.

04. des. 2020 09:32 | Reykhólasveit

4.12.2020 kl. 9:28 Rafmagn verður tekið af frá Geyradal og að Hríshóli um kl 9:30 vegna bilunar í teinrofa. Gert er ráð fyrir að þetta taki stutta stund.

04. des. 2020 05:17 | Djúp og Árneshreppur

4.12.2020 kl. 5:14 Rafmagn fór af kl.04:25 komið á allt aftur kl.04:32

30. nóv. 2020 11:50 | Drangsneslína

30.11.2020 kl. 14:00 verður rafmagnslaust á Selströnd frá Hellu að Fiskinesi í ca, 2 tíma. Það verður truflun út í Bæ og Bakkagerði ca kl 16:00 vegna vinnu á háspennulínunni.

27. nóv. 2020 20:48 | Drangsnes Selströnd

27.11.2020 kl. 20:45 Rafmagn komið á allt frá veitunni, viðgerð og varaaflskeyrslu lokið.

27. nóv. 2020 18:18 | Drangsnes

27.11.2020 kl. 18:15 Varavél kom inn aftur kl.18:00 fyrir Drangsnes og Bæ 18:10. starfsmenn ekki alveg komnir að bilunina á línunni.

27. nóv. 2020 17:28 | Drangsnes

27.11.2020 kl. 17:21 Enn er bras á rafmagninu á Drangsnesi og Selströnd. Diselvél biluð verið að skoða það. Línubilun er nálægt grafreit.

27. nóv. 2020 15:19 | Drangsnes

27.11.2020 kl. 15:15 Rafmagn komið á Drangsnes og að Bæ frá díselvél Drangsnesi. Straumlaust frá Heykleyf að Drangsnesi, verið er að leita að bilun á línunni.

27. nóv. 2020 14:57 | Rafmagn komið

27.11.2020 kl. 14:55 Rafmagn komið á í Árneshrepp og Bjarnafjörð.

27. nóv. 2020 14:31 | Straumleysi: Strandir, Árneshreppur, Drangsnes

27.11.2020 kl.14:29. Straumleysi: Strandir, Árneshreppur, Drangsnes. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað.

24. nóv. 2020 09:35 | Tjaldanes

Tjaldanesstrengur frá Mjólkárvirkjun að Tjaldanesi í Arnarfirði verður tekin úr rekstri von bráðar vegna tengivinnu við gangnamunna Dýrafjarðarganga. Búist er við að vinnu ljúki um klukkan 4 í dag.

19. nóv. 2020 12:07 | Rafmagnsleysi Flatey

Í dag, 19.11.2020 verður rafmagnslaust í Flatey frá kl 14:30 til kl 16:00 vegna tengivinnu í spennistöð.

13. nóv. 2020 16:13 | Straumlaust í Dýrafirði

13.11.2020 kl. 16:10 straumlaust varð í Dýrafirði unnið er að innsetningu og verður allt komið inn aftur fljótlega.

06. nóv. 2020 12:27 | Ísafjarðardjúp Ögurlina

6.11.2020 kl. 12:24 Unnið er að bilanarleit í Mjóafirði og af þeim sökum gætu orðir truflanir á rafmagni vestan Reykjaness en vonandi þá í stutta stund í einu.

05. nóv. 2020 22:41 | Ísafjarðardjúp

5.11.2020 kl. 22:36 það er enn þá rafmagnslaust frá spennistöð við Skálavík að Hörgshlíð það verður farið aftur af stað í fyrramálið. Núna er mjög vont veður þarna takk fyrir.

05. nóv. 2020 21:48 | Hólmavíkurlína

5.11.2020 kl. 21:42 staðan núna er sú að varavélar eru í gangi á Hólmavík. Það branna staur upp á Tröllatunguheiði og það er mjög vont veður það er verið að bíða eftir betri veðri.

05. nóv. 2020 14:03 | Strandir og Djúp

5.11.2020 kl. 14:02 Allt úti verið að ræsa varafl

05. nóv. 2020 12:03 | Ísafjarðardjúp

5.11.2020 kl. 11:59 truflanir eru í Djúpinu bilunarleit stendur yfir ástæða ekki þekkt

04. nóv. 2020 15:08 | Ísafjarðardjúp

4.11.2020 kl. 15:00 fór allt Djúpið út komið inn ástæða ekki vitað

04. nóv. 2020 11:01 | Rafmagnsleysi á Ísafirði

Vegna viðgerðar þarf að taka rafmagnið af í Fjarðarstrætinu á Ísafirði. Rafmagnslaust verður í um 30 mínútur. 04.11.2020 kl. 10:59

02. nóv. 2020 18:13 | drangsneslína

rafmagn komið á allt aftur 2.11.2020 kl. 18:12

02. nóv. 2020 16:00 | Drangsneslína

rafmagn verður tekið af Drangsneslínu utan við Heykleif og að Drangsnesi 2.11.2020 kl. 16-45 vegna línubilunar

29. okt. 2020 16:40 | Bilun fundin á Súðavíkurlínu

Búið er að finna vírslit á Súðavíkurlínu og er stefnt að viðgerð á morgun. Bilunin er í mikilli hæð og er hvasst og blint á fjallinu.

29. okt. 2020 12:47 | Árneshreppur

29.10.2020 kl. 14:00 verður rafmagn tekið af Norðurlínu í ca klukkustund vegna vinnu í spennistöð Selá

29. okt. 2020 04:53 | Útleysing á Súðavíkurlínu

Rafmagn fór af öllum Álftafirði kl. 04:10 þegar útleysing varð á Súðavíkurlínu. Varaaflsvélar í Súðavík fóru sjálfvirkt í gang og var rafmagn komið á aftur eftir eina og hálfa mínútu. Talið er að línan sé slitin og verður hún skoðuð um leið og aðstæður leyfa.

22. okt. 2020 11:34 | Rafmagnstruflun í Dýrafirði

Rafmagn fór af Dýrafirði kl. 11:13. Rafmagn var komið á aftur um fjórum mínútum síðar. Verið er að kanna hvað olli rafmagnsleysinu.

20. okt. 2020 09:38 | Árneshreppur.

20.10.2020 kl.13:00 verður rafmagn tekið af norðan Djúpiuvíkur vegna vinnu við háspennu linu í ca, 3 tíma

15. okt. 2020 14:51 | Hitaveita Patreksfirði

15.10.2020 kl. 14:49 vegna viðgerða verður hitaveita á strandgötu 11-19 lokuð milli kl 16:00 til 18:00 í dag.

13. okt. 2020 13:22 | Hitaveitan á Suðureyri

Viðgerð lokið. Allir notendur eiga að vera komnir með heitt vatn. Takk fyrir þolinmæðina. 10.2020 kl. 13:20

13. okt. 2020 11:50 | Árneshrppur

13.10.2020 kl. 11:48 aðgerðum hefur verið frestað um óákveðinn tíma takk fyrir

13. okt. 2020 11:32 | Hitaveitan á Suðureyri

Vegna viðgerðar þarf að loka fyrir vatnið í Hjallabyggð og Hjallavegi í 2klst nú. 10.2020 kl. 11:30

13. okt. 2020 09:43 | Árneshreppur

13.10.2020 kl. 13:30 verður Norðurlína tekin út í ca klukkustund vegna mælinga

12. okt. 2020 15:43 | Gufudalssveit

12.10.2020 kl. 15:40 vinnu lokið á Kollafjaðarlínu takk fyrir.

12. okt. 2020 12:19 | Rafmagn komið á: Dýrafjörður

12.10.2020 kl.12:18. Rafmagn komið á: Dýrafjörður. Frekari ástæður eða upplýsingar: Bilun í aðveitustöð.

12. okt. 2020 12:05 | Straumleysi: Dýrafjörður

12.10.2020 kl.12:05. Straumleysi: Dýrafjörður. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað.

12. okt. 2020 10:56 | Gufudalslína

12.10.2020 tekið verður út Gufudalslína á Ódrjúgshálsi kl 13:00 í dag Þannig að Gufufjörður og Kollafjörður verða rafmagnslausir í 3-4 tíma kv sv 3

11. okt. 2020 16:43 | Rafmagn komið á í Dýrafirði

Rafmagn er komið aftur á í Dýrafirði. Truflunin er rakin til nýs varnarbúnaðar í aðveitustöð.

11. okt. 2020 16:25 | Rafmagn fór aftur af í Dýrafirði

Rafmagn fór aftur af í Dýrafirði og er verið að vinna í því að koma því á aftur.

11. okt. 2020 15:00 | Önnur rafmagnstruflun í Dýrafirði

Rafmagn fór aftur af í Dýrafirði. Verið er að greina hvað veldur útleysingum í rofabúnaði.

11. okt. 2020 14:25 | Rafmagnstruflun í Dýrafirði

Rafmagn fór af öllum Dýrafirði kl. 14. Rafmagn var komið á aftur um fimmtán mínútum síðar. Verið er að skoða hvað olli rafmagnsleysinu.

10. okt. 2020 22:39 | Vinnu lokið í Dýrafirði

Vinnu við uppsetningu á nýjum rofabúnaði í aðveitustöðinni í Dýrafirði lauk nú í kvöld og er búið að slökkva á dieselvélunum í rafstöðinni á Þingeyri en vélarnar hafa séð Dýrafirði fyrir rafmagni síðustu daga.

09. okt. 2020 12:11 | Hitaveita Patreksfirði

9.10.2020 kl. 12:07 Vegna viðgerðar verður lokað fyrir heitt vatn strandgötu nr 11-20 milli klukkan 13:30 til 14:30.

08. okt. 2020 18:30 | Vinnu lokið í Dýrafirði í dag

Vinnu við dreifikerfið í Dýrafirði er lokið í dag. Næsta straumleysi verður auglýst fyrir hádegi á morgun.

08. okt. 2020 16:11 | Staðan í Dýrafirði

Það gengur aðeins hægar en vonir stóðu til og verða því sveitalínurnar Núpslína, Lambadalslína og Haukadalslína úti í um 1 klukkustund í viðbót. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

08. okt. 2020 09:22 | Dýrafjörður

Í dag er gert ráð fyrir að taka út allar sveitalínurnar í Dýrafirði á milli klukkan 14 og 15. Það eru Núpslína, Lambadalslína og Haukadalslína. Gert er ráð fyrir því að þær verði úti í allt að 2 klst.

07. okt. 2020 21:27 | Dýrafjörður á morgun 8.10

Á morgun 8.10 er gert ráð fyrir að taka út allar sveitalínurnar í Dýrafirði klukkan 14. Það eru Núpslína, Lambadalslína og Haukadalslína. Gert er ráð fyrir því að þær verði úti í allt að 2 klst.

07. okt. 2020 16:47 | Staðan í Dýrafirði

Nú rétt í þessu var Núpslína spennusett að nýju. Öllum aðgerðum er þá lokið í dag í Dýrafirði. Seinna í dag eða í kvöld er von á nýrri tilkynningu þar sem farið verður yfir aðgerðir morgundagsins en búast má við rafmagnsleysi á öllum sveitalínunum eftir hádegi eða seinni partinn á morgun. Meira um það síðar. Þökkum þolinmæðina.

07. okt. 2020 15:33 | Staðan í Dýrafirði

Nú rétt í þessu var Lambadalslína spennusett aftur. Næst verður Núpslína tekin út eftir um 10-20 mínútur og stefnum við á að hún verði úti í um klukkustund.

07. okt. 2020 13:01 | Staðan í Dýrafirði

Haukadalslína var spennusett að nýju nú rétt í þessu. Næst eftir um 20-30 mín verður Lambadalslína tekin út í um 3 klst. Eftir það, milli 16 og 17 verður svo Núpslína tekin út í um 1 klst.

06. okt. 2020 22:17 | Dýrafjörður

Á morgun 7.10 verður að taka rafmagnið af sveitalínunum í Dýrafirði einni af annarri. Byrjað verður um klukkan 10 með því að taka út Haukadalslínu í 3-4 klst. Á milli 13 og 14 verður svo Lambadalslína tekin út í 1-3 klst og að lokum milli 14 og 17 verður Núpslína tekin út í um 1 klst. Í öllum svona stórum aðgerðum getur tímaplan riðlast en reynt verður eftir fremsta megni að halda áætlun. Sendar verða út tilkynningar reglulega yfir daginn á morgun með upplýsingum um framgang verksins. Þökkum þolinmæði Dýrfirðinga.

06. okt. 2020 16:53 | Vinnu lokið í Dýrafirði í dag

Vinnu við dreifikerfi í Dýrafirði er lokið í dag. Næsta straumleysi vegna vinnu við endurnýjun á búnaði í aðveitustöðinni í Dýrafirði verður auglýst sérstaklega en búast má við því að það verði á morgun eða á fimmtudaginn.

06. okt. 2020 12:54 | Straumleysi: Gufudalssveit Rafmagn tekið af kl.13:00 vegna tengivinnu ca. þrjá tíma

6.10.2020 kl.12:52. Straumleysi: Kollafjarðarlínu.

06. okt. 2020 09:58 | Dýrafjörður

Aðgerðum í Dýrafirði hefur seinkað aðeins en innan skamms mun sveitin í Dýrafirði verða tekin út í um 1 klst nema Núpslína sem verður úti í um 3 klst.

05. okt. 2020 20:25 | Rafmagn komið á Haukadals-og Núpslínu

Aðgerðum er lokið á Skeiðinu í Dýrafirði í kvöld og eru allir notendur komnir með rafmagn aftur.

Á morgun 6.10 milli 8 og 9 verður öll sveitin í Dýrafirði rafmagnslaus, Haukadalslína og Lambadalslína ásamt vinnubúðum Suðurverks við Dýrafjarðargöng verða úti í um klukkustund en Núpslína verður úti í um 3 klst.

05. okt. 2020 18:44 | Rafmagnsleysi á Haukadals-og Núpslínu

Rafmagn var tekið að Núpslínu fyrir um hálftíma og verður hún úti í um 3 klst. Taka þarf rafmagnið aftur af Haukadalslínu , en það ætti ekki að vara lengi.

05. okt. 2020 09:08 | Rafmagnsleysi í Dýrafirði

Í dag 5.10.2020 eftir hádegi verða Haukadalslína og Núpslína teknar úr rekstri í u.þ.b 3klst hvor, ein á eftir annarri. Þannig verður Núpslína tekin úr rekstri þegar rafmagn er komið aftur á Haukadalslínu.

Næstu daga stendur yfir vinna við rofaskipti í aðveitustöð OV á Skeiði í Dýrafirði og vegna þess má búast við nokkrum styttri rafmagnsleysum í sveitum Dýrafjarðar næstu daga. Hvert rafmagnsleysi verður tilkynnt hér sérstaklega.

01. okt. 2020 02:42 | Aðgerðum lokið í Breiðadal

1.10.2020 kl. 2:41 Aðgerðum er lokið í Breiðadal og allir notendur komnir með rafmagn frá landsnetinu. Biðjumst velvirðingar á truflunum í Önundarfirði síðustu daga.

01. okt. 2020 01:28 | Staðan í Breiðadal

Beðist er velvirðingar á ítrekuðum rafmagnstruflunum í sveitinni í Önundarfirði. Eins og staðan er núna eru allir notendur með rafmagn fyrir utan notendur í Holti og á Ingjaldssandslínu. Unnið er að því að koma rafmagni til þeirra en það gæti þó verið einhver bið í það. Seinna í nótt þegar aðgerðum lýkur í Breiðadal má búast við fleiri truflunum þegar slökkt verður á varaafli og tengingu við landskerfið komið á.

30. sep. 2020 22:37 | Straumleysi í Önundarfirði

Nú fer að ljúka vinnu í aðveitustöð OV og Landsnets í Breiðadal. Að þeim sökum þarf að taka rafmagnið af sveitinni í Önundarfirði og spennistöð við Kaldá á Hvilftarströnd. Búast má við nokkrum stuttum blikkum frá 22:45 og fram eftir kvöldi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

30. sep. 2020 17:56 | Álftafjarðarlína komin aftur inn

Álftafjarðarlína er komin inn aftur.

30. sep. 2020 17:43 | Straumleysi: Norðanverðir Vestfirðir, Súðavík

30.9.2020 kl.17:42. Straumleysi: Norðanverðir Vestfirðir, Súðavík. Útsláttur Álftafjarðarlínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað. Næstu upplýsingar væntanlegar eftir 30 mínútur.

30. sep. 2020 11:26 | Straumleysi: Strandir, Árneshreppur

30.9.2020 kl.11:23. Straumleysi: Strandir, Árneshreppur. Rafmagn tekið af kl 13:00 í skamma stund. Unnið er á línunni við Djúpuvík

29. sep. 2020 14:54 | Prufukeyrslu á varaafli í Önundarfirði lokið

Prufukeyrslu á varaafli í Önundarfirði er lokið í dag. Á morgun 30.9 eru OV og Landsnet að fara í aðgerðir í tengivirkinu í Breiðadal og mun því verða keyrt varaafl fyrir allan Önundarfjörðinn á morgun. Við uppkeyrslu varaaflsins fyrir sveitina þarf að taka rafmagnið af svo það má búast við stuttu blikki í fyrramálið milli 8 og 9.

29. sep. 2020 11:50 | Prufukeyrsla á varaafli í Önundarfirði

Áfram verður haldið með prufukeyrslu á varavél fyrir sveitina í Önundarfirði í dag. Vegna þess má búast við stuttum blikkum þar sem rafmagnið fer af í stutta stund. Prófanir eru fyrirhugaðar milli 12:00 og 18:00. Beðiðst er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

28. sep. 2020 16:30 | Prufukeyrsla á varaafli í Önundarfirði

Áfram verður haldið með prufukeyrslu á varavél fyrir sveitina í Önundarfirði núna seinnipartinn. Vegna þess má búast við stuttum blikkum þar sem rafmagnið fer af í stutta stund. Prófanir eru fyrirhugaðar milli 17:00 og 19:00. Beðiðst er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

28. sep. 2020 13:36 | Prufukeyrsla á varaafli í Önundarfirði

Áfram verður haldið með prufukeyrslu á varavél fyrir sveitina í Önundarfirði eftir hádegi. Vegna þess má búast við stuttum blikkum þar sem rafmagnið fer af í stutta stund. Prófanir eru fyrirhugaðar milli 13:30 og 15:00. Beðiðst er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

28. sep. 2020 11:07 | Prufukeyrsla á varaafli í Önundarfirði

Áfram verður haldið með prufukeyrslu á varavél fyrir sveitina í Önundarfirði í dag. Vegna þess má búast við stuttum blikkum þar sem rafmagnið fer af í stutta stund. Prófanir eru fyrirhugaðar milli 11:00 og 13:00. Beðiðst er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

25. sep. 2020 08:59 | Prufukeyrsla á varaafli í Önundarfirði

Áfram verður haldið með prufukeyrslu á varavél fyrir sveitina í Önundarfirði í dag. Vegna þess má búast við tveimur stuttum blikkum þar sem rafmagnið fer af í stutta stund. Prófanir eru fyrirhugaðar milli 9:30 og 12:00. Beðiðst er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

24. sep. 2020 13:29 | Önundarfjörður Straumleysi

Framkvæmd verður önnur prufukeyrsla og því mun rafmagnið aftur fara af sveitinni í Önundarfirði í örskamma stund milli 13:45 og 14:30.

24. sep. 2020 10:10 | Önundarfjörður Straumleysi

Vegna prufukeyrslu á varavél fyrir sveitina í Önundarfirði verður straumlaust þar í örskamma stund um eða eftir hádegi í dag.

22. sep. 2020 09:53 | Króksfjarðarneslína

22.9.2020 kl. 11:00 verður rafmagnslaust í Geiradal , Króksfjarðarnesi og Gilsfirði í þrjá til fjóra tíma vegna tengivinnu í Geiradal.

21. sep. 2020 18:14 | Hitaveita Patreksfirði

21.9.2020 kl. 18:11 Einhverjar tafir verða á heitu vatni á Vatneyri en verið er að vinna í að hleypa aftur á eyrina eftir tengivinnu.

21. sep. 2020 09:54 | Flateyri Hitaveitan

Vegna viðgerðar þarf að taka af heitavatnið á Flateyri frá klukkan 10.00 - 12.00 .9.2020 kl. 9:45

17. sep. 2020 19:11 | Rafmagn komið á í Önundarfirði

17.9.2020 kl.19:07. Rafmagn komið á: Önundarfjörður

17. sep. 2020 17:52 | Rafmagnsleysi í Önundarfirði

Enn er rafmagnslaust í sveitum Önundarfjarðar. Búist er við að rafmagn verði komið aftur á um kvöldmatarleytið.

17. sep. 2020 14:59 | Straumleysi:

17.9.2020 kl.14:57. Straumleysi er í Önundarfirði verið er að skoða aðstæður.

16. sep. 2020 14:57 | Hitaveita Patreksfirði Vatneyri

Heitavanslaust verður á Vatneyri Patreksfirði neðan grunnskóla mánudaginn 21. Sept 2020 frá kl 08-18 vegna vinnu við stofnlögn hitaveitu neðan snjóflóðagarðs.

15. sep. 2020 20:29 | Önundarfjörður Straumleysi

Rafmagnið verður tekið af sveitinni í Önundarfirði klukkan 20:45 og kemur aftur inn 30-45 mín seinna.

15. sep. 2020 20:17 | Önundarfjörður Straumleysi

Fyrirhuguðu straumleysi í sveitinni í Önundarfirði seinkar eitthvað. Sett verður inn önnur tilkynning áður en rafmagnið verður tekið af.

14. sep. 2020 22:21 | Dýrafjörður

Háspennulínan upp á Sandfell komin aftur í rekstur. Tetra og útvarps samband komið í eðlilegt horf. 9.2020 kl. 22:20

14. sep. 2020 20:24 | Dýrafjörður

Sandafell. Bilun á háspennulínunni upp á Sandafell. Unnið er að bilunargreiningu. 14.9.2020 kl. 20:23

14. sep. 2020 16:34 | Önundarfjörður Straumleysi

Vegna vinnu í aðveitustöð OV í Breiðadal verður straumlaust í öllum Önundarfirði , að Hvilftarströnd og Flateyri undanskildu, á morgun 15.9 frá klukkan 08 - 08:30 og aftur um kvöldið klukkan 20-20:30. Seinni tímasetningin gæti breyst eftir framgangi verksins en það verður þá tilkynnt sérstaklega á morgun.

11. sep. 2020 08:26 | Drangsneslína

11.9.2020 kl. 9:30 verður rafmagns laust á Selströnd í ca klukkutíma og það verður blikk á Drangsnesi ca kl 10:30 vegna vinnu við háspennulínu.

10. sep. 2020 03:20 | Ísafjarðardjúp

Rafmagn fór af Ísafjarðardjúpi kl 0:48 og var komið aftur á að Reykjanesi skömmu síðar. Rafmagn var komið á allstaðar kl 2:47. Ástæða rafmagnsleysis er ókunn.

07. sep. 2020 12:00 | Hitaveitan á Suðureyri

Truflun afstaðin.Allt á að vera komið í eðlilegthorf. .2020 kl. 11:57

07. sep. 2020 11:16 | Rof Rauðasandslína

Rauðasandslína verður tekin út í dag vegna viðgerðar á heimtaug kl.11:30 í ca 1-2klst.

07. sep. 2020 10:56 | Hitaveita Suðureyri

7.9.2020 kl. 10:55 Truflanir verða á hitaveitunni á Suðureyri vegna vinnu við dreifikerfið milli kl 11 og 12 í dag- mánudag.

05. sep. 2020 15:08 | Viðgerð á Rauðasandslínu lokið

5.9.2020 kl. 15:02 Viðgerð er lokið á Rauðasandslínu utan ein heimtaug lágspennu sem er í viðgerð.

05. sep. 2020 12:28 | Bilun á Rauðasandslínu

5.9.2020 kl. 12:26 Bilun er á Rauðasandslínu og þarf að taka rafmagn af henni í dag upp úr klukkan 12:45 og fram eftir degi vegna viðgerðar.

03. sep. 2020 23:12 | Hitaveitan Suðureyri

Bráðabirgðaviðgerð lokið á Suðureyri. Allir notendur eiga að vera komnir með heitt vatn. Kerfið er komið eðlilegt horf. Biðjumst afsökunar á trufluninni. Njótið nætur. 9.2020 kl. 23:08

03. sep. 2020 22:07 | Hitaveitan Suðureyri

Loka þarf fyrir hitaveituna á Suðureyri. Þær götur sem verða án hita eru Aðalgata og Túngata.9.2020 kl. 22:02

03. sep. 2020 21:11 | Hitaveitan á Suðureyri

Truflanir á hitaveitunni á Suðureyri. Verktaki tók í sundur lögnina á Aðalgötunni. Nánari upplýsingar eftir 1klst .9.2020 kl. 21:08

03. sep. 2020 13:55 | Hitaveitan Suðureyri

Vegna leka á veitunni þarf að loka fyrir heita vatnið í Hjallabyggð og hluta af Hjallavegi. Lokuninn varir í um 1klst. 9.2020 kl. 13:51

02. sep. 2020 09:42 | Rafmagnsleysi Bíldudal

2.9.2020 kl. 9:37 Rafmagnsleysi verður á bíldudal í húsum við dalbraut 24 til 42 vegna tengivinnu. Rafmagn verður tekið af um 10:30 og búast má við rafmafnsleysi í 3-5 klst.

31. ágú. 2020 16:40 | Rafmagnsleysi sunnanverði vestfirðir

31.8.2020 kl. 16:37 kl 16:08 sló út tálknafjarðarlína og varð rafmagnsleysi á sunnanverðum vestfjörðum. búið er að slá aftur inn og eiga allir notendur að vera komnir með rafmagn.

31. ágú. 2020 01:14 | Rafmagn komið á í Dýrafirði

Rafmagn er komið aftur á í Dýrafirði.

30. ágú. 2020 20:36 | Útleysing á Núpslínu

Útleysing varð á Núpslínu kl. 20:14. Viðgerðarflokkur er á leið yfir í Dýrafjörð til að leita að bilun.

28. ágú. 2020 11:46 | Rafmagn komið á í Önundarfirði

Rafmagn er komið aftur á í Önundarfirði.

28. ágú. 2020 10:10 | Rafmagnslaust í hluta Önundarfjarðar

Rafmagnslaust er í hluta Önundarfjarðar frá Þórustöðum og út úr. Unnið er að bilanagreiningu.

27. ágú. 2020 12:48 | Hitaveitan Flateyri

Hitaveitan komin aftur í rekstur. Ekki er von á frekari truflunum í dag. Biðjumst afsökunar á seinkuninni sem varð og þökkum þolinmæðina. 2020 kl. 12:45

27. ágú. 2020 12:17 | Hitaveita Flateyri.

Hitaveitan á Flateyri er ennþá úti. Notendur eru beðnir velvirðingar á þessari töf. Næstu upplýsingar eftir 30 mín. 8.2020 kl. 12:14

27. ágú. 2020 10:21 | Reykhólasveit

27.8.2020 frá kl.14:00 verða truflanir á rafmagn frá Geiradal, Gufudalssveit og Reykhólum. Það verður alveg rafmagnslaust frá Mýratungu að Hríshól og Borg í ca tvo til þrjá tíma vegna tengivinnu. Stuttu straumleysi í upphafi vinnu og í lok vinnu á öðrum stöðum.

27. ágú. 2020 07:55 | Hitaveitan Flateyri

Loka þarf fyrir heita vatnið á Flateyri frá klukkan 09.00 til 12.00 í dag vegna viðgerðar í kyndistöð. Biðjumst við velvirðingar á þessari truflun sem verður. 27.8.2020 kl. 7:55

25. ágú. 2020 11:24 | Árneshreppur

25.8.2020 kl.14:00 verður rafmagn tekið af norðan við Bæ vegna tengivinnu í Norðurfirði

22. ágú. 2020 15:50 | Rafmagn Ísafirði

Rafmagn komið á í Sundstrætinu. Þökkum þolinmæðina og eigið þið góðan dag. 22.8.2020 kl. 15:48

22. ágú. 2020 11:55 | Rafmagnsleysi Ísafirði

Rafmagnslaust er nú í húsum 25a til 31a í Sundstrætinu. Búast má við truflunum hjá öðrum notendum fram eftir degi. 22.8.2020 kl. 11:53

22. ágú. 2020 10:22 | Rafmagnsleysi Ísafirði

Sundstrætið á Ísafirði er að hluta til rafmagnslaust. Bilun er í T - múffukerfi. Næstu upplýsingar eftir 1 klst. 22.8.2020 kl. 10:22

20. ágú. 2020 13:16 | Hitaveitan Ísafirði

Taka þarf af heitavatnið á Seljalandsvegi frá 13.30 til 15.00. Eftirfarandi hús verða heitavatnslaus : númer 10 til 18. 20.8.2020 kl. 13:12

17. ágú. 2020 15:49 | Vinnu lokið á Barðastrandarlínu

17.8.2020 kl. 15:47 Vinnu er lokið á Barðastrandarlínu og allir notendur komnir með rafmagn.

17. ágú. 2020 08:27 | Rafmagnslaust á Barðaströnd

17.8.2020 kl. 8:22 Vegna vinnu við háspennulínu verður rafmagnslaust hjá notendum á loftlínu fyrir innan Brjánslæk á Barðaströnd frá klukkan 10:30 og fram eftir degi.

08. ágú. 2020 20:07 | Viðgerð lokið á Hænuvíkurhálsi

8.8.2020 kl. 20:05 Viðgerð er lokið á heimtaug fyrir fjarskiptahús á Hænuvíkurhálsi og komið rafmagn hjá notanda.

08. ágú. 2020 12:05 | Hænuvíkurháls, rafmagnsleysi

8.8.2020 kl. 12:01 Rafmagnslaust er í fjarskiptahúsi á Hænuvíkurhálsi frá því um klukkan 09:53, staðbundið þar, bilanaleit í gangi.

06. ágú. 2020 12:54 | Viðgerð lokið á Ketildalalínu

6.8.2020 kl. 12:51 Viðgerð á Ketildalalínu í Selárdal lauk um klukkan 12:52 og allir notendur þar því komnir með rafmagn.

06. ágú. 2020 11:20 | Bilun á Ketildalalínu í Selárdal

6.8.2020 kl. 11:15 Bilun er á Ketildalalínu í Selárdal og þarf að rjúfa straum frá Fífustaðadal kl 11:30. Rafmagnslaust verður um óákveðinn tíma í dag.

29. júl. 2020 10:49 | Hlíðarstræti Bolungarvík

29.7.2020 kl. 10:48 Unnið er við dreifikerfið og þurfti að taka út rafmagn um stund vegna þessa Biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum

14. júl. 2020 14:49 | Hitaveitan á Hjallavegi Ísafirði

Hitaveitan komin í lag aftur. Engar frekari truflanir eiga að verða í dag. 7.2020 kl. 14:47

14. júl. 2020 13:54 | Hitaveitan á Hjallavegi Ísafirði

Vegna viðgerðar þarf að taka heita vatnið af Hjallaveginum í um tvær klukkustundir.7.2020 kl. 13:51

13. júl. 2020 08:02 | Fjarvarmakerfið komið í rekstur

13.7.2020 kl. 7:59 Fjarvarmakerfið á Patreksfirði er komið í rekstur og eðlilegur hiti að verða. Unnið að viðgerð á neysluvatnskerfinu fyrir bæinn.

13. júl. 2020 07:08 | Fjarvarmaveitan úti á Patreksfirði

13.7.2020 kl. 7:06 Bilun er á neysluvatnskerfinu á Patreksfirði og kyndistöðin því stopp, unnið að viðgerð.

11. júl. 2020 10:06 | Rafmagn komið á: Norðanverðir Vestfirðir

11.7.2020 kl.10:05. Rafmagn komið á: Norðanverðir Vestfirðir. Útsláttur Valþjófsdal og Ingjaldssandslínu.

11. júl. 2020 09:14 | Straumleysi: Norðanverðir Vestfirðir

11.7.2020 kl.9:10. Straumleysi: Norðanverðir Vestfirðir. Útsláttur Valþjófsdal og Ingjaldssandi. Viðgerðarflokkur lagður af stað. Næstu upplýsingar væntanlegar eftir 60 mínútur.

08. júl. 2020 13:57 | Flateyri

8.7.2020 kl. 13:56 Rafmagn komið á Drafnargötu og Öldugötu Þökkum fyrir

08. júl. 2020 10:53 | Flateyri-Vinna við dreifikerfi

8.7.2020 kl. 10:49 Vegna vinnu við dreifikerfi rafmagns má búast við straumleysi í Drafnargötu og Öldugötu frá kl 13:00 í um klukkustund. Biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum.

08. júl. 2020 09:22 | Vinna við dreifikerfi Sundstræti

8.7.2020 kl. 9:17 Vegna vinnu við dreifikerfi rafmagns í Sundstræti á Ísafirði þarf að taka rafmagn af kl 13:00. Áætlað er að þetta muni vara í 1-2 klukkustundir Hús sem verða rafmagnslaus eru Sundstræti 25A,25,27A,27,29,31A,31

07. júl. 2020 15:41 | Patreksfjörður Aðalstræti 15-25 rof vegna vinnu

Vegna vinnu við tengiskáp verður rafmagnslaust í húsum við Aðalstræti 15-25 á Patreksfirði frá kl 08:30 miðvikudaginn 8. júlí 2020. Reiknað er með að straumleysið geti staðið yfir í ca 1 klst.

07. júl. 2020 11:47 | Vinnu lokið við Sellátralínu

7.7.2020 kl. 11:45 Vinnu er lokið við Sellátralínu og allir notendur þar og í Ketildölum komnir með rafmagn.

06. júl. 2020 15:08 | Rafmagnsleysi á Sellátralínu þann 07.júlí

6.7.2020 kl. 15:15 Vegna tengivinnu á háspennulínu verður rafmagnslaust á sellátralínu og Ketildalalínu á morgun, 07.07.2020, milli klukkan 10:00 og 13:00 eða í allt að 3 klukkutíma.

03. júl. 2020 16:15 | Hitaveitan Suðureyri

Búast má við truflunum fram eftir degi á hitaveitunni vegna tengivinnu við Grunnskólann.7.2020 kl. 16:12

03. júl. 2020 07:16 | Hrútatunga

3.7.2020 kl. 6:55 rafmagn komið â frá Hrútatungu að Stórafjarðarhorni takk fyrir

03. júl. 2020 06:14 | Skerðing frá Hrútatungu

3.7.2020 seinkun hefur orðið á rafmagni frá Hrútatungu að Stórafjarðarhorni til kl 7:00

01. júl. 2020 09:50 | Útsláttur Barðastrandarlínu

1.7.2020 kl. 9:48 Útsláttur Barðastransalínu. línan er komin aftur í rekstur en hún leysti út kringum miðnætti. Orsök er ókunn

01. júl. 2020 07:44 | Tilkynning um skerðingu á rafmagni frá Hrútatungu

3.7.2020 frá kl 00:00 til 6:00 frá Hrútatungu að Stórafjarðarhorni vegna vinnu í Hrútatungu

01. júl. 2020 00:55 | Barðaströnd straumleysi

1.7.2020 kl. 0:53 Straumlaust var á Barðaströnd um stund frá kl 00:22. Búið er að koma rafmagni aftur á og ættu því allir notendur að vera með rafmagn.

30. jún. 2020 08:45 | Hitaveita Patreksfirði

30.6.2020 kl. 8:42 Vegna vinnu á hitaveitu verður heitavatnslaust á Hjöllum 2 og 4, einnig Brunnum 1,3,5 og 7 frá kl 11 til kl 12 í dag.

25. jún. 2020 17:10 | Vinnu lokið í Önundarfirði

Vinnu lauk rétt fyrir klukkan 17:00 og var sveitin spennusett kl 16:57.

Við þökkum þolinmæðina.

25. jún. 2020 16:02 | Önundarfjörður Straumleysi

Verklok í Breiðadal tefjast til klukkan 17:00

Beðist er velvirðingar á þessari töf.

25. jún. 2020 09:44 | Önundarfjörður Straumleysi

Í dag frá klukkan 10.00 - 16.00 verður straumlaust í sveitum Önundarfjarðar og yfir á Ingjaldssand. Unnið er að endurbótum á kerfinu. Biðjumst við velvirðingar á þessari truflun sem er til að bæta afhendingaröryggi í sveitinni.

25. jún. 2020 08:47 | Hrútafjörður, Hrútatunga að Borðeyri.

25.6.2020 Rafmagnslaust verður í dag frá kl 11:00 í þrjá til fjóra tima vegna tengivinnu við Borðeyri. Eftir tengingu þarf að taka augnablik af rafmagn frá Borðeyri að Stórafjarðarhorni.

24. jún. 2020 16:12 | Önundarfjörður Straumleysi

Fimmtudaginn 25.6.2020 frá klukkan 10.00 - 16.00 verður straumlaust í sveitum Önundarfjarðar og yfir á Ingjaldssand. Unnið er að endurbótum á kerfinu. Biðjumst við velvirðingar á þessari truflun sem er til að bæta afhendingaröryggi í sveitinni.

24. jún. 2020 09:32 | Borðeyri , Hrútafjörður , Bitrufjörður og Kollafjörður að Stórafjarðarhorni.

24.6.2020 kl. 9:26 Rafmagn verður tekið af um 11:00 vegna tengivinnu. Rafmagnslaust verður í stutta stund , líklega eitt blikk en hugsanlega aftur einhverjum mínútum síðar.

23. jún. 2020 22:42 | Hitaveitan Suðureyri

Þrýstingur orðinn eðlilegur. Njótið nætur..6.2020 kl. 22:40

23. jún. 2020 21:12 | Hitaveitan Suðureyri

Lítill þrýstingur á veitunni. Eigum í vandræðum með að halda uppi réttum þrýstingi á kerfinu. Notendur eiga ekki að vera varir við það í augnablikinu en förum sparlega með heitavatnið í smá tíma.23.6.2020 kl. 21:12

22. jún. 2020 20:23 | Hitaveitan Bolungarvík

Truflun yfirstaðin á hitaveitunni í Bolungarvík. Kerfið á að vera komið í eðlilegt horf. Eigið ánægjulega kvöldstund.6.2020 kl. 20:23

22. jún. 2020 18:56 | Bolungarvík hitaveita

Truflanir á hitaveitunni í Bolungarvík næsta klukkutíman vegna viðgerðar.6.2020 kl. 18:53

22. jún. 2020 10:09 | Hitaveita Patreksfirði Brunnar 8,10, 12 og 14

Vegna vinnu við hitaveituinntak á Brunnum 14 á Patreksfirði verður heitavatnslaust frá kl 10:15 í dag 22.06.2020 og fram undir hádegi á Brunnum 8, 10, 12 og 14.

19. jún. 2020 17:34 | Hitaveita Bolungarvík

Viðgerð lokið á hitaveitunni í Bolungarvík. Allt á að vera komið í eðlilegt horf. Þökkum þolinmæðina. Eigið öll frábæra helgi. 6.2020 kl. 17:32

19. jún. 2020 13:52 | Hitaveitan Bolungarvík

Leki á hitaveitunni í Bolungarvík. Búast má við truflunum fram eftir degi og jafnvel fram á kvöld meðan unnið er að viðgerð.19.6.2020 kl. 13:49

16. jún. 2020 11:53 | Skipulagt rof: Dýrafjörður

16.6.2020 kl.11:52. Skipulagt rof: Dýrafjörður. Útsláttur Núpslínu. Rafmagn verður tekið af í um 3 klst.

12. jún. 2020 14:28 | Króksfjararneslína

12.6.2020 línan komin í lag.

12. jún. 2020 13:12 | Króksfjarðarneslína

12.6.2020 bilunnn er á línunni og það verða truflanir fram eftir degi.

04. jún. 2020 07:22 | Rafmagnsleysi í Arnarfirði í dag

Vegna vinnu við háspennubúnað verður stutt rafmagnsleysi í Arnarfirði upp úr kl. 8 í dag og aftur síðdegis. Svæðið sem þetta hefur áhrif á nær frá Laugabólsfjalli og norður að Tjaldanesi.

03. jún. 2020 10:31 | Hitaveita Patreksfirði truflanir

Staðbundnar truflanir verða á hitaveitukerfi Patreksfirði í dag miðvikudaginn 3.6.2020 vegna bilanaleitar.

02. jún. 2020 13:43 | Álftafjarðarlína tekin út í stutta stund

álftafjarðarlína er út vegna vinnu í Hattardal.  Stoppið verður stutt um klukkustund í mesta lagi.

02. jún. 2020 11:34 | Vinna við Álftafjarðarlínu

2.6.2020 kl. 11:33 Vegna vinnu við Álftafjarðarlínu þarf að taka rafmagn af henni í um klukkustund frá kl 13:30 í dag þriðjudag.

31. maí 2020 13:04 | Viðgerð lokið á Ketildalalínu

31.5.2020 kl. 13:02 Viðgerð er lokið á Ketildalalínu og allir notendur komnir með rafmagn.

31. maí 2020 10:08 | Rafmagnslaust í Ketildölum

31.5.2020 kl. 10:04 Tilkynnt var um rafmagnsleysi í Selárdal um klukkan 08:50 í morgun, bilanaleit í gangi.

30. maí 2020 16:51 | Heitavatnstruflanir á Patreksfirði

30.5.2020 kl. 16:46 Vegna bilanaleitar á dreifikerfi fjarvarma á Patreksfirði má búast við hitafalli af og til á kerfinu fram eftir degi í bænum. Frekari upplýsingar eftir því sem leit miðar áfram.

26. maí 2020 14:30 | Vinnu lokið á Barðaströnd

26.5.2020 kl. 14:24 Vinnu við háspennustreng á Barðaströnd lauk um klukkan 14:00, ekki frekari truflanir vegna þess, allir notendur komnir með rafmagn.

26. maí 2020 09:26 | Rafmagnstruflanir á Barðaströnd

26.5.2020 kl. 9:20 Vegna vinnu við háspennustreng á Barðaströnd verður straumlaust milli klukkan 13:00 og 15:00 í dag, 26.05.2020. Hugsanlega klárast vinnan samt fyrir klukkan 14:00.

22. maí 2020 10:35 | Flateyri

22.5.2020 kl. 10:33 Viðgerð lokið á götuskáp í Hafnarstræti. Allir notendur komnir með rafmagn Þökkum fyrir

22. maí 2020 09:30 | Flateyri,vinna við götuskáp

22.5.2020 kl. 9:27 Vegna vinnu við götuskáp á Flateyri þarf að taka rafmagn af Hafnarstræti 14,Veiðihúsum og smábátahöfn . Straumlaust verður til kl 11:30

15. maí 2020 04:22 | Rafmagnstruflanir á Barðaströnd

15.5.2020 kl. 4:18 Vegna viðgerðar á bilun sem kom upp á Barðaströnd í gær verða straumtruflanir í nokkrar mínútur klukkan rúmlega 04:00. Þetta er frá Krossholtum og inn að Auðshaugi, stutt straumrof.

14. maí 2020 20:49 | Bilun fundin á Barðaströnd

14.5.2020 kl. 20:44 Bilun er fundin í spennistöð fyrir innan Þverá á Barðaströnd, viðgerð klárast seinna í nótt. 2 notendur rafmagnslausir.

14. maí 2020 20:05 | Rafmagn komið á hluta Barðastrandar sem var straumlaus

14.5.2020 kl. 19:58 Rafmagn komið á hluta háspennustrengs á Barðaströnd sem varð straumlaus rétt fyrir klukkan 17 í dag. Loftlínan fyrir innan Brjánslæk og strengur að Þverá kominn með rafmagn. Bilanagreining í gangi.

14. maí 2020 17:09 | Barðaströnd

14.5.2020 kl. 17:08 Truflun er á rafmagni á Barðaströnd og er unnið í að skoða ástæðu.

13. maí 2020 13:28 | Rafmagnsleysi Barðastönd

13.5.2020 kl. 13:25 Stutt rafmagnsleysi verður á Barðaströnd kl 13:50 frá krossi að Auðshaug vegna stillingar á spennu.

06. maí 2020 18:52 | Stutt rafmagnsleysi á Barðaströnd

6.5.2020 kl. 18:51 5-10 mínútu rafmagnsleysi verður á Barðaströnd um kl 19, meðan unnið er að viðgerð.

22. apr. 2020 15:10 | Bolungarvík

Viðgerð lokið í Bolungarvík. Allir notendur á Hlíðarstræti eiga að vera komnir með rafmagn. 22.4.2020 kl. 15:09

22. apr. 2020 10:50 | Bolungarvík

Bilun fundin á Hlíðarstræti. Grafa þarf í götu og gangstétt. Rafmagslaust verður í húsum 13 og 20 í dag. 22.4.2020 kl. 10:45

22. apr. 2020 09:18 | Bolungarvík truflanir

Rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi verður í dag á Hlíðarstræti Bolungarvík vegna bilanarleitar. Biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu verður. Bráðum kemur betri tíð. 22.4.2020 kl. 9:14

22. apr. 2020 01:53 | Bolungarvík rafmagnsleysi.

Tekist hefur að koma á rafmagni á Hliðarstrætið eftir varaleið. Hlíðarstræti 13 og Hlíðarstræti 20 þurfa því miður að búa við skerta afhendingu. Bilanaleit mun fara fram í fyrramálið. 22.4.2020 kl. 1:54 Biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum sem hafa verið.

22. apr. 2020 01:04 | Bolungarvík

Straumleysi eingöngu í Hlíðarstræti 22.4.2020 kl. 1:03

21. apr. 2020 23:32 | Bolungarvík

Rafmagnsleysis og rafmagnstruflanir í götum fyrir ofan Völusteinsstræti. Nánari upplýsingar eftir 30mín. 21.4.2020 kl. 23:31

21. apr. 2020 11:27 | Gilsfjörður

21.4.2020 kl. 11:23 Rafmagnslaust verður í Gilsfjarðarmúla, Gilsfjarðarbrekku og Kleifum ásamt Ólafsdal í dag um kl 12:00 í um 1 til 2 klst. vegna viðhalds á loftlínu.

19. apr. 2020 22:03 | Bilun fundin á Barðaströnd

19.4.2020 kl. 21:59 Bilun er fundin við Flókalund á Barðaströnd, truflanir vegna bilunar afstaðnar.

19. apr. 2020 18:26 | Rafmagnstruflanir á Barðaströnd

19.4.2020 kl. 18:22 Tilkynnt var um rafmagnsleysi í Flókalundi í Vatnsfirði á Barðaströnd um klukkan 17:40, bilanaleit í gangi.

08. apr. 2020 12:06 | Bolungarvík

8.4.2020 kl. 12:08 Nú ættu allir Íbúar Traðarlands að vera komnir með rafmagn. Þökkum fyrir. Gleðilega páska

08. apr. 2020 09:16 | Bolungarvík

Búið er að einangra bilunina í Bolungarvík við Traðarland 4,6,8 og 10. Aðrir notendur eiga að vera komnir með rafmagn. 8.4.2020 kl. 9:14

08. apr. 2020 08:04 | Bilun Bolungarvík

Brunninn götuskápur í Traðarlandi. Unnið er að viðgerð. Straumleysi fram eftir degi. 8.4.2020 kl. 8:02

07. apr. 2020 01:10 | Bolungarvík viðgerð lokið

Viðgerð er nú lokið á Hlíðarstræti. Allir notendur eru komnir með rafmagn. Þökkum fyrir skilninginn og þolinmæðina. 4.2020 kl. 1:10

06. apr. 2020 23:48 | Bilun Bolungarvík

Taka verður af rafmagnið á öllu Hlíðarstræti og hluta Völusteinsstræti í stutta stund. 6.4.2020 kl. 23:47

06. apr. 2020 22:43 | Bilun Bolungarvík

Straumleysi er bara núna á hluta til á Hlíðarstræti. Unnið er hörðum höndum að viðgerð.6.4.2020 kl. 22:41

06. apr. 2020 20:53 | Bilun í Bolungarvík

Brunnin götuskápur á Hlíðarstræti. Búast má við rafmagnsleysis í nærliggjandi götum fram eftir nóttu. 6.4.2020 kl. 20:50

06. apr. 2020 09:47 | Rafmagn komið á Sellátralínu

6.4.2020 kl. 9:46 Rafmagn er komið á Sellátralínu og í Ketildölum um klukkan 09:43.

06. apr. 2020 09:15 | Rafmagnsleysi á Sellátralínu

6.4.2020 kl. 9:12 Rafmagn fór af Sellátralínu í Tálknafirði og þar með Ketildölum snemma í morgun, unnið er að viðgerð.

06. apr. 2020 05:23 | Rafmagn komið á: Dýrafjörður

6.4.2020 kl.5:23. Rafmagn komið á: Dýrafjörður. Útsláttur Hrafnseyrarlínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað.

06. apr. 2020 05:16 | Straumleysi: Dýrafjörður

6.4.2020 kl.5:16. Straumleysi: Dýrafjörður. Útsláttur Hrafnseyrarlínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað.

06. apr. 2020 04:42 | Rafmagn komið á: Dýrafjörður

6.4.2020 kl.4:40. Rafmagn komið á: Dýrafjörður. Útsláttur Hrafnseyrarlínu.

06. apr. 2020 04:33 | Straumleysi: Dýrafjörður

6.4.2020 kl.4:33. Straumleysi: Dýrafjörður. Útsláttur Hrafnseyrarlínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað.

04. apr. 2020 20:32 | Djúpavík.

4.4.2020 kl. 20:29 Bilun er í lágspennukerfi og ekki allir með rafmagn. Líklega er bilaður strengur en óvíst er hvenær viðgerðarmenn komast á staðinn vegna veðurs og færðar.

04. apr. 2020 19:12 | Djúpavík

4.4.2020 kl. 19:11 Bilun í lágspennukerfi í Djúpavík . Unnið er að viðgerð.

04. apr. 2020 18:15 | Djúpavík

Viðgerð lokið í Djúpavík

04. apr. 2020 16:02 | Bilun í Djúpavík

Fasa vantar í Djúpavík. Unnið er að viðgerð

04. apr. 2020 15:08 | Viðgerð lokið á Ketildalalínu

4.4.2020 kl. 15:05 Viðgerð á Ketildalalínu í Fífustaðadal lauk um klukkan 14:57 og eiga allir notendur að vera komnir með rafmagn.

04. apr. 2020 12:34 | Bilun á Ketildalalínu

Bilun er á Ketildalalínu í Arnarfirði í Fífustaðadal, rafmganslaust var frá spennistöð við skóla á Tálknafirði í nokkrar mínútur um klukkan 14:04.  Viðgerð í undirbúningi og má búast við einhverjum rafmagnstruflunum eftir hádegið.

í vinnslu
03. apr. 2020 01:57 | Strandir og Reykhólasveit

3.4.2020 kl. 1:54 viðgerð lokið í Geiradal og slökkt á varaafli takk fyrir.

02. apr. 2020 15:06 | Staðan í Geiradal

Klukkan 14:09 var búið að koma rafmagni á alla notendur út frá Geiradal með varaafli frá Hólmavík og Reykhólum.




 




Bilanagreining stendur enn yfir og er ekki hægt að segja til um á þessari stundu hvenær spennirinn kemst í lag.

02. apr. 2020 14:17 | Króksfjararnes og Gilsfjörður

2.4.2020 kl. 14:09 var komið rafmagn á alla notendur.

02. apr. 2020 13:06 | Hólmavík

2.4.2020 kl. 13:00 Sængurfoss komin inn búið að stoppa vélar á Drangsnesi og Reykjanesi. Vélar á Hólmavík og Reykhólum eru í gangi.

02. apr. 2020 12:38 | Króksfjararnes Gilsfjörður

2.4.2020 kl. Rafmagn var komið á neðra svæðið kl 10:30 það er enn þá rafmagns laust í Gilsfirði og efra svæði Króksfjararnesi

02. apr. 2020 10:25 | Geiradalur Gilsfjörður

2.4.2020 kl. 10:18 Rafmagn komið á allt nema Króksfjarðarnes og Gilsfjörð kl. 10:00 Frá varaaflsvélum.

02. apr. 2020 09:39 | Rafmagnsleysi út frá Geiradal

Klukkan 09:02 leysti spennir í Geiradal út. Við það fór rafmagn af öllum notendum út frá Geiradal. Það eru Hólmavík, Drangsnes, Árneshreppur, Ísafjarðardjúp, Reykhólar, Gufudalssveit og Króksfjarðarnes. Innsetning hefur verið reynd og gekk ekki. Unnið er að greiningu á vandamálinu.

Unnið er að uppkeyrslu varaafls á öllu svæðinu.

01. apr. 2020 09:50 | Útleysing á Bolungarvíkurlínu 1

1.4.2020 kl. 9:25. Útleysing varð á línu Landsnets, Bolungarvíkurlínu 1. Enginn varð rafmagnslaus við útleysinguna.

29. mar. 2020 19:52 | Viðgerð lokið á Bíldudalslínu

29.3.2020 kl. 19:50 Viðgerð er lokið á Bíldudalslínu og varaaflskeyrslu lokið.

29. mar. 2020 11:32 | Bilun fundin á Bíldudalslínu

29.3.2020 kl. 11:27 Bilun er fundin á Bíldudalslínu, viðgerð í undirbúningi.

29. mar. 2020 03:26 | Allir notendur komnir inn á Bíldudal

29.3.2020 kl. 3:23 Um klukkan 03:17 voru allir notendur á forgangsorku komnir með rafmagn á Bíldudal. Varaafl er keyrt.

29. mar. 2020 01:17 | Bilun á Bíldudalslínu

29.3.2020 kl. 1:10 Bíldudalslína fór úr um klukkan 00:14 og tollir ekki inni, varaaflskeyrsla er í gangi og rafmagn skammtað til að byrja með. Leitað er að bilun.

26. mar. 2020 08:49 | Steingrímsfjörður Selströnd

26.3.2020 Rafmagn verður tekið af, á Selströnd, frá Sandnesi að Drangsnesi og einnig Bæ í stutta stund upp úr kl 10:00, vegna línuviðgerðar. Einnig þarf að taka rafmagn af Bjarnafirði, í smá stund, í verklok.

22. mar. 2020 19:21 | Útsláttur Bíldudalslínu

22.3.2020 kl. 19:16 Bíldudalslína fór út um klukkan 18:45, orsök ókunn en trúlega krapi og selta á línunni sem hefur valdið útleysingu. Rafmagn komið á alla notendur um klukkan 19:01.

16. mar. 2020 17:04 | Viðgerð lokið í Dýrafirði

Viðgerð er nú lokið á Nupslínu í Dýrafirði og allir notendur komnir með rafmagn.

16. mar. 2020 16:06 | Núpslína tekin úr rekstri

Vegna bilunnar sem varð í Dýrafirði er Núpslína nú úr rekstri. 

Viðgerðarflokkur komst á staðinn og fann fljótlega bilun. 

Búast má við straumleysi í um klukkustund.

16. mar. 2020 11:51 | Bilun í Dýrafirði

Bilun er í háspennustreng frá Höfða Dýrafirði og út Dýrafjörðin. Ófært er frá Ísafirði yfir í Dýrafjörð og er beðið með mokstur vegna veðurs. Staðan verður tekin eftir hádegi í dag í samráði við Vegagerðina. Vinnuflokkur er í starholunum. 16.3.2020 kl. 11:40

08. mar. 2020 22:39 | Syðridalur Bolungarvík

Viðgerð lokið á Bolungarvíkurlínu 3. Allir notendur eru komnir með rafmagn. Eigið ánægjulegt kvöld. 8.3.2020 kl. 22:37

08. mar. 2020 19:20 | Syðridalur Bolungarvík

Straumleysi. Vegna bilunar á Bolungarvíkurlínu 3 þarf að taka af rafmagnið af öllum bæjum í Syðridal. Straumlaust verður í 1klst. 8.3.2020 kl. 19:18

05. mar. 2020 14:29 | Viðgerð á Rauðasandslínu lokið

5.3.2020 kl. 14:27 Viðgerð á Rauðasandslínu lauk um klukkan 14:23 og er línan komin í rekstur.

05. mar. 2020 09:06 | Straumleysi á Rauðasandslínu

5.3.2020 kl. 9:01 Vegna viðgerðar á Rauðasandslínu verður línan straumlaus í dag, 05.03., milli klukkan 10:30 og 14:30 eða í allt að 4 klukkutíma.

04. mar. 2020 12:20 | Bilun í hitaveitu Patreksfirði

4.3.2020 kl. 12:17 Vegna bilunar í hitaveitu verða truflanir á afhendingu af heitu vatni milli klukkan 13-15 í dag á hjöllum 2,4 og brunnum 1,3,5 og 7

02. mar. 2020 20:49 | Súðavíkurlína

Línan hefur slegið út þrisvar í kvöld. Ekki verða reyndar frekari spennusetningar í kvöld og verður því varaaflskeyrsla í Súðavík í nótt. Viðgerðarflokkur mun fara af stað í fyrramálið í bilanaleit á línunni.

02. mar. 2020 18:08 | Útleysing á Súðavíkurlínu

Uppfært: Línan sló aftur út klukkan 18:09. Verið er að skoða málið. Allir í Álftafirði eru með rafmagn frá varaafli.


Klukkan 17:47 leysti Súðavíkurlína út. Varaafl fór sjálfkrafa í gang í Súðavík og eru allir notendur með rafmagn. Ástæða útleysingarinnar er ókunn.



Línan var spennusett aftur klukkan 17:52 og stuttu seinna fösuð saman við netið í Súðavík. Varaaflskeyrslu var í kjölfarið hætt.

24. feb. 2020 11:10 | Reykhólasveit Kollafjarðarlína

24.2.2020 kl. 11:07 rafmagn verður tekið af Kollafjarðarlìnu í stutta stund um hádegið vegna hreinsunar á ísingu á línunni á Hjallahálsi

23. feb. 2020 13:20 | Útleysing á Súðavíkurlínu

Klukkan 12:59 leysti Súðavíkurlína út. Varaafl fór sjálfkrafa í gang í Súðavík og eru allir notendur með rafmagn. Ástæða útleysingarinnar er ókunn.

Línan var spennusett aftur klukkan 13:06 og stuttu seinna fösuð saman við netið í Súðavík. Varaaflskeyrslu var í kjölfarið hætt.

22. feb. 2020 20:11 | Súðavíkurlína spennusett á ný

Klukkan 20:00 var Súðavíkurlína spennusett eftir viðgerð. Klukkan 20:10 var hún svo tengd við kerfið í Súðavík. Í kjölfarið var varaaflskeyrslu hætt.

22. feb. 2020 09:22 | Útleysing á Súðavíkurlínu

Klukkan 09:04 í morgun leysti Súðavíkurlína út. Varaafl fór sjálfkrafa í gang og eru allir notendur með rafmagn. Bilun er á línunni og er viðgerðarflokkur að undirbúa bilanaleit.

21. feb. 2020 08:29 | Raforkukerfið á Vestfjörðum komið í eðlilegan rekstur

Á miðnætti í gær komst Mjólkárlína 1 aftur í rekstur eftir að vinnuflokkur frá Landsneti hafði gert við hana. Í kjölfarið var allri varaaflskeyrslu hætt og skerðingum aflétt.

20. feb. 2020 04:57 | Sunnanverðum Vestfirðir

20.2.2020 kl. 4:54 með innsetningu Rauðasandslínu voru allir notendur á sunnanverðum vestfjörðum komnir með rafmagn.

20. feb. 2020 04:20 | Útsláttur á Mjólkárlínu

Klukkan 03:43 leysti Mjólkárlína 1 út. Mjólkárvirkjun missti sínar vélar út við þetta og urðu því bæði norðan og sunnanverðir Vestfirðir straumlausir. 



Varaafl í Bolungarvík fór sjálkrafa í gang og verið er að vinna í því að tengja saman norður og suður eyjarnar í gegnum Mjólká. Innan skamms ættu allir notendur að vera komnir með rafmagn að nýju.



Innsetning hefur verið reynd á Mjólkárlínu 1 en hún leysti strax út aftur. Viðbúið er að það þurfi að fara í bilanaleit á henni og mun það verða skoðað með morgninum.

19. feb. 2020 01:27 | Vinnu lokið í Breiðadal og allir komnir með rafmagn

Vinnu er lokið í Breiðadal og eru allir rafmagnsnotendur í Önundarfirði með rafmagn.

18. feb. 2020 19:24 | Breytt tímasetning á rafmagnsleysi í Önundarfirði

Taka þarf rafmagn af sveitinni í Önundarfirði í kvöld vegna vinnu við snjómokstur í tengivirkinu í Breiðadal. Áætlað er að rafmagnið verði tekið af upp úr kl. 21 og að rafmagnslaust verði fram á nótt.

18. feb. 2020 19:21 | Skömmtun á Flateyri

Rafmagni er skammtað á Flateyri vegna vinnu við snjómokstur í tengivirkinu í Breiðadal. Áætlað er að skammtað verði fram á nótt.

18. feb. 2020 18:43 | Rafmagnsleysi í sveitum Önundarfjarðar í kvöld

Taka þarf rafmagn af sveitinni í Önundarfirði í kvöld vegna vinnu við snjómokstur í tengivirkinu í Breiðadal. Áætlað er að rafmagnið verði tekið af upp úr kl. 20 og að rafmagnslaust verði fram á nótt.

18. feb. 2020 13:41 | Straumleysi í Önundarfirði

18.2.2020 kl. 13:40 Varaafl í Önundarfirði datt út og er því straumlaust í sveitinni í Önundarfirði. Unnið er að keyra upp varaafl að nýju.

17. feb. 2020 17:51 | Súðavíkurlína spennusett

Vinnuflokkur frá OV fór eftir hádegið í bilanaleit á Súðavíkurlínu. Bilunin fannst fljótt og var gert við hana. Línan var svo spennusett og fösuð saman við varavélina í Súðavík klukkan 17:47. Varaaflskeyrslu var hætt í kjölfarið.

17. feb. 2020 01:45 | Útsláttur - Súðavíkurlína

Súðavíkurlína leysti út kl. 01:26.

Varaaflsvél fór sjálfvirkt inn í Súðavík.

Línan var sett inn aftur en sló fljótlega út aftur.

Varaafl verður keyrt áfram í Súðavík og línan skoðuð við fyrsta tækifæri.

16. feb. 2020 07:21 | Útsláttur - Súðavíkurlína

Súðavíkurlína sló út kl. 06:50.

Varaafl kom sjálfvirkt inn í Súðavík. Línan er komin undir spennu og verður bráðlega fösuð við kerfið.

Engidalur varð rafmagnslaus í stutta stund vegna þessa.

15. feb. 2020 14:42 | Rauðasandslína komin í rekstur

15.2.2020 kl. 14:40 Viðgerð á Rauðasandslínu er lokið og línan komin í rekstur um klukkan 14:37.

15. feb. 2020 13:48 | Ísafjarðardjúp

15.2.2020 kl.11:30 var komið á Hvítanes kl 12:40 var komið á Vigur. Nýjir sæstrengurinn fyrir Hvítanes kominn í notkun.

15. feb. 2020 10:34 | Bilun á Rauðasandslínu

15.2.2020 kl. 10:32 Rauðasandslína er úti vegna bilunar og er viðgerð í undirbúningi.

15. feb. 2020 02:36 | Rauðasandslína spennusett

15.2.2020 kl. 2:33 Viðgerð er lokið á Rauðasandslínu um klukkan 02:27 og línan komin í rekstur.

lokið
14. feb. 2020 22:55 | Spenna komin á tengivirki Breiðadal

Vinnu er nú lokið og spenna komin á virkið í Breiðadal.

Við þökkum fyrir þolinmæðina.

14. feb. 2020 22:41 | Tengivirki Breiðadal

Buið er að hreinsa virkið eins og hægt er en ekki var unnt að koma tankbíl að því.

Unnið er að innsetningu og vonandi gengur það vel.

14. feb. 2020 20:03 | Breiðidalur - Tengivirki

Vinnuflokkur er kominn á staðinn frá Ísafirði en færðin er mjög slæm  og hefur það tafið aðgerðir.

Unnið er að því að moka snjó úr virkinu áður en hægt verður að þrífa seltu sem safnast hefur á búnað.

Næstu upplýsinga að vænta fljótlega.

14. feb. 2020 18:22 | Útsláttur Bíldudal

14.2.2020 kl. 18:18 Um klukkan 17:56 fór út aflrofi fyrir Bíldudal í aðveitustöðinni í Búðargili, Bíldudalur kominn aftur með straum um klukkan 18:06. Truflun frá landsnetinu olli útslættinum.

14. feb. 2020 18:17 | Útsláttur Bíldudal

14.2.2020 kl. 18:13 Bíldudalur fór út í aðveitustöðinni á Bíldudal um klukkan 17:56 þegar truflun kom frá landsnetinu, straumur kominn aftur á klukkan 18:06

14. feb. 2020 18:01 | Straumleysi - Dýrafjörður

Dýrafjörður leysti út í kjölfar mikillar sveiflu í flutningskerfinu.  Sett inn aftur.

14. feb. 2020 17:38 | Straumleysi tengivirki Breiðadal

Ísafjarðarlína sló út kl. 17:25.

Ástæða útleysingar má rekja til spennivirkis í Breiðadal. Sennileg orsök er selta á búnaði.

Vinnuflokkur býr sig undir að fara á staðinn og kanna aðstæður.

Varaafl er komið í gang á Flateyri en straumleysi verður í sveitinni í Önundarfirði og hluta eyrarinnar.

Næstu upplýsingar koma fljótlega.

14. feb. 2020 14:49 | Djúpið

14.2.2020 kl. 14:32 fór rafmagn af í Djúpinu komið inn nema Hvítanesi ástæða ekki vitað

14. feb. 2020 14:43 | Bilun fundin á Rauðasandslínu

14.2.2020 kl. 14:39 Bilun er fundin á Rauðasandslínu og verður gert við strax þegar veður leyfir.

14. feb. 2020 13:22 | Útsláttur Rauðasandslínu

Rauðasandslína fór út um klukkan 12:36 og tolldi inni í um 15 mínútur eftir áhleypingu.  Tollir ekki inni eftir klukkan 13:09, bilanaleit verður strax og veðri slotar.

í vinnslu
14. feb. 2020 13:17 | Álftafjarðarlína útslegin

Álftafjarðarlína fór út kl. 13:12. Sett in aftur kl. 13:14.

14. feb. 2020 13:14 | Ísafjarðardjúp - straumleysi

Straumlaust er á Hvítanesi, Skarði og Vigur. Ekki er vitað um ástæðu. Verður skoðað þegar veður leyfir.

14. feb. 2020 12:52 | Rafmagnsleysi

Viðgerð lokið í spennistöð við sjúkrahúsið á Ísafirði. Spenna er komin á Sólgötu og Aðalstræti. 14.2.2020 kl. 12:52

14. feb. 2020 12:20 | Rafmagnsleysi.Bilun í streng.

Bilun er í streng frá spennistöð við sjúkrahúsið á Ísafirði. Sólgata og Hafnargata eru úti að hluta. Unnið er að viðgerð. 14.2.2020 kl. 12:16

07. feb. 2020 08:58 | Rafmagn komið á:

7.2.2020 kl.8:57. Rafmagn komið á Funa Ísafirði

07. feb. 2020 06:38 | Straumleysi:

7.2.2020 kl.6:37. Straumleysi: Funa Ísafirði Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað.

05. feb. 2020 15:58 | Vinnu í aðveitustöð á Patreksfirði lokið

Viðhaldsvinnu í aðveitustöðinni á Patreksfirði er lokið og Barðaströnd og Rauðasandslína komnar með rafmagn.

lokið
04. feb. 2020 17:09 | Straumleysi á Barðaströnd og Rauðasandslínu vegna vinnu

Vegna viðhaldsvinnu í aðveitustöðinni á Patreksfirði verður straumlaust á Barðaströnd og Rauðasandslínu, miðvikudaginn 05.02.2020, milli klukkan 13:00 og 16:00 eða í 2-3 klukkutíma.

lokið
02. feb. 2020 13:04 | Álftafjarðarlina

Viðgerð lokið á Álftafjarðarlinu. Ekki reyndist þörf á að taka línuna út. Eigið góðan sunnudag.2.2020 kl. 13:04

02. feb. 2020 10:12 | Áltafjarðarlína

Bilun er á einni heimtaug á Álftafjarðarlinu. Bilunin er þess eðlis að við gætum þurft að taka út alla línuna. Í augnablikinu er bara rafmagnslaust hjá einum notenda. Munum við láta vita með góðum fyrirvara ef til þess kemur. 2.2.2020 kl. 10:07

28. jan. 2020 17:59 | Hitaveitan á Eyrinni Ísafirði

Truflun yfirstaðin á hitaveitunni. Notendur urðu sem betur fer ekki mikið fyrir truflun. Unnið var að fullnaðarviðgerð á heimtaug sem bilaði. Takk fyrir okkur. 28.1.2020 kl. 17:56

28. jan. 2020 13:08 | Hitaveitan á Eyrinni Ísafirði

Búast má við einhverjum truflunum truflunum á hitaveitunni á Ísafirði í dag. Götur sem verða fyrir truflunum eru Brunngata, Aðalstræti, Skólagata og Silfurgata. 28.1.2020 kl. 13:06

27. jan. 2020 14:18 | Útsláttur Inndjúpi

27.1.2020 kl. 14:15 Rafmagn fór af inndjúpi. Verið er að vinna í því að spennusetja aftur. Það ætti að takast bráðlega.

27. jan. 2020 06:50 | Patreksfjarðarlína komin í rekstur

Viðgerð á Patreksfjarðarlínu var lokið rétt fyrir klukkan 06:00 og búið að tengja saman við Keldeyri um klukkan 06:42, varaaflskeyrslu er þar með lokið.

lokið
26. jan. 2020 21:05 | Útsláttur Patreksfjarðarlínu

Patreksfjarðarlína fór út aftur um klukkan 20:42 eftir að fasað hafði verið saman eftir fyrri útslátt, varaaflskeyrsla verður næstu klukkutíma

lokið
26. jan. 2020 20:27 | Útsláttur Patreksfjarðarlínu

Útsláttur varð á Patreksfjarðarlínu um klukkan 19:07 í kvöld og einhver bilun í varaafli stuttu síðar en varaafskeyrsla er komin í lag og í keyrslu eins og er.

lokið
26. jan. 2020 15:27 | Rafmagn komið á Ketildalalínu í Selárdal

Um Klukkan 15:10 var hleypt rafmagni á Selárdalsálmu í Ketildölum og er staðfest rafmagn þar um klukkan 15:23, allir notendur á Ketildalalínu eig að vera komnir með rafmagn.

lokið
26. jan. 2020 14:17 | Bilun á Ketildalalínu í Selárdal

Fundin er bilun á Ketildalalínu í Selárdal og er viðgerð í gangi.

lokið
26. jan. 2020 14:12 | Ketildalalína í Bakkadal komin með rafmagn

Búið er að hleypa á Ketildalalínu frá Sellátrum á Tálknafirði og er staðfest rafmagn í Bakkadal Arnarfjarðarmegin.  Línuskoðun fyrir álmu að Selárdal er í gangi.

lokið
26. jan. 2020 12:20 | Ingjaldssandslína

Spenna komin aftur á Ingjaldssandslínu. Þræðing (öryggi) farið við spenninn á Grundarenda. Allir notendur eru komnir með rafmagn. 26.1.2020 kl. 12:20

26. jan. 2020 09:59 | Ingjaldssandslína

Ingjaldssandslína er úti. Viðgerðarflokkur er að undirbúa sig fyrir línuskoðun. 26.1.2020 kl. 9:55

25. jan. 2020 22:38 | Vinnu lokið í Breiðadal

Vinnu er nú lokið í aðveitustöð í Breiðadal og allir notendur komnir með rafmagn.

Bilun reyndist vera í tengimúffu.  Einnig var spennir þrifinn af seltu og ís.

Rafmagnsnotendum í Önundarfirði er þökkuð þolinmæðin.

25. jan. 2020 21:33 | Patreksfjarðarlína komin í rekstur

Patreksfjarðarlína var sett inn um klukkan 20:26 eftir að Mjólkárvirkjun var komin í tengingu við Vesturlínu, línan tollir inni og varaaflskekeyrslu þar með lokið á Patreksfirði.

lokið
25. jan. 2020 20:59 | Hrafnseyrarlína leysir út

Hrafnseyrarlína fór út nú rétt áðan og þar með rafmagn af Dýrafirði.

Sett inn aftur í Mjólká.

25. jan. 2020 19:31 | Staðan í Önundarfirði kl. 19:30

Verið er að skoða ítarlega útivirkið við aðveitustöð í Breiðadal.

Mikil ófærð og vonskuveður er á svæðinu.

Verið er að skoða hvað olli útleysingu, bein bilun í virkinu eða útleiðsla sökum seltu og ísingar.

Því miður er öll sveitin í Önundarfirði án rafmagns frá dreifikerfinu á meðan þessu stendur og hluti eyrarinnar á Flateyri.

25. jan. 2020 17:43 | Flateyri

Varaafl er komið í gang á Flateyri. Ekki er hægt að keyra á allan bæinn í einu og því er skömmtun í gangi. 

Við biðjum íbúa á Flateyri að fara sparlega með rafmagnið á meðan varaaflskeyrslu stendur.

25. jan. 2020 17:07 | Rafmagnsleysi í Önundarfirði

Klukkan 16:54 leysti Ísafjarðarlína 1 út. Bolungarvíkurlína 1 leysti út fyrr í dag og vegna þess er nú tengivirki Landsnets í Breiðadal spennulaust og er allur Önundarfjörður því rafmagnslaus.

Unnið er að keyra upp varaafl á Flateyri.

Menn frá okkur eru á leiðinni í tengivirkið í Breiðadal til að skoða það.

25. jan. 2020 15:30 | Hreinsun á tengivirki Landsnets í Geiradal

Búið er að staðfesta að ráðast þarf í hreinsun á tengivirki Landsnets í Geiradal. Undirbúningur er þegar hafinn. 

Rétt áður en hreinsun hefst þarf að gera allt tengivirkið spennulaust og vegna þess verður rafmagnslaust hjá notendum á Króksfjarðarnesi, Gilsfirði, Gufudalssveit og Reykhólasveit á meðan hreinsun stendur. Ekki er hægt að segja á þessari stundu hvenær hreinsun hefst eða hversu langan tíma hún mun taka.

Nánari upplýsingar verða birtar þegar þær berast.

25. jan. 2020 14:47 | Staðan á Vestfjörðum kl 14:45 25.01.2020

Eftir því sem best er vitað eru allir notendur á þjónustusvæði OV með rafmagn frá varaafli og virkjunum OV og Landsnets.

Grunur er um að selta sé í tengivirki Landsnets í Geiradal og er mannskapur frá þeim og OV á leiðinni á staðinn til að skoða virkið. Mögulega þarf að ráðast í hreinsun á virkinu.



Klukkan 14:32 leysti Hrafnseyrarlína 1 út í Mjólká og varð þá Dýrafjörður straumlaus. Línan var svo spennusett aftur og er rafmagn komið aftur á allan Dýrafjörð.

25. jan. 2020 13:36 | Útsláttur Glerárskógarlínu í Hrútatungu

Klukkan 13:15 leysti GL1 út í Hrútatungu. Varaafl fór sjálfkrafa í gang á norðanverðum Vestfjörðum. Unnið er að uppkeyrslu varaafls á Hólmavík, Reykhólum og í Ísafjarðardjúpi.

Patreksfjarðarlína fór út kl 03:47 í nótt og hefur Patreksfjörður og Barðaströndin verið keyrð á varaafli síðan þá.

Mjólká hélt inni Dýrafirði, Tálknafirði og Bíldudal.

25. jan. 2020 11:57 | Árneshreppur og Djúpið

25.1.2020 kl. 11:52 hafa farið út sennilega selta. Allir með rafmagn núna gæti farið aftur

25. jan. 2020 07:01 | Bilun á Patreksfjarðarlínu

Um klukkan 03:47 fór Patreksfjarðarlína út og tollir ekki inni.  Kyert er varaafl fyrir Patreksfjörð og sveitina.

lokið
24. jan. 2020 19:00 | Rafmagn staðfest í Selárdal

Starfsmenn OV hafa skoðað og staðfest að rafmagn er hjá notendum í Selárdal síðan Ketildalalína var sett í rekstur eftir viðgerð um klukkan 16:00 í dag.

24. jan. 2020 17:36 | Rafmagnslaust í Selárdal

Álman út í Selárdal í Arnarfirði er trúlega rafmagnslaus ennþá en hún er hluti af Ketildalalínu. Leitað er að bilun.

24. jan. 2020 16:19 | Viðgerð lokið á Ketildalalínu

Ketildalalína komin í rekstur um klukkan 16:00 eftir viðgerð.

24. jan. 2020 14:11 | Gufudalssveit

24.1.2020 kl. 14:00 allir komnir með rafmagn takk fyrir

24. jan. 2020 11:06 | Bilun fundin á Ketildalalínu

Bilun er fundin á Ketildalalínu og er viðgerð í undirbúningi.

lokið
24. jan. 2020 09:59 | Patreksfjarðarlína komin í rekstur

Um klukkan 09:30 var viðgerð lokið á Patreksfjarðarlínu á Mikladal, línan komin í rekstur um klukkan 09:56 og varaaflskeyrslu lokið.

lokið
23. jan. 2020 21:36 | Ingjaldssandslína er komin inn

23.1.2020 kl. 21:35 Nú eru allir notendur á Ingjaldssandslínu út frá Holti komnir með rafmagn að nýju.

23. jan. 2020 21:16 | Raforkukerfið á Vestfjörðum komið í eðlilegan rekstur

Klukkan 21:00 í kvöld var eyjan á norðanverðum Vestfjörðum tengd við byggðarlínu Landsnets. Í kjölfarið var öllum skerðingum aflétt og allri varaaflskeyrslu hætt.



Álftafjarðarlína hefur leyst út nokkrum sinnum í dag en hefur alltaf verið sett inn jafnharðan. 



Búið er að gera við Ingjaldssandslínu til bráðabirgða og verður reynt að spennusetja hana innan skamms.

23. jan. 2020 19:58 | Rafmagn komið á í Önundarfirði

Vinnu við aðveitustöð í Breiðadal er nú lokið.

Allir notendur á Flateyri eru nú komnir með rafmagn.

Bilun er enn á sveitalínu sem liggur milli Holts og Ingjaldssands í Önundarfirði. 

Unnið er að viðgerð þar.

23. jan. 2020 17:08 | Staðan í Önundarfirði kl. 17:10

Hiti er nú kominn á öll hús á Flateyri sem tengd eru fjarvarmaveitu.

Allflestir notendur með beina rafhitun eiga að vera komnir með rafmagn.

Vinna við hreinsun virkis í Breiðadal gengur vel.

23. jan. 2020 16:32 | Staðan í Önundarfirði kl. 16:30

Hafin er hreinsun tengivirkisins í Breiðadal með aðstoð slökkvuliðs frá Ísafirði.

Kyndistöð er komin í gang og áætlað er að fullur hiti verði kiminn á um kl. 17:00.

Einungis miðhluti eyrarinnar er með rafmagn frá varaaflsvél.

Áfram er unnið að viðgerð varaafls.

Næstu fréttir koma í síðasta lagi kl. 17:00.

23. jan. 2020 16:19 | Drengjarholt Patreksfirði

23.1.2020 kl. 16:17 Búið er að hreinsa tengivirki á Drengjarholti og eiga því allir notendur á Barðaströnd og Rauðasands- og Kollsvíkurlínu að vera með rafmagn.

23. jan. 2020 16:09 | Álftarfjörður

Spenna hefur verið að fara af Álftarfjarðarlínu í Álftarfirði.

Ekki er vitað um orsök en slæmt veður er á staðnum auk ísingar og seltu.

Línan hefur verið sett inn við hverja útleysingu og haldið í nokkra stund.

23. jan. 2020 15:36 | Staðan í Önundarfirði

Áfram er unnið að viðgerð á varaaflsvél/kyndistöð á Flateyri.  Rafmagn er á takmörkuðum hluta eyrarinnar.



Útivirkið í Breiðadal verður skolað og þrifið um leið og veður gengur aðeins niður. 

Slökkvilið er tilbúið með tankbíl.

Næstu upplýsingar verða gefnar eftir klukkustund í síðasta lagi

23. jan. 2020 14:23 | Staðan í Önundarfirði kl 14:30

Rafmagnslaust er í öllum Önundarfirði. Selta hefur hlaðist upp í tengivirki Landsnets í Breiðadal og er það því órekstrarhæft.



Undirbúningur er hafinn við hreinsun á virkinu og er slökkviliðið á Ísafirði í viðbragðsstöðu og mun leggja af stað um leið og veður leyfir.



Vinna er hafin við að koma færanlegum varaaflsvélum til Flateyrar.



Á þessari stundu er því miður ekki hægt að segja til um hvenær rafmagn kemst aftur á í Önundarfirði.



Næstu upplýsingar koma inn 15:30

23. jan. 2020 13:44 | Hreinsun á seltu á Drengjarholti Patreksfirði

23.1.2020 kl. 13:39 Vegna seltu þarf að hreinsa spennuvirki á Patreksfirði. Á meðan að vinna fer fram þarf að taka út rofa fyrir jarðsteng Barðaströnd og Rauðasands- og Kollsvíkurlínu og verður þar með rafmagnslaust á sveitum í kringum Patreksfjörð. Áætlaður verktími er um 2 klst.

23. jan. 2020 13:33 | Staðan á Vestfjörðum kl 13:30

Rafmagn á að vera komið á hjá öllum notendum á Ísafirði. Þó á eftir að staðfesta að það sé komið rafmagn í Arnardal.



Önundarfjörður er allur rafmagnslaus vegna seltuvandamál í tengivirkinu í Breiðadal. Undirbúningur á þrifum á virkinu er hafinn.  Bilun er í varavél á Flateyri og er því ekki hægt að keyra varaafl á bæinn.



Rafmagn er komið á Tálknafjörð.

23. jan. 2020 13:18 | Rafmagn aftur komiðá Tálknafjörð

23.1.2020 kl. 13:17 Rafmagn á að vera komið til allra notenda á Tálknafirði.

23. jan. 2020 13:16 | Rafmagn aftur komið á Tálknafirði

23.1.2020 kl. 13:15 Rafmagn á að vera komið til allra notenda á Tálknafirði.

23. jan. 2020 12:54 | Staðan á Vestfjörðum kl 12:55

Rafmagnsleysi er í Önundarfirði, í Tálknafirði og á hluta Eyrarinnar á Ísafirði.

Aðrir staðir á Vestfjörðum eru annaðhvort á varaafli eða tengdir við byggðar.

Næstu upplýsingar koma klukkan 13:30

23. jan. 2020 12:02 | Bilun í flutningskerfi

Bilun er í flutningskerfi Landsnets og er rafmagnslaust víða á Vestfjörðum.

23. jan. 2020 11:58 | Gufudalssveit

23.1.2020 kl. 11:00 er rafmagns laust vestan við Gufudal að Kletthálsi

23. jan. 2020 10:37 | Álftafjarðarlína

23.1.2020 kl. 10:35 Álftafjarðarlína sló út klukkan 10:30, væntanlega vegna veðurs. Hún var sett inn aftur kl 10:33 og eiga allir notendur aðeins vera komnir með rafmagn.

23. jan. 2020 07:33 | Ingjaldssandslína úti

23.1.2020 kl. 7:30 Rafmagnslaust er frá Holti í Önundarfirði og út á Ingjaldssand. Verið er að skoða málið.

23. jan. 2020 06:22 | Útsláttur Patreksfjarðarlínu

Um klukkan 05:34 varð útsláttur á Patreksfjarðarlínu, línan tollir ekki inni við spennusetningu þegar prófað var klukkan 06:10, varaaflskeyrsla í gangi.

lokið
22. jan. 2020 13:17 | Bilun á Ketildalalínu

Bilun er á Ketildalalínu í Arnarfirði frá því fyrir hádegi, bilanaleit er í gangi, notendur í Bakkadal eru rafmagnslausir og hugsanlega fleiri á þeirri álmu.

lokið
21. jan. 2020 17:45 | Patreksfjarðarlína komin í rekstur

Viðgerð er lokið á Patreksfjarðarlínu á Mikladal og línan komin í rekstur um klukkan 17:15.

lokið
21. jan. 2020 17:36 | Ísafjarðardjúp

21.1.2020 kl. Truflanir hafa verið í Djúpinu dag vegna seltu vonum að þettað sé komið í lag.

21. jan. 2020 14:49 | Barðaströnd og Rauðasandslína komin inn eftir viðgerð

Vinnu við hreinsun í tengivirkinu á Mikladal, Patreksfirði, er lokið um klukkan 14:45 og allir notendur á sveitalínum komnir með rafmagn, Barðastrandarlína og Rauðasandslína

lokið
21. jan. 2020 13:43 | Straumrof Barðastrandarlínu og strengs

Vegna vinnu í tengivirkinu á Patreksfirði þarf að taka rafmagn af Barðastrandarlínu og streng í um 2 klukkutíma, áætlað rof er rétt fyrir klukkan 14:00.  Úti verður líka Rauðasandslína.

lokið
20. jan. 2020 21:59 | Bilun á Patreksfjarðarlínu

Bilun er á Patreksfjarðarlínu vegna seltu og ekki útlit fyrir að hægt verði að spennusetja línuna fyrr en annað kvöld eða hugsanlega seinna.

20. jan. 2020 16:12 | Útslegin Patreksfjarðarlína

20.1.2020 kl. 16:09 Útslegin Patreksfjarðarlína. Verið er að keyra varaafl á meðan athugað er hver bilunin er.

20. jan. 2020 12:47 | Drangsnes Selströnd og Bjarnafjörður

20.1.2020 Viðgerð á Drangsneslínu er lokið og allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn.

20. jan. 2020 07:53 | Drangsnes Selströnd og Bjarnafjörður

20.1.2020 kl. 7:48 Bilun er á Drangsneslínu. Ástæða bilunar ókunn. Verið að setja díselvėl í gang á Drangsnesi.

19. jan. 2020 15:01 | Viðgerð lokið í Kollsvík

Viðgerð er lokið á álmu úr Rauðasandslínu fyrir Kollsvík og Láganúp, staðfest rafmagn á þar fyrir um 10 mínútum.

lokið
19. jan. 2020 12:51 | Bilun fundin í Kollsvík

Fundin er bilun á álmu úr Rauðasandslínu að Kollsvík og er viðgerð í gangi.

lokið
19. jan. 2020 12:12 | Straumlaust í Kollsvík

Tilkynnt var um rafmagnsleysi í Kollsvík en þangað liggur álma úr Rauðasandslínu, rafmagn hefur farið í nótt.  Bilanaleit er hafin.

lokið
19. jan. 2020 05:18 | Rafmagn komið á: Byggðalína Landsnets

19.1.2020 kl.5:18. Rafmagn komið á: Byggðalína Landsnets. Varaaflsskeyrslu lokið og kerfið komið í eðlilegt ástand.

19. jan. 2020 04:38 | Straumleysi: Byggðalína Landsnets

19.1.2020 kl.4:35. Straumleysi: Byggðalína Landsnets. Ástæða: Bilun í línum Landsnets. Rafmagn komið á hjá almennum notendum.

18. jan. 2020 18:07 | Hitaveitan á Eyrinni Ísafirði.

Viðgerð lokið á hitaveitunni. Notendur eiga ekki að verða fyrir frekari truflunum. Eigið gott kvöld. 18.1.2020 kl. 18:08

18. jan. 2020 15:39 | Hitaveitan á Eyrinni Ísafirði.

Leki er á hitaveitunni á Eyrinni. Þær götur sem gætu orðið fyrir truflunum í dag og fram á kvöld eru eftirfarandi: Aðalstræti, Silfurgata, Brunngata og Skólagata. Unnið er að viðgerð. 18.1.2020 kl. 15:29

16. jan. 2020 22:51 | Árneshreppur

16.1.2020 kl. 22:48 búið að gera við Norðurlínu takk fyrir

16. jan. 2020 14:48 | Árneshreppur

16.1.2020 kl. 14:00 það eru brotnir 3 staurar í Djúpuvík og 1 slit á Kjörvogi. Rafmagn er í Djúpuvík Vinnuflokkur kominn norður.

16. jan. 2020 10:27 | Hitaveitan truflun yfirstaðin.

Hitaveitan á Eyrinni Ísafirði er komin í eðlilegt horf aftur. 16.1.2020 kl. 10:25

16. jan. 2020 07:02 | Hitaveitan

Truflanir á hitaveitu á Eyrinni Ísafirði. Unnið er að viðgerð. 16.1.2020 kl. 7:01

15. jan. 2020 16:49 | Hitaveitan Kyndistöð

Hitaveitan á Eyrinni Ísafirði er orðin stöðug en mikið hefur reynt á stjórnbúnaðinn undanfarna viku. Púslið heldur áfram en þetta gæti verið verra.15.1.2020 kl. 16:42

15. jan. 2020 14:18 | Hitaveitan.

Truflanir á hitaveitu á Eyrinni Ísafirði. Unnið er að viðgerð. 15.1.2020 kl. 14:16

15. jan. 2020 13:27 | Árneshreppur

15.1.2020 kl. 13:21 Rafmagn fór af Árneshreppi. Rafmagn er í Djúpuvík þannig að bilunin er norðan við hana. Þessi bilun getur varað í nokkutrn tíma en farið verður í bilanaleit við fyrsta tækifæri.

15. jan. 2020 10:06 | Raforkukerfið á Vestfjörðum komið í eðlilegan rekstur

Rétt fyrir klukkan 10 í dag var spennirinn í Geiradal spennusettur og eru þá allir notendur á Vestfjörðum komnir með rafmagn frá landskerfinu. Sunnanverðir Vestfirðir og Dýrafjörður tengdust landskerfinu rétt eftir 4 í nótt og norðanverðir Vestfirðir klukkan 9 í morgun. Allri varaaflskeyrslu hefur í kjölfarið verið hætt.

Eins og kunnugt er hafa fallið snjóflóð bæði á Flateyri og í Súgandafirði. 
Ekki hafa fréttir borist af tjóni á dreifikerfi rafmagns þar og ekki hefur þurft að ræsa þar varaafl.

15. jan. 2020 09:09 | Rafmagnstruflun á Bíldudal

Rafmagnstruflun varð um klukkan 08:38 á Bíldudal sem gerði bæinn straumlausan í um 4 mínútur, rafmagn komið á aftur um klukkan 08:42.

lokið
15. jan. 2020 06:26 | Staðan kl. 06:30

Norðanverðir Vestfirðir eru ennþá reknir á varaafli.

Straumleysi er í Bakkadal og Ketildölum í Arnarfirði.

Reykhólahreppur er án rafmagns fyrir utan þéttbýlið á Reykhólum. Rofar í Geiradal svara ekki.

Áfram er straumleysi í stórum hluta Árneshrepps.

Unnið er hörðum höndum að því að koma rafmagni á alla notendur en veður og færð eru að tefja fyrir.

15. jan. 2020 02:23 | Staðan kl. 02:25

Varaaflsvélar eru í gangi í Bolungarvík og sjá norðanverðum Vestfjörðum fyrir rafmagni auk þess sem smærri virkjanir eru í gangi á svæðinu.

Mjólkárvirkjun sér Dýrafirði, Arnarfirði og sunnanverðum Vestfjörðum fyrir rafmagni. Hvestuvirkjun keyrir einnig inn á þennan kerfishluta.

Ástæða þessa er sú að tengivirki Landsnets í Glerárskógum er úti vegna ísingar og nauðsynlegt að hreinsa það.

Einnig eru keyrðar varaaflsvélar á Reykhólum og í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi.



Eins og kunnugt er hafa fallið snjóflóð bæði á Flateyri og í Súgandafirði. 

Ekki hafa fréttir borist af tjóni á dreifikerfi rafmagns þar og ekki hefur þurft að ræsa þar varaafl.

15. jan. 2020 02:05 | Árneshreppur

15.1.2020 kl. 2:00 fór rafmagn af Norðurfirði að Gjögri

15. jan. 2020 01:10 | Ísafjarðardjúp

15.1.2020 kl. 00:55 það er komið rafmagn á með varafli

14. jan. 2020 23:37 | Rafmagnsleysi á Svæði 3 og 4

14.1.2020 kl. 23:36 Rafmagn fór af öllum á Ströndum, Reykhólasveit og Inndjúpi vegna útsláttar á Glerárskógalínu í Hrútatungu. Þegar þetta er ritað er búið að koma inn varaafli á nær alla notendur á Ströndum og Reykhólasveit. Eftur er að koma rafmagni á Inndjúpið en verið er að vinna í því og vonandi verður því lokið bráðlega

14. jan. 2020 22:39 | Tálknafjörður kominn með rafmagn

Um klukkan 22:31 náðist að setja inn spennistöðvar á Tálknafirði eftir útslátt sem varð í kjölfar þess að Vesturlína fór út, allir notendur þar og á sveitalínu yfir í Ketildali eiga að vera komnir með rafmagn.

lokið
14. jan. 2020 22:21 | Tálknafjörður án rafmagns

14.1.2020 kl. 22:20 Unnið er að innsetningu að Tálknafirði og ætti það að takast von bráðar.

14. jan. 2020 22:21 | Útsláttur Vesturlínu

14.1.2020 kl. 21:58 varð útsláttur á Vesturlínu og fór Tálknafjörður út á sama tíma ásamt ótryggri orku á svæðinu. Tálknafjörður ætti að komast inn á næstu mínútum þegar þetta er skrifað.

14. jan. 2020 22:20 | Vesturlína slær út

Glerárskógalína sló út og tók með sér stóran hluta Vestfjarða. Bolungarvíkurstrengur fór út og hafði það áhrif á Sjálfvirk uppræsingu. Allir ættu að vera komnir með rafmagn núna.

14. jan. 2020 20:09 | Árneshreppur og Djúpið.

14.1.2020 kl. 19:50 fór rafmagn af komið inn kl 20:10 ástæðan er ókunn.

14. jan. 2020 14:56 | Rafmagn komið á Ketildalalínu

Rafnagn er komið á Ketildalalínu í Arnarfirði um klukkan 14:46 og ættu allir notendur að verakomnir með rafmagn þar.

lokið
13. jan. 2020 15:21 | Bilun á Ketildalalínu

Rafmagnslaust er ennþá í Ketildölum frá því í morgun, viðgerð kláraðist ekki en vonsku veður er komið á svæðinu.  Viðgerð haldið áfram strax og veður lægir.

lokið
13. jan. 2020 09:16 | Rafmgnslaust í Ketildölum

Tilkynnt hefur verið um rafmagnsleysi í Ketildölum í Arnarfirði í morgun, bilanaleit er í gangi.

lokið
12. jan. 2020 17:43 | Tálknafjarðarlína sett í rekstur

12.1.2020 kl. 17:43 Tálknafjarðarlína hefur nú verið tengd á Keldeyri. Suðurfirðirnir eru því aftur tengdir landskerfinu og varaaflskeyrslu þar með lokið á svæðinu.

12. jan. 2020 17:35 | Varaaflskeyrslu hætt í Bolungarvík

12.1.2020 kl. 17:33 Norðanverðir Vestfirðir eru nú tengdir landskerfinu og varaaflskeyrslu í Bolungarvík því lokið.

12. jan. 2020 15:51 | Vesturlína tengd

Vesturlína er nú tengd í Mjólká. Spenna er á Tálknafjarðarlínu en hún er enn ótengd á Keldeyri og verður spennusetning reynd seinna í dag haldist hún inni.

12. jan. 2020 14:30 | Staðan í raforkukerfinu à Vestfjörðum kl. 14:30

Mjólkárlína er undir spennu en ótengd í Mjólkárvirkjun, en truflanir hafa verið á línunni. Búast má við samfösun við kerfið seinna í dag.
Þangað til eru norðanverðir Vestfirðir reknir með varaafli auk smærri virkjanna.
Sunnanverðir vestfirðir eru einnig á varaafli þar sem Tálknafjarðarlína er ekki í rekstri.
Mjólkárvirkjun sér norðanverðum Arnarfirði og Dýrafirði fyrir rafmagni.
Töluverð ísing er til fjalla og veðurútlit ógagstætt til skoðana á línum.

12. jan. 2020 03:49 | Mjólkárlín leysir út

12.1.2020 kl. 3:31 Mjólkárlína leysir út í annað sinn.

12. jan. 2020 00:52 | Varaaflskeyrslu lokið í Bokungarvík

12.1.2020 kl. 0:50 Spenna er komin á Vesturlínu og Varaaflskeyrslu lokið í Bolungarvík.

12. jan. 2020 00:10 | Staðan á suðursvæði

Um klukkan 23:00 voru flestir notendur komnir með straum með varaaflskeyrslu og síðustu notendur komnir inn um klukkan 23:30.  Línan frá Mjólká er úti og er leitað að bilun á henni.

lokið
11. jan. 2020 22:56 | Útleysing á Vesturlínu

Vesturlínu leysti út kl 22:18 og eru Norðanverðir Vestfirðir keyrðir á varaafli auk smærri virkjana í kerfinu. Sunnanverðir Vestfirðir eru einnig á varaafli eftir bilun á Tálknafjarðarlínu.

11. jan. 2020 21:38 | Tálknafjarðarlína leysir út aftur

11.1.2020 kl. 21:36 Tálknafjarðarlína leysti aftur út og er verið að keyra upp varaafl á sunnanverðuum Vestfjörðum.

11. jan. 2020 21:00 | Tálknafjarðarlína komin í rekstur

11.1.2020 kl. 20:59 Tálknafjarðarlína er komin í rekstur og verið að keyra niður varaafl.

11. jan. 2020 20:36 | Tálknafjarðarlína leysir út

Tálknafjarðarlína sló út kl. 20:24. Verið er að skoða hvað olli útleysingu. Varaafl hefur verið ræst.

11. jan. 2020 13:36 | Ketildalalína í Selárdal komin í lag

Um klukkan 13:23 var hleypt á Ketildalalínu eftir lagfæringar á Selárdalsafleggjara, línan tollir inni og ættu allir notendur þar með að vera komnir með rafmagn.

lokið
11. jan. 2020 12:01 | Ketildalalína og Sellátralína

11.1.2020 kl. 11:55 Sellátralína er komin í rekstur og hluti Ketildalalínu frá Fífustöðum að Bakkadal er einnig komin með straum. Verið er að skoða Selárdalsálmu en hún er enn úti þegar þetta er skrifað.

11. jan. 2020 08:47 | Sellátralína Tálknafirði truflanir

11.1.2020 kl. 8:40 taka þarf út tímabundið Sellátralínu í Tálknafirði til að koma rafmagni á hluta þeirrar línu og Ketildalalínu. Af þessum sökum verða truflanir á Sellátralínu fram eftir morgni. Sett verður tilkynning um framvindu síðar.

10. jan. 2020 22:10 | Hitaveita Bolungarvík

Viðgerð lokið á Traðarstíg. Allir notendur eiga að vera komnir með heitt vatn aftur. Eigið ánægjulegt kvöld. 10.1.2020 kl. 22:08

10. jan. 2020 21:28 | Steingrímsfjörður Ögursveit Langidalur

10.1.2020 kl. 21:26 Viðgerð lokið í Steingrímsfirði og eiga allir notendur á svæðinu að vera komnir með rafmagn.

10. jan. 2020 20:36 | Steingrímsfjörður.

10.1.2020 kl. 20:33 Vegba vinnu við línu í Steingrímsfirði þarf að minnka álag og því er spennulaust frá Nauteyri inn Langadal og einnig frá Reykjanesi í Djúpi að Hvítanesi. Áætlað er að viðgerð taki um 30 til 40 min

10. jan. 2020 20:23 | Hitaveitan Bolungarvík

Heitavatnslaust er á Traðarstígnum öllum. Unnið er að viðgerð.10.1.2020 kl. 20:21

10. jan. 2020 20:09 | Steingrímsfjörður

10.1.2020 kl. 20:07 Bilun er á háspennulínu við Ós og verður spennulaust í stutta stund af þeim sökum frá Hólmavík að Stakkanesi um Fellabök.

10. jan. 2020 17:28 | Hitaveitan Bolungarvík

Leki á dreifikerfi hitaveitunar í Bolungarvík. Þess vegna má búast við truflunum fram eftir kvöldi. Förum sparlega með vatnið. 10.1.2020 kl. 17:25

10. jan. 2020 17:00 | Bíldudalur straumlaust.

10.1.2020 kl. 16:56 Rafmagn fór af Bíldudal þegar verið var að setja inn ótryggt álag. Verið er að skoða hvað veldur. Allir forgangsorkunotendur eiga að vera komnir með rafmagn aftur aftur truflunina.

10. jan. 2020 16:33 | Straumlaust Ketildölum.

10.1.2020 kl. 16:28 Rafmagnslaust er í Ketildölum samkvæmt tilkynningu sem okkur barst um kl 16. Vinnuflokkur fer af stað þegar veður lægir að athuga málið.

10. jan. 2020 15:09 | Útleysing á Geiradalslínu

Klukkan 14:38 leysti Geiradalslína 1 út og varð rafmagnslaust á stóru svæði á Vestfjörðum vegna þess. Mjólká hélt spennu á Dýrafirði og sunnanverðum Vestfjörðum. Varaafl var í kjölfarið ræst og ættu allir notendur á norðanverðum Vestfjörðum að vera komnir með rafmagn. Verið er að keyra upp varaafl á Hólmavík, Ísafjarðardjúpi og á Reykhólum.

07. jan. 2020 00:09 | Arnarnesstrengur

Viðgerð lokið á Arnarnes streng. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn. Þökkum samfylgdina í dag og í kvöld. Þetta var áhugavert púsluspil.7.1.2020 kl. 0:07

06. jan. 2020 18:10 | Rafmagnsleysi

Enn er rafmagnslaust í Arnardal og Arnarnesi.Búast má við truflunum í Holtahverfinu á Ísafirði fram á nótt . Biðjumst við velvirðingar á því en annað er bara ekki hægt í stöðunni því miður. Súðavík verður væntanlega sett í eyjakeyrslu til að forðast truflanir þar. 1.2020 kl. 18:01

06. jan. 2020 17:17 | Súðavíkurlína

6.1.2020 kl. 17:17 Súðavíkurlína kominn í rekstur og keyrslu varaafls hætt

06. jan. 2020 13:37 | Holtahverfi

Rafmagn komið á í Holtahverfi . Búast má við einhverjum truflunum fram eftir degi. 6.1.2020 kl. 13:32

06. jan. 2020 13:10 | Inndjúp

6.1.2020 kl. 12:40 fór rafmagn af Inndjupi í stutta stund. Allir eiga að vera komnir með rafmagn aftur

06. jan. 2020 12:25 | Rafmagnsleysis í Holtahverfi

Unnið er að greiningu .6.1.2020 kl. 12:22

06. jan. 2020 12:14 | Súðavíkurlína úti

6.1.2020 kl. 12:13 Súðavíkurlína sló út keyrt er varaafl í Súðavík

05. jan. 2020 15:35 | Tálknafjarðarlína komin í lag

Um klukkan 14:40 var tengt við Tálknafjarðarlínu eftir spennuprófun á línunni og varaaflskeyrslu hætt.

lokið
05. jan. 2020 13:02 | Varaaflskeyrsla á suðursvæði

Bilun er á Tálknafjarðarlínu og er varaaflskeyrsla í gangi fyrir svæðið.  Viðgerð er lokið á bilun sem varð í aðveitustöðinni á Patreksfirði og eru allir notendur á svæðinu komnir með rafmagn núna skömmu fyrir klukkan 13:00.

lokið
05. jan. 2020 09:57 | Útsláttur Tálknafjarðarlínu

Um klukkan 08:45 sló Tálknafjarðarlína út og suðursvæði frá Mjólkárvirkjun var úti.  Tálknafjarðarlína komin inn um klukkan 09:16 en bilun er í tengivirkinu á Patreksfirði sem tafði innsetningu á kerfinu, unnið er að viðgerð.

lokið
01. jan. 2020 10:29 | Kyndistöðin á Patreksfirði komin í lag

Bilun sem kom upp í kyndistöðinni á Patreksfirði er komin í lag um klukkan 10:20 og hiti á dreifikerfinu ætti að komast í jafnvægi á næsta klukkutímanum.

01. jan. 2020 10:06 | Hitaveitubilun á Patreksfirði

Bilun virðist vera á vatnsveitunni á Patreksfirði og er kyndistöðin því óvirk þessa stundina, unnið er að bráðabirgðaviðgerð vegna vatnsveitu.  Hitafall verður á meðan.

26. des. 2019 20:58 | Súðavíkurlína

Viðgerð er lokið á Súðavíkurlínu og var hún spennusett klukkan 20:52. Í framhaldi af því var varaaflskeyrslu í Súðavík hætt.

26. des. 2019 18:36 | Súðarvíkurlína

Búið er að gera við bilunina sem olli útslætti í morgun. Hreinsa þarf nú ís af línunni áður en spennusetning verður reynd. Þetta er allt að koma. 26.12.2019 kl. 18:32

26. des. 2019 17:06 | Súðarvíkurlína.

Bilun fundin á línunni. Viðgerð stendur yfir.26.12.2019 kl. 17:05

26. des. 2019 13:53 | Súðavíkurlína

Í morgunsárið fór viðgerðar flokkur frá OV af stað til að leita að bilun á línunni. Sökum snjóleysi og harðfennis gengur erfiðlega að komast upp á Rauðkoll. Marka þarf för í sneiðingana með handafli til að komast áfram. Staðan núna klukkan 13.52 er því óbreytt, Súðavíkulína úti. 26.12.2019

26. des. 2019 06:48 | Útleysing á Súðavíkurlínu

Klukkan 06:05 leysti Súðavíkurlína út. Varaafl fór sjálfkrafa í gang og var komið rafmagn aftur á bæinn klukkan 06:07. Bilun virðist vera á línunni og verður hún skoðuð í birtingu.

23. des. 2019 20:12 | Drangsnes

23.12.2019 um kl 18:00 brann Götuskápur á Grundargötu skipta þarf um hann og það tekur ca 4 til 5 tíma.

23. des. 2019 14:38 | Hitaveita Patreksfirði truflun yfirstaðin

Um kl 11 í morgun leysti út rafskautaketill í kyndistöð á Patreksfirði. Skipt var yfir á olíukatla strax í kjölfarið en hitastig veitunnar lækkaði tímabundið meðan rafskautakatlinum var komið aftur í rekstur. Truflunin er nú yfirstaðin og hitaveitan er komin með eðlilegan framrásarhita frá rafskautakatli.

23. des. 2019 13:06 | Hitaveita Patreksfirði truflanir

Vegna bilunar í kyndistöð eru truflanir á hitaveitu á Patreksfirði. Verið er að vinna að viðgerð.

21. des. 2019 05:16 | Vinnu lokið í Hrútatungu

21.12.2019 kl. 5:11 Vinnu er lokið í Hrútatungu og rafmagn komið á að nýju í Hrútafirði. Vestfirðir eru aftur tengdir við landskerfið og slökkt hefur verið á varaaflsvélum.

21. des. 2019 00:15 | Rafmagnslaust í Hrútafirði

21.12.2019 kl. 0:13 Rafmagn er farið af vestanverðum Hrútafirði vegna vinnu í tengivirki Hrútatungu. Reiknað er með að vinnu ljúki kl. 6:00 og kemst þá rafmagn aftur til notenda.

20. des. 2019 15:15 | Unnið að hreinsun tengivirkis í Hrútatungu

Á miðnætti í nótt verður tengivirki Landsnets í Hrútatungu gert straumlaust á meðan unnið verður að hreinsun seltu á búnaði.
Greining með hitamyndavélum sýnir að enn er selta í virkinu og því aukin hætta á útslætti sé ekki brugðist við.
Tengivirkið er áætlað úr rekstri vegna þessa frá miðnætti til kl. 6 í fyrramálið, laugardaginn 21.desember.

Notendur á dreifikerfi Orkubúsins, allt frá Hrútafjarðarbotni að Stóra Fjarðarhorni í Kollafirði verða án rafmagns á meðan þessari vinnu stendur. Einnig gætu orðið rafmagnstruflanir í Reykhóla- og Gufudalssveit.

17. des. 2019 11:56 | Straumleysi á Flateyri

Flateyri fór út kl. 11:48. Sett inn aftur kl. 11:55. Ekki er vitað um ástæðu útleysing ár...

17. des. 2019 01:19 | Bilun í spenni í Guðlaugsvík

Vegna bilunar í spenni í Guðlaugsvík í Hrútafirði er rafmagnslaust frá Guðlaugsvík að Broddanesi í Kollafirði. Viðgerð stendur yfir og áætlað er að hún muni taka um tvær klukkustundir.

Töluvert flökt hefur verið á rafmagni frá Hrútatungu að Stóru-Fjarðarhorni í Kollafirði vegna þessa en því ætti að vera lokið.

í vinnslu
16. des. 2019 22:25 | Hrútafjörður, Bitrufirði og Broddanes

16.12.2019 kl. 22:10 rafmagns laust er frá Borðeyri að Broddanesi vinnu flokkur farinn af stað.

16. des. 2019 13:36 | Vestfirðir tengdir landskerfinu

16.12.2019 kl. 13:32 Flutningskerfið er nú tengt Vesturlínu í Mjólká. Varaaflskeyrslu er því lokið.

16. des. 2019 07:42 | Hrútatunga spennusett

Búið er að spennusetja tengivirkið í Hrútatungu á ný og Vesturlínu að Geiradal. Varaflskeyrslu hefur því verið hætt á Reykhólum, Hólmavík og Reykjanesi og allir notendur á því svæði komnir með rafmagn.

Mjólkárvirkjun og varastöðin í Bolungarvík sjá norðan-og sunnanverðum Verstfjörðum fyrir rafmagni þessa stundina og er áætlað að það muni vera svoleiðis eitthvað inn í daginn.

16. des. 2019 05:53 | Útleysing í Hrútatungu

Klukkan 05:17 leysti tengivirkið í Hrútatungu út og olli það rafmagnsleysi á Vestfjörðum. Mjólkárvirkjun hélt sunnanverðum Vestfjörðum og Dýrafirði inni en aðrir hlutar kjálkans urðu rafmagnslausir. Strax var hafist handa við að ræsa varaafl og þegar þetta er skrifað er svo til allt tiltækt varaafl komið í gang.

16. des. 2019 04:27 | Raforkukerfið á Vestfjörðum komið í eðlilegan rekstur

Landsnet lauk seltuþrifum á tengivirkinu í Hrútatungu um klukkan 03:30. Þá hófst vinna við að spennusetja Vesturlínu að Mjólká og var tengt saman þar klukkan 04:27.

Í kjölfarið var allri varaaflskeyrslu hætt og allir notendur komnir með rafmagn frá byggðarlínunni.

15. des. 2019 22:55 | Hitaveita Patreksfirði komin í lag

15.12.2019 kl. 22:54 Allir notendur hitaveitu á Patreksfirði ættu að vera komnir aftur með heitt vatn.

15. des. 2019 22:30 | Prófanir á varaafli Hrútafirði, Bitrufirði og Kollarfirði

Vegna prófana á varaaflskeyrslu verður rafmagnslaust í Hrútafirði, Bitrufirði og Kollarfirði í stutta stund tvisvar sinnum.

15. des. 2019 22:12 | Rafmagn komið á í Geiradal og Hrútatungu

Búið er að spennusetja aftur að Geiradal og eru allir notendur því aftur komnir með rafmagn.



Milli klukkan 00:00 og 04:00 í nótt verður tengivirkið í Hrútatungu þrifið. Á meðan því stendur verður rafmagnslaust á Króksfjarðarnesi , í Gilsfirði, Gufudalssveit og Hrútafirði milli Hrútatungu og Borðeyrar.

Rafmagn verður skammtað í Reykhólum og í Reykhólasveit. 

Varaafl mun sjá Hólmavík, Árneshrepp, Ísafjarðardjúpi, Drangsnesi og ströndum að Stóru-Fjarðarhorni fyrir rafmagni.

Gerð verður tilraun til að keyra varaafl frá Hólmavík að Borðeyri í Hrútatungu en ef það tekst ekki verður einnig rafmagnslaust frá Borðeyri að Broddanesi.

15. des. 2019 20:56 | Rafmagnstruflun

Vegna útleysingar á tengivirkinu í Hrútatungu er rafmagnslaust hjá öllum notendum sem tengjast Hrútatungu og Geiradal. Unnið er að keyra upp varaafl.

Norðanverðir og sunnanverðir vestfirðir eru í eyjarekstri með Mjólká og varastöðinni í Bolungarvík

15. des. 2019 19:48 | Hitaveita Patreksfirði

15.12.2019 kl. 19:47 Vegna bilunar á hitaveitu á Patreksfirði geta orðið truflanir til viðskiptavina á afhendingu á heitu vatni

15. des. 2019 17:21 | Hitaveita Patreksfirði bilun

Bilun er á dreifikerfi hitaveitu á Patreksfirði. Notendur geta orðið var við truflanir meðan bilanaleit stendur yfir.

15. des. 2019 16:35 | Allir notendur komnir með rafmagn

Allir notendur á veitusvæði Orkubúsins eru nú komnir með rafmagn eftir að útleysing varð í Hrútatungu kl. 13:01. Vestfirðir norðan Geiradals eru enn reknir sem eyja og verða það fram á nótt en þá mun Landsnet  fara í hreinsunarvinnu í tengivirkinu í Hrútatungu.

15. des. 2019 14:55 | Rafmagn komið á Tálknafjörð

Um klukkan 14.40 tókst að koma rafmagni á Tálknafjörð en bilun var í rofabúnaði í tengivirki á Keldeyri.  Varaaflkeyrslu fyrir suðursvæði var lokið rett fyrir klukkan 14:30.

15. des. 2019 14:23 | Króksfjarðarnes Geiradalur og Gilsfjörður

15.12.2019 kl. 14:19 Rafmagnslaust vegna útsláttar í Hrútatungu. Unnið er að viðgerð.

15. des. 2019 14:02 | Hrútafjörður Bitrufjörður til og með Broddanesi

15.12.2019 kl. 13:59 Rafmagnslaust er frá Hrútatungu og norður Strandir að Broddanesi. Útsláttur vegna seltu í virkinu í Hrútatungu. Starfsmenn eru á staðnum við viðgerðir.

15. des. 2019 13:53 | Suðurfirðir vestfjarða

15.12.2019 kl. 13:47 eftir straumrof kl 13 er búið að koma inn Bíldudal og Patreksfirði en vegna bilunar í varaafli á Patreksfirði er ekki unnt að koma rafmagni á Tálknafjörð og Rauðasandalínu fyrr en Tálknafjarðarlína kemst í rekstur.

15. des. 2019 09:28 | Orsök rafmagnstruflunarinnar í morgun

Talið er að selta í tengivirki Landsnets í Hrútatungu hafi orsakað rafmagnsleysið sem varð kl. 07:45 í morgun.

15. des. 2019 08:40 | Rafmagnstruflun

Rafmagnslaust varð víða á Vestfjörðum kl. 07:45 þegar útleysing varð í flutningskerfi Landsnets. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn.

13. des. 2019 15:52 | Árneshreppur

13.12.2019 kl. 15:45 komið rafmagn á Munaðarnesi og Krossnes

13. des. 2019 13:35 | Raforkukerfið á Vestfjörðum komið í eðlilegan rekstur

Kl 12:48 í dag var Breiðadalslína 1 spennusett og komust þá norðanverðir Vestfirðir aftur í samband við flutningskerfi Landsnets. Varaaflskeyrslu hefur verið hætt í Bolungarvík.

Nú er raforkukerfið á Vestfjörðum komið í eðlilegan rekstur eftir truflanir síðustu daga.

lokið
12. des. 2019 17:59 | Staðan á Vestfjörðum kl 18:00 12.12.2019

Allir notendur á veitusvæði Orkubús Vestfjarða eru komnir með rafmagn að nýju eftir truflanir síðustu daga. Þó er rafmagnslaust á nokkrum bæjum í Árneshreppi, en ekki er heilsársbúseta á þeim bæjum.

Varastöðin í Bolungarvík sér ennþá norðanverðum Vestfjörðum fyrir rafmagni vegna bilunar á Breiðadalslínu 1. Búið er að finna bilunina og mun viðgerðaflokkur leggja af stað snemma í fyrramálið til gera við hana.

12. des. 2019 16:02 | Rauðasandslína komin í lag

Viðgerð er lokið á Rauðasandslínu á Hænuvíkurhálsi en álma að Kollsvík var biluð frá því í gærmorgun.

12. des. 2019 15:37 | Árneshreppur

Rafmagn er komið á Norðurfjörð í Árneshreppi eftir að tókst að spennusetja Norðurlínu frá Trékyllisvík. Enn er rafmagnslaust norðan Norðurfjarðar. Athugað verður á morgun hvort fært sé fyrir viðgerðarflokk.

12. des. 2019 14:46 | Viðgerð lokið á Patreksfjarðarlínu

Viðgerð á Patreksfjarðarlínu eftir bilun sem kom í óveðrinu þann 11.12. er lokið núna um klukkan 14:30.

12. des. 2019 14:10 | Staðan á Vestfjörðum kl 14:00 12.12.2019

Rafmagn er komið frá byggðalínunni og er Vesturlína komin í rekstur.

Breiðadalslína 1 er enn biluð og er varaflsstöðin í Bolungarvík því keyrð áfram. Viðgerðarflokkur er lagður af stað í línuskoðun.

Varaaflskeyrslu hefur verið hætt á Hólmavík og á Reykhólum. Hólmavíkurlína hefur leyst út tvisvar í dag en hún hefur verið sett inn jafnharðan.

Rafmagn er komið á Króksfjarðarnes og Gilsfjörð og á allt norðan Þorskafjarðar eftir því sem best er vitað.

Rafmagn er komið á frá Hrútatungu og að Broddanesi eftir að gert var við Borðeyralínu.

Rafmagn er komið á Árneshrepp að Trékyllisvík en enn er verið að reyna að koma rafmagni á Norðurfjörð.

Unnið er að viðgerð á Rauðasandslínu á Hænuvíkurhálsi og áætlað er að henni ljúki seinna í dag.

Rafmagn fór af Patreksfirði og Barðaströnd fyrr í dag í um 30 mínútur vegna bilunar í rafstöðinni á Patreksfirði við varaaflskeyrslu.

12. des. 2019 13:57 | Borðeyri og Hrútafjörður að Broddanesi

Um klukkan 13:30 var lokið við viðgerð á Borðeyrarlínu og hún spennusett. Því er komið rafmagn aftur til allra notenda frá Hrútatungu að Broddanesi.

12. des. 2019 10:23 | Patreksfjörður útsláttur

Bilun kom upp í rafstöðinni á Patreksfirði við varaaflskeyrslu, rafmagn komið á aftur eftir um 30 mínútur.

lokið
12. des. 2019 06:55 | Staðan á Vestfjörðum kl. 07:00

Rafmagn er komið frá byggðalínunni og er Vesturlína komin í rekstur.

Breiðadalslína 1 er enn biluð og er varaflsstöðin í Bolungarvík því keyrð áfram.

Varaaflskeyrslu hefur verið hætt á Hólmavík og á Reykhólum.

Rafmagn er komið á Króksfjarðarnes og Gilsfjörð og á allt norðan Þorskafjarðar eftir því sem best er vitað.

Viðgerð stendur yfir á Borðeyrarlínu og er búist við að línan verði komin í lag fyrir hádegi.

Verið er að reyna að koma rafmagni á Árneshrepp.

11. des. 2019 22:47 | Staðan á Vestfjörðum kl. 22:30

Ekki fæst enn rafmagn frá byggðalínunni og er ekki vitað hvenær hún kemst aftur í rekstur.

Reynt verður að koma rafmagni á Króksfjarðarnes, Gilsfjörð, Gufudalssveit og nágrenni þegar rafmagnið kemur frá byggðalínunni. Sama gildir um Árneshrepp og syðri hluta Hrútafjarðar.

Búið er að gera við Drangsneslínu og hefur vélakeyrslu á Drangsnesi verið hætt. Einnig er búið að gera við varaaflsvélina á Reykhólum og er rafmagn á bænum.

Bilun er enn á álmu úr Rauðasandslínu að Kollsvík. Gert er ráð fyrir að álman verði komin í lag upp úr hádegi á morgun.

Varaflsvélar eru einnig keyrðar í Ísafjarðardjúpi, Bolungarvík og Hólmavík ásamt vatnsaflsvirkjunum. Mjólkárvirkjun sér sunnanverðum Vestfjörðum fyrir rafmagni.

11. des. 2019 19:37 | Bilun á Rauðasandslínu

Bilun er enn á álmu úr Rauðasandslínu að Kollsvík, gert er ráð fyrir að álman verði komin í lag upp úr hádegi á morgun.

lokið
11. des. 2019 18:35 | Fréttir af sunnanverðum Vestfjörðum

Eftir óveðrið í gær og í nótt komu í ljós bilanir á Rauðasandslínu og Patreksfjarðarlínu á Mikladal.

Útsláttur hafði orðið á Rauðasandslínu við Gjögra í Örlygshöfn en búið er að koma rafmagni aftur á þenna línukafla og þar með er rafmagn komið á Hænuvíkurháls og hugsanlega á Kollsvíkina en það á eftir að fá það staðfest.

Ein slá er brunnin á Patreksfjarðarlínu á Mikladal. Skipt verður um slána í fyrramálið en línan er inni og veldur þetta ekki truflun eins og er.

11. des. 2019 18:20 | Viðgerð lokið á Staðardalslínu

Viðgerð er lokið á Staðardalslínu í Súgandafirði og eru notendur í Staðardal komnir með rafmagn.

11. des. 2019 17:15 | Staðan á Vestfjörðum kl 17:00

Ekki fæst rafmagn frá byggðalínunni vegna þess að ekki er hægt að spennusetja tengivirkið í Hrútatungu. Orsökin er sennilega snjór og selta í tengivirkinu en unnið hefur verið að hreinsun á virkinu síðan í morgun.
Ekki er hægt að segja til um hvenær hægt verður að spennusetja tengivirkið og þar með Vesturlínu.

Norðanverðir Vestfirðir:

Allir notendur eru með rafmagn frá varastöðinni í Bolungarvík nema Staðardalur í Súgandafirði en þar er bilun á sveitalínu. Viðgerðaflokkur er kominn á staðinn og unnið er að viðgerð.

Ísafjarðardjúp:

Rafstöð í Reykjanesi ásamt vatnsaflsvirkjunum heldur uppi rafmagni í Djúpinu að Langadal og austanverðum Ísafirði undanskildum.

Hólmavík, Strandir, Reykhólasveit og nágrenni:

Bilun er á Drangsneslínu og er varaafl keyrt fyrir þéttbýlið á Drangsnesi. Unnið er að viðgerð á línunni. Díselvél á Hólmavík og Þverárvirkjun halda rafmagni á Hólmavík og nágrenni og suður að Stóra-fjarðarhorni.
Nokkrir bæir í Steingrímsfirði eru án rafmagns...

11. des. 2019 15:19 | Rauðasandslína komin í lag

Viðgerð er lokið á Rauðasandslínu en rafmagnslaust var fyrir utan Örlygshöfn, allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn á þeirri línu

lokið
11. des. 2019 12:04 | Staðan á Vestfjörðum kl 12:00

Ekki fæst rafmagn frá byggðalínunni vegna þess að ekki er hægt að spennusetja tengivirkið í Hrútatungu. Orsökin er sennilega snjór og selta í tengivirkinu en unnið hefur verið að hreinsun á virkinu síðan í morgun. Ekki er hægt að segja til um hvenær hægt verðu að spennusetja tengivirkið og þar með Vesturlínu.

Norðanverðir Vestfirðir:

Allir notendur eru með rafmagn frá varastöðinni í Bolungarvík nema hluti Önundarfjarðar en þar er bilun á sveitalínu. Viðgerðaflokkur er kominn á staðinn og unnið er að viðgerð.
Einnig er rafmagnslaust í Staðardal í Súgandafirði og er viðgerðarflokkur á leiðinni.

Ísafjarðardjúp:

Rafstöð í Reykjanesi ásamt vatnsaflsvirkjunum heldur uppi rafmagni í Djúpinu að Langadal og austanverðum Ísafirði undanskildum.

Hólmavík, Strandir, Reykhólasveit og nágrenni:

Bilun er á Drangsneslínu og er varaafl keyrt fyrir þéttbýlið á Drangsnesi. Díselvél á Hólmavík og Þverárvirkjun halda rafmagni á Hólmavík og nágrenni og suður að Stórafjarðarhorni. Nokkrir bæir...

11. des. 2019 11:51 | Bilun á Rauðasandslínu

Tilkynnt var um bilun á Rauðasandslínu á Hænuvíkurhálsi og í Kollsvík, bilanaleit í gangi.

í vinnslu
11. des. 2019 11:02 | Önundarfjörður

Uppfært:

Rafmagn er komið á Ingjaldssandslínu að nýju og ættu því allir notendur í Önundarfirði að vera komnir með rafmagn.

lokið
11. des. 2019 09:52 | Rafmagnslaust í Staðardal

Uppfært:

Ekkert rafmagn er í Staðardal í Súgandafirði vegna bilunar á Staðadalslínu. Rafmagn fór af í stutta stund af Súgandafirði þegar reynt var að setja inn Staðardalslínu en er komið aftur inn.

í vinnslu
11. des. 2019 08:42 | Staðan á Vestfjörðum kl. 08:30

Ekki fæst rafmagn frá byggðalínunni vegna þess að ekki er hægt að spennusetja tengivirkið í Hrútatungu. Orsökin er sennilega snjór og selta í tengivirkinu en hreinsun á virkinu er hafin.

Norðanverðir Vestfirðir:

Allir notendur eru með rafmagn frá varastöðinni í Bolungarvík nema hluti Önundarfjarðar en þar er bilun á sveitalínu. Viðgerðaflokkur er á leiðinni yfir í Önundarfjörð.

Ísafjarðardjúp:

Rafstöð í Reykjanesi ásamt vatnsaflsvirkjunum heldur uppi rafmagni í Djúpinu að Langadal undanskildum.

Hólmavík, Strandir, Reykhólasveit og nágrenni:

Bilun er á Drangsneslínu og er varaafl keyrt fyrir þéttbýlið á Drangsnesi. Díselvél á Hólmavík og Þverárvirkjun halda rafmagni á Hólmavík og nágrenni og suður að Stórafjarðarhorni. Nokkrir bæir í Steingrímsfirði eru án rafmagns. Rafmagnslaust er frá Broddanesi suður að Hrútatungu. Rafmagnslaust er í Árneshreppi. Aðstæður í kerfinu verða kannaðar í birtingu.

Rafstöð er keyrð á Reykhólum en rafmagnslaust er í sveitum sem tengjast...

11. des. 2019 04:59 | Rafmagnstruflun í Súgandafirði

Rafmagn fór af Súgandafirði kl. 04:30 þegar rofi sló út í Tungudal. Rafmagn komst á aftur tíu mínútum síðar.

11. des. 2019 01:49 | Ísafjarðardjúp

11.12.2019 kl. 1:44 Varaflsvélar í Reykjanesi hafa verið ræstar og eru keyrðar með tveimur virkjunum og eru allir notendur með rafmagn í Inndjúpinu eftir því sem best er vitað en kerfið er nú keyrt sem eyja.

11. des. 2019 01:41 | Árneshreppur

11.12.2019 kl. 1:38 Tilraun til að koma rafmagni á Árneshrepp nú liðlega hálf tvö gengu ekki. Athugað verður síðar er veðrinu fer að slota.

11. des. 2019 00:05 | Staðan á Vestfjörðum á miðnætti

Ekki fæst rafmagn frá byggðalínunni vegna þess að ekki er hægt að spennusetja tengivirkið í Hrútatungu. Orsökin er sennilega snjór og selta í tengivirkinu. Vesturlína er því spennulaus. Gera má ráð fyrir að þetta ástand vari í nokkurn tíma.




 




Norðanverðir Vestfirðir:




 




Allir notendur eru með rafmagn frá varastöðinni í Bolungarvík nema hluti Önundarfjarðar en þar er bilun á sveitalínu.




 




Ísafjarðardjúp:




 




Rafstöð í Reykjanesi ásamt vatnsaflsvirkjunum heldur uppi rafmagni í Djúpinu.




 




Hólmavík, Strandir, Reykhólasveit og nágrenni:




 




Bilun er á Hólmavíkurlínu en rafstöð er keyrð á Hólmavík með Þverárvirkjun.




Bilun er á Drangsneslínu og er varaafl keyrt fyrir þéttbýlið á Drangsnesi.




Bjarnafjörður og sveitin í kring hefur verið rafmagnslaus




frá því fyrr í dag.




Rafstöð er keyrð á Reykhólum en rafmagnslaust er í sveitum sem tengjast tengivirkinu í Geiradal.




Rafmagnslaust...

10. des. 2019 22:01 | Staðan á Vestfjörðum klukkan 22:00

Búið er að spennusetja Mjólkárlínu frá Geiradal að Mjólká.



Norðanverðir Vestfirðir

Allir notendur eru með rafmagn frá varastöðinni í Bolungarvík og varastöðinni í Súðavík nema í Valþjófsdal og á Ingjaldssandi í Önundarfirði.



Sunnanverðir Vestfirðir og Dýrafjörður

Allir notendur eru með rafmagn frá Mjólkárvirkjun.



Hólmavík og Strandir

Hólmavíkurlína sló út og þá duttu Reykhólar og Króksfjarðarnes einnig út, en voru settir inn fljótlega aftur.
Verið er að skoða Hólmavíkurlínu en á meðan verður unnið að koma inn varaafli.

Leiðrétting frá fyrri færslu:
Bilun er á Drangsneslínu og er varaafl keyrt fyrir þéttbýlið á Drangsnesi. Bjarnafjörður og sveitin í kring hefur verið rafmagnslaus frá því fyrr í dag.



Reykhólar

Rafmagn er á Reykhólum og sveitinni í kring frá Geiradal.



Ísafjarðardjúp

Rafmagnslaust er í Djúpinu og ófært að varastöðinni í Reykjanesi. Skoðað verður að keyra varaafl frá Hólmavík ef það tefst að koma Hólmavíkurlínu inn.

10. des. 2019 21:18 | Staðan á Vestfjörðum klukkan 21:20

Þegar þetta er skrifað er eingöngu Mjólkárlína úti.



Norðanverðir Vestfirðir

Allir notendur eru með rafmagn frá varastöðinni í Bolungarvík og varastöðinni í Súðavík nema í Valþjófsdal og á Ingjaldssandi í Önundarfirði.



Sunnanverðir Vestfirðir og Dýrafjörður

Allir notendur eru með rafmagn frá Mjólkárvirkjun.



Hólmavík og Strandir

Hólmavíkurlína er kominn inn og því eru allir notendur á Ströndum og Hólmavík komnir með rafmagn fyrir utan legginn frá Trékyllisvík að Norðfirði í Árneshreppi. Einnig er enn rafmagnslaust á Borðeyri og í Bitrufirði. Þar er beðið eftir að flokkur frá Rarik komist í tengivirkið í Hrútatungu.



Reykhólar

Rafmagn er á Reykhólum og sveitinni í kring frá Geiradal.



Ísafjarðardjúp

Rafmagn er komið á í Ísafjarðardjúpi frá Hólmavík fyrir utan Langadal.

10. des. 2019 20:24 | Staðan á Vestfjörðum klukkan 20:30

Þegar þetta er skrifað er Hrúatungulína úti og því Vestfirðir ekki í sambandi við byggðarlínuna. Staðan á Vestfjörðum er því þessi:



Norðanverðir Vestfirðir

Allir notendur eru með rafmagn frá varastöðinni í Bolungarvík og varastöðinni í Súðavík nema í Valþjófsdal og á Ingjaldssandi í Önundarfirði.



Sunnanverðir Vestfirðir og Dýrafjörður

Allir notendur eru með rafmagn frá Mjólkárvirkjun.



Hólmavík og Strandir

Einvhverjir notendur eru komnir með rafmagn frá varavélum á Hólmavík og Drangsnesi. Unnið er að því að ræsa Þverárvirkjun og koma rafmagni til fleiri notenda.

Reynt var að setja Hólmavíkurlínu inn fyrr í kvöld þegar spenna var á Geiradal en hún toldi ekki inni. Unnið er að viðgerð á línunni.



Reykhólar

Rafmagn er á Reykhólum frá varavstöðinni þar. Rafmagnslaust er í Reykhólasveit, á Króksfjarðarnesi og í Gufudalssveit.



Ísafjarðardjúp

Rafmagnslaust er í djúpinu og verður eitthvað áfram. Ófært er að varastöðinni...

10. des. 2019 19:38 | Staðan á Vestfjörðum klukkan 19:40

Þegar þetta er skrifað eru Geiradalslína og Mjólkárlína úti. Staðan á Vestfjörðum er því þessi:



Norðanverðir Vestfirðir

Allir notendur eru með rafmagn frá varastöðinni í Bolungarvík og varastöðinni í Súðavík nema í Valþjófsdal og á Ingjaldssandi í Önundarfirði.



Sunnanverðir Vestfirðir og Dýrafjörður

Allir notendur eru með rafmagn frá Mjólkárvirkjun.



Hólmavík og Strandir

Einvhverjir notendur eru komnir með rafmagn frá varavélum á Hólmavík og Drangsnesi. Unnið er að því að ræsa Þverárvirkjun og koma rafmagni til fleiri notenda.



Reykhólar

Rafmagn er á Reykhólum frá varastöðinni þar. Rafmagnslaust er í Reykhólasveit, á Króksfjarðarnesi og í Gufudalssveit.



Ísafjarðardjúp

Rafmagnslaust er í djúpinu en unnið er að því að koma inn varaafli.

10. des. 2019 18:52 | Útleysing á Geiradals- og Mjólkárlínu

10.12.2019 kl. 18:48 Kl 18:36 varð útleysing á Geiradals- og Mjólkárlínu sem olli því að rafmagnslaust varð á Ströndum, Reykhólasveit og Bíldudal. Unnið er að koma varaafli í gang á Ströndum og Reykhólasveit en Bíldudalur er kominn með rafmagn frá Mjólka.

10. des. 2019 18:48 | Straumur kominn á Bíldudal

Straumur fór af Bíldudal um klukkan 18:25 vegna truflana frá landsnetinu.  Straumur kominn á aftur um klukkan 18:40.  Miklar truflanir hafa verið á flutningskerfinu í dag vegna óveðursins sem stendur yfir.

í vinnslu
10. des. 2019 17:37 | Ísafjarðardjúp

10.12.2019 kl. 17:00 truflanir eru í Djúpinu ekki vitað um ástæðu vont veður

10. des. 2019 16:36 | Borðeyri-Bitra og Broddanes

10.12.2019 kl. 16:31 Rarik Akureyri er að senda menn frá Hvammstanga í Hrútatungu og vonast er til að þá komi rafmagn á Borðeyrarlínu og Borðeyri alla leið að Broddanesi.

10. des. 2019 16:33 | Drangsneslína

10.12.2019 Drangsneslína er biluð er með spennu og það blikkar mjög vont veður. Varavél keyrð á Drangsnesi.

10. des. 2019 15:40 | Hrútafirði og Bitrufirði

10.12.2019 kl. 15:00 fór rafmagn af Hrútafirði, Bitrufirði og Broddanesi unnið er að viðgerð

10. des. 2019 15:37 | Hrútafirði og Bitrufirði

10.12.2019 kl.15:00 fór rafmagn af Hrútafirði, Bitrufirði og Broddanesi unnið er að viðgerð

10. des. 2019 15:34 | Svæði 3 og 4

10.12.2019 Rafmagn fór af öllu svæðinu þegar Geiradalslína fór út þar er komið á

10. des. 2019 15:34 | Útleysingu á flutningslínum

Útleysingu varð á Geiradals- og Mjólkárlínu kl. 14:59 en þetta eru flutningslínur í eigu Landsnets. Allir notendur eru komnir með rafmagn aftur.

09. des. 2019 19:21 | Aftakaveður á morgun

Spáð er aftakaveðri víða á landinu á morgun og miðvikudag og hefur ríkislögreglustjóri lýst yfir óvissustigi vegna veðurs. Gangi spár eftir er hætt við rafmagnstruflunum á Vestfjörðum.

04. des. 2019 09:43 | Hitaveita

4.12.2019 kl. 9:38 Hiti verður tekinn af Suðurgötu, Kristjánsgőtu og Árnagötu frá klukkan 10 til 1130

27. nóv. 2019 16:44 | Arnadalslína

Vinnu lokið á Arnadalslínu. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn. Þökkum fyrir okkur. .11.2019 kl. 16:41

27. nóv. 2019 10:25 | Reykhólalína

Rafmagn verður tekið > skamma stund nùna kl 11:00 og aftur seinna ì dag

27. nóv. 2019 09:20 | Straumleysi á Arnardalslínu

27.11.2019 kl. 9:16 Vegna tengivinnu við flugvöllinn á Ísafirði verður Arnardalsína straumlaus frá Kirkjubæ frá klukkan 10 og fram eftir degi.

26. nóv. 2019 17:21 | Haukadalslína

Vinnu lokið á Haukadalslínu sem nú er orðin að Haukadalsstreng. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn. Takk fyrir okkur í dag. Eigið ánægjulegt kvöld. 26.11.2019 kl. 17:18

26. nóv. 2019 13:33 | Patreksfjörður rafmagnslaust á Vatneyri

Vegna viðgerðar á rafmagnsbilun verður rafmagnslaust í Aðalstræti 1 til 9 og á Þórsgötu 1 í dag klukkan 14:00 til 14:15.

í vinnslu
26. nóv. 2019 10:12 | Straumleysi á Haukadalslínu

26.11.2019 kl. 10:11 Vegna tengivinnu verður Haukadalslína straumlaus frá klukkan 10 og fram eftir degi

22. nóv. 2019 01:54 | Viðgerð lokið á Patreksfirði

Bráðabirgðaviðgerð á rafmagnsbilun sem varð á Patreksfirði í gærkvöld var lokið um klukkan 01:30 og allir notendur komnir með rafmagn á þeim tíma.

21. nóv. 2019 23:11 | Straumleysi Patreksfirði uppfærsla

Búið er að gera við hluta af bilun sem kom upp í rafstöðinni við Eyrargötu á Patreksfirði upp úr klukkan 21:30 í kvöld.  Unnið er að viðgerð og eru nokkrir notendur á Vatneyri ennþá straumlausir. Tilkynningar verða sendar eftir því sem viðgerð miðar.

í vinnslu
21. nóv. 2019 21:07 | Straumleysi Patreksfirði

21.11.2019 kl. 21:05 Straumlaust er á hluta eyrarinnar á Patreksfirði vegna bilunar í rafstöð Eyrargötu. Nánari upplýsingar koma síðar.

11. nóv. 2019 18:47 | Viðgerð lokið á Bíldudalslínu

Viðgerð á Bíldudalslínu lauk um klukkan 18:40 og þar með varaaflskeyrslu.

lokið
11. nóv. 2019 11:52 | Bilun á Bíldudalslínu

Bilun er á Bíldudalslínu þar sem staur í dalnum er brunninn, unnið er að viðgerð, varaaflskeyrsla verður fram eftir degi

lokið
11. nóv. 2019 07:38 | Rafmagnslaust á Bíldudal

Rafmagnslaust er á Bíldudal frá því kl. 06:51, línan frá Keldeyri er biluð og verður varaafl keyrt til að byrja með.

lokið
06. nóv. 2019 16:19 | Rafmagn komið á í Önundarfirði

6.11.2019 kl. 16:18 Vinnu í Breiðadal lauk uppúr klukkan 14:30 og eru allir notendur komnir með rafmagn. Takk fyrir.

06. nóv. 2019 10:15 | Rafmagnsleysi í Önundarfirði

6.11.2019 kl. 10:13 Vegna tengivinnu við aðveitustöðina í Breiðadal verður rafmagnslaust sunnan megin og í botni Önundarfjarðar í dag uppúr klukkan 10 og fram eftir degi.

31. okt. 2019 08:41 | Gufudalssveit

31.10.2019 kl. 11:00 verður rafmagn tekið Kollafjarðarlínu frá Hofstöðum að Kletthálsi í sirka 4 tíma vegna tengi vinnu.

29. okt. 2019 17:32 | Rafmagn komið á í Önundarfirði

29.10.2019 kl. 17:31 Vinnu í Breiðadal er lokið og eru allir notendur komnir með rafmagn að nýju. Takk fyrir.

29. okt. 2019 08:10 | Rafmagnsleysi í Önundarfirði

29.10.2019 kl. 8:06 Vegna vinnu í aðveitustöð í Breiðadal verður rafmagnslaust á stórum hluta Önundarfjarðar utan þéttbýlis frá 10:00 og fram eftir degi.

28. okt. 2019 10:28 | Tengivinna á Patreksfirði

28.10.2019 kl. 10:26 Vegna vinnu við dreifikerfi verður rafmagnslaust á Brunnum 1-15, Brunnum 19 og Aðalstræti 77A í dag 28.10.2019 frá kl 13:30-16:30.

25. okt. 2019 12:19 | Bjargtangar viðgerð lokið

Við skoðun á Bjargtangalínu fannst bilun í tengingu við spennistöð. Viðgerð er lokið og eiga notendur nú að vera komnir með rafmagn.

25. okt. 2019 08:20 | Bjargtangar

OV fékk tilkynningu um rafmagnsleysi á Bjargtöngum. Vinnuflokkur er á leiðinni á staðinn. Umfang rafmagnsleysis þar óþekkt.

15. okt. 2019 11:13 | Ísafjörður-Eyrargata

15.10.2019 kl. 11:11 Rafmagn verður tekið af Eyrargötu 3,6 og 8 kl 13:00 í u.þ.b klukkustund vegna tengivinnu.

14. okt. 2019 15:44 | Skipulagt rof Bolungarvík-Hjallastræti

14.10.2019 kl. 15:43 Rafmagn komið á. Þökkum tillitssemina

14. okt. 2019 11:01 | Skipulagt Rof-Bolungarvík

14.10.2019 kl. 10:58 Rafmagn verður tekið af Holtabrún og Hjallastræti kl 15:00 í dag vegna tengivinnu í götuskáp. Áætlað er að rafmagn verði komið á aftur kl 16:00 Takk fyrir

07. okt. 2019 14:43 | Dagverðardalur

7.10.2019 kl. 14:41 Allir notendur ættu að vera komnir með rafmagn frá nýju dreifikerfi í Dagverðardal

07. okt. 2019 09:32 | Skipulagt rof í Dagverðardal

7.10.2019 kl. 9:29 Í dag verður unnið við tengingu á nýju dreifikerfi í sumarhúsabyggðinni í Dagverðardal,af þeim sökum verður rafmagnslaust þar í dag.

30. sep. 2019 09:02 | Hitaveita Patreksfirði

Vegna vinnu við stofnlögn hitaveitu í Balagötu Patreksfirði á morgun 1. okt 2019, verður lokað fyrir hitaveitu innan Hlíðarvegs kl 09:00- 15:00. Þetta þýðir að Sigtún, Hjallar, Brunnar, Aðalstræti 72+, Balar og Mikladalsvegur verða heitavatnslausir frá kl 09:00 og fram eftir degi.

26. sep. 2019 10:56 | Spenna komin á Árvelli

26.9.2019 kl. 10:54 Viðhaldi lokið við spennistöð Árvöllum Hnífsdal. Vinna tók aðeins lengri tíma en reiknað var með og biðjumst við velvirðingar á því.

26. sep. 2019 10:05 | Stutt straumleysi í Hnífsdal

26.9.2019 kl. 10:03 Rafmagn verður tekið af spennistöð við Árvelli í Stutt stund vegna viðhalds. Vonandi ekki lengur en í 15 mínútur.

24. sep. 2019 18:03 | Suðureyri bilun yfirstaðin.

24.9.2019 kl. 18:01 Búið er að gera við skemmdina á jarðstrengnum á Suðureyri. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn. Takk fyrir þolinmæðina og eigið ánægjulegt kvöld.

24. sep. 2019 17:03 | Straumleysi: Suðureyri

Taka þarf rafmagnið af í 1klst vegna viðgerðar. Verktaki skemmdi streng. þær götur sem detta út eru Skipagata, Skólagata og Eyragata. Biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem verða vegna þessa. 24.9.2019 kl.16:57. Straumleysi: Suðureyri. Frekari ástæður eða upplýsingar: Bilun í jarðstreng.

24. sep. 2019 10:21 | Bjarnafjörður

24.9.2019 kl.13:00 verður rafmagn tekið af í sutta stund vegna tengivinnu.

24. sep. 2019 08:55 | Hitaveita Suðureyri

Vegna viðhalds verður að loka fyrir hitaveituna á Suðureyri. þær götur sem loka þarf fyrir eru Hlíðarvegur, Hjallavegur og Hjallabyggð. Áætlaður tími er frá 10.00 -14.00 . 24.9.2019 kl. 8:49

23. sep. 2019 10:13 | Vinna við hitaveitu Ísafirði

23.9.2019 kl. 10:11 Unnið er að viðgerð á hitaveitu fyrir neðan Njarðarsund Ísafirði. Lokað verður fyrir heitt vatn í um 2klst og á heitt vatn aftur að vera komið á fyrir kl 12:00.

17. sep. 2019 15:59 | Straumleysi í Árneshrepp

Straumleysi verður í Árneshreppi norðan Trékyllisvíkur í dag 17.9.2019 frá kl. 17:00 til 19:00 vegna vinnu við háspennustrengs.

17. sep. 2019 12:23 | prufa

17.9.2019 kl. 12:22

17. sep. 2019 12:07 | Suðureyri.

Vinnu lokið á Suðureyri. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn. Takk fyrir þolinmæðina. 17.9.2019 kl. 12:05

17. sep. 2019 07:43 | Skipulagt rof: Suðureyri

Skipulagt rof: Suðureyri. Vegna viðhalds. Rafmagn verður tekið af í um 3 klst á Suðureyri frá klukkan 10.00 -13.00. Búið er að bera út tilkynningu í þau hús sem lenda í straumleysi en þau eru við Aðalgötu og Hjallagötu. Biðjumst við velvirðingar á því ónæðið sem þetta veldur.

15. sep. 2019 06:06 | útsláttur á Tálknafjarðarlínu

15.9.2019 kl. 6:04 útsláttur á Tálknafjarðarlínu, ástæða útsláttar ókunn. Allir notendur á sunnanverðum vestfjörðum eiga að vera komnir inn.

13. sep. 2019 00:05 | Bilun hitaveitu Patreksfirði komin í lag

13.9.2019 kl. 0:02 viðgerð vegna bilunar hitaveitu búin og ástand orðið eðlilegt.

12. sep. 2019 22:49 | Bilun í hitaveitu á Patreksfirði

12.9.2019 kl. 22:45 Bilun í kyndistöð á patreksfirði sem unnið er að viðgerðum á. Truflanir gætu komið upp í dreifikerfi hitaveitunnar. frekari upplýsingar verðu komnar inn fyrir miðnætti.

11. sep. 2019 14:07 | Bíldudalur Langahlíð, Tjarnarbraut og Strandgata

Vegna vinnu í Dreifistöð OV við Tjarnarbraut á Bíldudal, verður rafmagn tekið af Lönguhlíð 20-43, Tjarnarbraut 13-19 og Strandgötu 7-16, á morgun fimmtudaginn 12. september 2019 frá kl 9:30-12:00. Stutt straumleysi gæti einnig orðið á Tjarnarbraut 9-11 og Brekkustíg.

06. sep. 2019 11:37 | Árneshreppur

Mánudaginn 9 september kl 13:00 verður rafmagn tekið af Árneshreppi vegna vinnu á Trékyllisheiði í ca 3 tíma.

05. sep. 2019 11:36 | Hitaveita Patreksfirði Aðalstræti 43-52

Vegna vinnu við hitaveitulögn í dag þann 5.9.2019 verður lokað fyrir heitt vatn á Aðalstræti 43-52 frá kl 13:30 og fram eftir degi. Reiknað er með að viðgerð verður lokið fyrir kl 17.

28. ágú. 2019 14:42 | Viðgerð á hitaveitu Patreksfirði

28.8.2019 kl. 14:37 Loka þarf fyrir afhendingu á heitu vatni í Aðalstræti 43-52 Patreksfirði vegna viðgerðar á lögn. Búast má við að viðgerð taki um tvær klukkustundir.

22. ágú. 2019 08:10 | Rafmagn komið á: Norðanverðir Vestfirðir

22.8.2019 kl.8:10. Rafmagn komið á: Norðanverðir Vestfirðir. Útsláttur Álftafjarðarlínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað.

22. ágú. 2019 08:05 | Straumleysi: Norðanverðir Vestfirðir

22.8.2019 kl.8:00. Straumleysi: Norðanverðir Vestfirðir. Útsláttur Álftafjarðarlínu. Frekari ástæður eða upplýsingar: Ekki vitað. Næstu upplýsingar væntanlegar eftir 15 mínútur.

19. ágú. 2019 10:12 | Truflanir á hitaveitu Patreksfirði

Í dag 19.8.2019, má búast við truflunum á heitu vatni frá hitaveitu Patreksfirði vegna lekaleitar á lögnum. Einnig má búast við frekari truflunum næstu daga af sömu ástæðum.

14. ágú. 2019 10:16 | Viðgerð lokið á Barðaströnd

Viðgerð á barðastrandarlínu fyrir innan Brjánslæk var lokið rétt fyrir klukkan 10:00 og eiga allir notendur á Barðaströnd að vera komnir með rafmagn.

14. ágú. 2019 08:40 | Bilun á Barðastrandarlínu

Útleysingu varð á Barðastrandarlínu kl. 7 í morgun. Unnið er að viðgerð.

08. ágú. 2019 08:23 | Hjallar og Brunnar, rof hitaveitu Patreksfirði

kl 10 í dag, fimmtudaginn 8.8.2019. verður lokað fyrir hitaveitu neðri hluta Hjöllum og efri hluta Brunna vegna tengivinnu. Vinna stendur eitthvað fram undir hádegi.

30. júl. 2019 04:59 | Hitaveitubilunin fundin

Hitaveitubilunin er fundin og er heilsugæsla og sjúkrahús heitavatnslaust eins og er, allir aðrir notendur eiga að vera komnir með heitt vatn frá kyndistöð upp úr klukkan 04.  Bráðabirgðaviðgerð er hafin.

29. júl. 2019 21:26 | Hitaveitubilun á Patreksfirði

Bilun á dreifikerfi hitaveitu á Patreksfirði, bilunin kom um um kl. 21:00 í kvöld, leitað er að bilun.

27. júl. 2019 10:18 | Drangsneslína

27.7.2019 kl. 9:35 fór rafmagn af Drangsnesi og Kaldrananesi ástæða ekki vitað virðist vera í lagi núna

25. júl. 2019 10:38 | Árneshreppur

25.7.2019 verður rafmagn tekið af í kvöld í sirka 3 tíma frá Árnesi að Norðurfirði vegna tengi vinnu.

23. júl. 2019 14:14 | Hnífsdalur skipulagt rof.

Vegna viðhalds á lágspennukerfi OV þarf að taka af rafmagnið við Félagsheimilið í Hnífsdal og þar í kring. Straumleysið værir í 3-4 mínútur. þetta mun gerast tvisvar sinnum í dag á bilinu 14.25 til 16.15. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum sem af þessu skapast . En við erum að bæta kerfið okkar. 23.7.2019 kl. 14:07

15. júl. 2019 15:13 | Rafmagnsleysi.

Vegna færslu á götuskáp þarf að taka rafmagnið af Sindragötu 4 Ísafirði frá klukkan 15.30 til 16.00. Biðjumst velvirðingar á þessari truflun. 15.07.2019 kl. 15:09

10. júl. 2019 13:38 | Hrútafirði og Bitrufirði.

10.7.2019 kl. 13:30 viðgerð lokið á spennir Ljótunarstöðum rafmagn komið á takk fyrir.

10. júl. 2019 10:57 | Hrútafirði og Bitrufirði

10.7.2019 kl. 10:54 bilun fundin á Ljótunarstöðum og það verður rafmagns laust frá Ljótunarstöðum að Hvítuhlíð í Bitrufirði í ca 3 til 4 tíma

10. júl. 2019 08:22 | Hrútafjörður

10.7.2019 kl. 8:00 var komið rafmagn að Borðeyri bilun virðist á streng í Hrútafirði